Fór ránshendi um íþróttahús og flúði á stolnum bíl Árni Sæberg skrifar 30. október 2023 14:40 Maðurinn stal fjölda síma úr íþróttahúsi Þróttar og Ármanns að Engjavegi. Vísir/Árni Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar fyrir þjófnaðar- og umferðarlagabrot framin sama daginn í október í fyrra. Maðurinn var ákærður fyrir þjófnað, með því að hafa, sunnudaginn 30. október 2022, í íþróttamiðstöðinni Laugabóli í Reykjavík, stolið 66° Norður úlpu að óþekktu verðmæti, tveimur Iphone 11 símum að ætluðu verðmæti samtals 220.000 krónur, Iphone 8 síma að ætluðu verðmæti 50 þúsund krónur, Iphone 8 síma að ætluðu verðmæti 60 þúsund krónur, Samsung Galaxy A21 síma að ætluðu verðmæti 35.000 krónur og Iphone XR að óþekktu verðmæti. Þá var hann ákærður fyrir nytjastuld og umferðarlagabrot, með því að hafa sama dag tekið í heimildarleysi bifreið, þar sem henni hafði verið lagt á bifreiðastæði við Laugaból og ekið henni sviptur ökurétti og undir áhrifum ávana-og fíkniefna. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 20. október síðastliðinn en birtur í dag, segir að maðurinn hafi játað brot sín skýlaust og málið því tekið til dóms líkt og háttsemi hans væri sönnuð. Við ákvörðun refsingar hans var litið til þess að maðurinn á nokkuð langan sakaferil að baki og hefur hlotið nokkra dóma fyrir sömu háttsemi. Þá voru brot hans framin fyrir uppkvaðningu dóms sem hann hlaut árið 2022. Þá var hann dæmdur til tveggja ára og átta mánaða fangelsisvistar og dómurinn nú því hegningarauki við þann dóm. Þá var einnig litið til játningar hans honum til refsimildunar og honum dæmdur þriggja mánaða hegningarauki. Með vísan til brotaferils hans var ekki talið unnt að skilorðsbinda refsinguna. Þá var ekki talið nauðsynlegt að svipta hann ökuréttindum þar sem hann hefur þegar verið sviptur þeim ævilangt. Loks var maðurinn dæmdur til að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 150 þúsund krónur, og aðrar 150 þúsund krónur í annan sakarkostnað. Dómsmál Reykjavík Þróttur Reykjavík Ármann Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir þjófnað, með því að hafa, sunnudaginn 30. október 2022, í íþróttamiðstöðinni Laugabóli í Reykjavík, stolið 66° Norður úlpu að óþekktu verðmæti, tveimur Iphone 11 símum að ætluðu verðmæti samtals 220.000 krónur, Iphone 8 síma að ætluðu verðmæti 50 þúsund krónur, Iphone 8 síma að ætluðu verðmæti 60 þúsund krónur, Samsung Galaxy A21 síma að ætluðu verðmæti 35.000 krónur og Iphone XR að óþekktu verðmæti. Þá var hann ákærður fyrir nytjastuld og umferðarlagabrot, með því að hafa sama dag tekið í heimildarleysi bifreið, þar sem henni hafði verið lagt á bifreiðastæði við Laugaból og ekið henni sviptur ökurétti og undir áhrifum ávana-og fíkniefna. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 20. október síðastliðinn en birtur í dag, segir að maðurinn hafi játað brot sín skýlaust og málið því tekið til dóms líkt og háttsemi hans væri sönnuð. Við ákvörðun refsingar hans var litið til þess að maðurinn á nokkuð langan sakaferil að baki og hefur hlotið nokkra dóma fyrir sömu háttsemi. Þá voru brot hans framin fyrir uppkvaðningu dóms sem hann hlaut árið 2022. Þá var hann dæmdur til tveggja ára og átta mánaða fangelsisvistar og dómurinn nú því hegningarauki við þann dóm. Þá var einnig litið til játningar hans honum til refsimildunar og honum dæmdur þriggja mánaða hegningarauki. Með vísan til brotaferils hans var ekki talið unnt að skilorðsbinda refsinguna. Þá var ekki talið nauðsynlegt að svipta hann ökuréttindum þar sem hann hefur þegar verið sviptur þeim ævilangt. Loks var maðurinn dæmdur til að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 150 þúsund krónur, og aðrar 150 þúsund krónur í annan sakarkostnað.
Dómsmál Reykjavík Þróttur Reykjavík Ármann Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira