Leit að byssumanni í Maine ekki enn borið árangur Lovísa Arnardóttir skrifar 26. október 2023 23:02 Lögregla hefur leitað Card á landi, í ám og í sjó. Vísir/EPA Lögreglan í Maine leitar enn mannsins sem skaut 18 til bana í gærkvöldi í Lewiston. Leitarsvæðið er um 1.800 ferkílómetrar. Sá grunaði er fyrrverandi hermaður og er þjálfaður í notkun skotvopna. Þingmaður hefur kallað eftir banni á sjálfvirkum vopnum eins og Card notaði í gær. Lögreglan í Maine í Bandaríkjunum leitar en mannsins sem skaut 18 til bana í Lewiston í gærkvöldi. Þrettán eru særð. Einn er grunaður, Robert Card. Hann er 40 ára gamall og er sagður eiga við geðrænan vanda að stríða. Samkvæmt því sem kemur fram í erlendum fréttum lá hann á geðdeild í tvær vikur í sumar. Card var í hernum og er þjálfaður í notkun skotvopna. Vísir/EPA Íbúar svæðisins eru enn hvattir til þess að vera heima og læsa að sér. Lögreglan segir Card mjög hættulegan en hann er fyrrverandi hermaður auk þess sem hann starfar við það að leiðbeina við notkun skotvopna. Leitarsvæðið er mjög stórt eða um 1.800 ferkílómetrar. Íbúum í Lewiston, auk Bowdoin og Lisbon, hefur verið ráðlagt að halda sig innandyra. SHELTER-IN-PLACE REMAINS IN EFFECT https://t.co/0FoFZCfYHP— Lewiston Government (@LewistonMeGov) October 26, 2023 Card hefur verið leitað á landi og á sjó og ám nærri Lewiston. Á vef AP segir að lögreglan hafi í kvöld safnast saman við heimili ættingja hans í leit að honum. Þá hafa landamæraverðir í Kanada verið varaðir við því að fylgjast með honum en Maine liggur við Kanada. Skotárásin átti sér stað á tveimur stöðum. Annars vegar í keilusal þar sem barnakeilumót fór fram og hins vegar á bar. Viðstaddir hafa lýst mikilli ringulreið í keilusalnum þegar skothríðin hófst og að fólk hafi falið sig bakvið bekki og borð og jafnvel inn í keiluvélinni við enda brautarinnar. Yfirvöld í Maine héldu blaðamannafund fyrir stuttu þar sem kom fram að lögregla væri enn við leit. Öldungadeildarþingmaður ríkisins, Susan Collins, sagði þetta „dimman dag“ og að hjörtu þeirra væru full af sorg. Fjallað var um fundinn á vef BBC. „Þessi hrikalega árás, sem hefur rænt lífi í það minnsta 18 Maine búa og sært svo marga er mannskæðasta skotárás sem hefur átt sér stað í Maine, og er verri en nokkur gat ímyndað sér,“ sagði Collins á blaðamannafundinum. Víðtæk leit stendur enn yfir að Card. Vísir/EPA Hún sagði að yfirvöld væru staðráðin í því að finna skotmanninn og láta hann svara til saka. Jared Golden, þingmaður Maine-ríkis, kallaði eftir því á blaðamannafundinum að sjálfvirk vopn yrðu bönnuð og biðlaði til forseta Bandaríkjanna að innleiða slíkt bann. Hann sagði slík vopn hafa verið notuð í þessari skotárás. Golden er þingmaður Demókrata og sagði á blaðamannafundinum að fyrir árásina hefði hann verið á móti slíku banni og að hann ætlaði nú að taka ábyrgð á mistökum sínum þar. Hann lofaði að vinna að því að koma slíku banni á á meðan hann ætti enn sæti á þingi. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Allt að 22 sagðir látnir eftir skotárás í Maine Að minnsta kosti sextán eru látnir og fleiri særðir eftir skotárásir í keilusal og bar í Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. Svo virðist sem um tvær árásir sé að ræða af höndum sama einstaklingsins. 26. október 2023 07:31 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Lögreglan í Maine í Bandaríkjunum leitar en mannsins sem skaut 18 til bana í Lewiston í gærkvöldi. Þrettán eru særð. Einn er grunaður, Robert Card. Hann er 40 ára gamall og er sagður eiga við geðrænan vanda að stríða. Samkvæmt því sem kemur fram í erlendum fréttum lá hann á geðdeild í tvær vikur í sumar. Card var í hernum og er þjálfaður í notkun skotvopna. Vísir/EPA Íbúar svæðisins eru enn hvattir til þess að vera heima og læsa að sér. Lögreglan segir Card mjög hættulegan en hann er fyrrverandi hermaður auk þess sem hann starfar við það að leiðbeina við notkun skotvopna. Leitarsvæðið er mjög stórt eða um 1.800 ferkílómetrar. Íbúum í Lewiston, auk Bowdoin og Lisbon, hefur verið ráðlagt að halda sig innandyra. SHELTER-IN-PLACE REMAINS IN EFFECT https://t.co/0FoFZCfYHP— Lewiston Government (@LewistonMeGov) October 26, 2023 Card hefur verið leitað á landi og á sjó og ám nærri Lewiston. Á vef AP segir að lögreglan hafi í kvöld safnast saman við heimili ættingja hans í leit að honum. Þá hafa landamæraverðir í Kanada verið varaðir við því að fylgjast með honum en Maine liggur við Kanada. Skotárásin átti sér stað á tveimur stöðum. Annars vegar í keilusal þar sem barnakeilumót fór fram og hins vegar á bar. Viðstaddir hafa lýst mikilli ringulreið í keilusalnum þegar skothríðin hófst og að fólk hafi falið sig bakvið bekki og borð og jafnvel inn í keiluvélinni við enda brautarinnar. Yfirvöld í Maine héldu blaðamannafund fyrir stuttu þar sem kom fram að lögregla væri enn við leit. Öldungadeildarþingmaður ríkisins, Susan Collins, sagði þetta „dimman dag“ og að hjörtu þeirra væru full af sorg. Fjallað var um fundinn á vef BBC. „Þessi hrikalega árás, sem hefur rænt lífi í það minnsta 18 Maine búa og sært svo marga er mannskæðasta skotárás sem hefur átt sér stað í Maine, og er verri en nokkur gat ímyndað sér,“ sagði Collins á blaðamannafundinum. Víðtæk leit stendur enn yfir að Card. Vísir/EPA Hún sagði að yfirvöld væru staðráðin í því að finna skotmanninn og láta hann svara til saka. Jared Golden, þingmaður Maine-ríkis, kallaði eftir því á blaðamannafundinum að sjálfvirk vopn yrðu bönnuð og biðlaði til forseta Bandaríkjanna að innleiða slíkt bann. Hann sagði slík vopn hafa verið notuð í þessari skotárás. Golden er þingmaður Demókrata og sagði á blaðamannafundinum að fyrir árásina hefði hann verið á móti slíku banni og að hann ætlaði nú að taka ábyrgð á mistökum sínum þar. Hann lofaði að vinna að því að koma slíku banni á á meðan hann ætti enn sæti á þingi.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Allt að 22 sagðir látnir eftir skotárás í Maine Að minnsta kosti sextán eru látnir og fleiri særðir eftir skotárásir í keilusal og bar í Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. Svo virðist sem um tvær árásir sé að ræða af höndum sama einstaklingsins. 26. október 2023 07:31 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Allt að 22 sagðir látnir eftir skotárás í Maine Að minnsta kosti sextán eru látnir og fleiri særðir eftir skotárásir í keilusal og bar í Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. Svo virðist sem um tvær árásir sé að ræða af höndum sama einstaklingsins. 26. október 2023 07:31