Talinn hafa elt fólk á tíu kílómetra leið og reynt að þvinga það af veginum Jón Þór Stefánsson skrifar 27. október 2023 08:01 Myndin er úr safni og sýnir annan landshluta en þann sem meint brot áttu sér stað. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð í máli manns sem er ákærður fyrir að hafa veitt fólki eftirför og reynt að þvinga bíl þess af vegi, fer fram í næstu viku. Atburðirnir sem málið varðar áttu sér stað í Kjós á júníkvöldi árið 2021. Maðurinn er ákærður í þremur liðum. Fyrst fyrir eftirförina og tilraun sína til að þvinga fólkið af veginum. Síðan fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu, sem vildi að hann stöðvaði bifreið sína. Og í þriðja lagi fyrir vopnalagabrot, en í bíl hans fannst hnífur. Stofnaði lífi fólksins í hættu Í ákærunni er fyrsti ákæruliðurinn sá umfangsmesti. Manninum er gefið að sök að hafa á Toyota Corolla-bíl hafið eftirför sína á eftir bíl, en farþegar hans voru tveir, um ótilgreindan veg í Kjósinni. Eftirförin hafi verið um tíu kílómetra vegarkafla, meðal annars um gamla hringveginn í Hvalfirði. Akstri mannsins, sem ekki hafði gild ökuréttindi, er lýst sem vítaverðum og ógnandi. Hann hafi til að mynda gert tilraun til að þvinga bíl fólksins af veginum. Með því er hann sagður hafa stofnað lífi og heilsu fólksins í augljósan háska. Fylgdi ekki fyrirmælum lögreglu Annar ákæruliðurinn varðar síðan eftirför lögreglu á eftir manninum um Hvalfjarðarveg og Eyrarfjallsveg. Hann hafi ekki hlýtt fyrirmælum lögreglu um að stöðva bíl sinn, en honum hafi verið gefin merki um það með forgangsljósum og hljóðmerkjum lögreglu. Að endingu stöðvaði maðurinn bifreið sína á ótilgreindum afleggjara og þar hafði lögregla afskipti af manninum. Líkt og áður segir fannst hnífur í bíl mannsins, en fram kemur að blað hnífsins hafi verið átján sentímetra langt. Það er héraðssaksóknari sem rekur málið í Héraðsdómi Reykjavíkur. Krafist er að maðurinn verði dæmdur til refsingar, sviptur ökuréttindum, og greiði allan sakarkostnað málsins. Einstaklingarnir bílnum krefjast hvor um sig þriggja milljóna króna í miskabætur. Dómsmál Kjósarhreppur Bílar Umferðaröryggi Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Atburðirnir sem málið varðar áttu sér stað í Kjós á júníkvöldi árið 2021. Maðurinn er ákærður í þremur liðum. Fyrst fyrir eftirförina og tilraun sína til að þvinga fólkið af veginum. Síðan fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu, sem vildi að hann stöðvaði bifreið sína. Og í þriðja lagi fyrir vopnalagabrot, en í bíl hans fannst hnífur. Stofnaði lífi fólksins í hættu Í ákærunni er fyrsti ákæruliðurinn sá umfangsmesti. Manninum er gefið að sök að hafa á Toyota Corolla-bíl hafið eftirför sína á eftir bíl, en farþegar hans voru tveir, um ótilgreindan veg í Kjósinni. Eftirförin hafi verið um tíu kílómetra vegarkafla, meðal annars um gamla hringveginn í Hvalfirði. Akstri mannsins, sem ekki hafði gild ökuréttindi, er lýst sem vítaverðum og ógnandi. Hann hafi til að mynda gert tilraun til að þvinga bíl fólksins af veginum. Með því er hann sagður hafa stofnað lífi og heilsu fólksins í augljósan háska. Fylgdi ekki fyrirmælum lögreglu Annar ákæruliðurinn varðar síðan eftirför lögreglu á eftir manninum um Hvalfjarðarveg og Eyrarfjallsveg. Hann hafi ekki hlýtt fyrirmælum lögreglu um að stöðva bíl sinn, en honum hafi verið gefin merki um það með forgangsljósum og hljóðmerkjum lögreglu. Að endingu stöðvaði maðurinn bifreið sína á ótilgreindum afleggjara og þar hafði lögregla afskipti af manninum. Líkt og áður segir fannst hnífur í bíl mannsins, en fram kemur að blað hnífsins hafi verið átján sentímetra langt. Það er héraðssaksóknari sem rekur málið í Héraðsdómi Reykjavíkur. Krafist er að maðurinn verði dæmdur til refsingar, sviptur ökuréttindum, og greiði allan sakarkostnað málsins. Einstaklingarnir bílnum krefjast hvor um sig þriggja milljóna króna í miskabætur.
Dómsmál Kjósarhreppur Bílar Umferðaröryggi Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira