Hafna alfarið mismunun á grundvelli húðlitar eða kynþáttar Jakob Bjarnar skrifar 27. október 2023 10:00 Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja. Lögmaður bæjarins hefur svarað kröfubréfinu afdráttarlaust og hafnað henni í öllum meginatriðum. Vísir/Vilhelm „Ég get ekki tjáð mig um einstaka mál en ég hafna því algjörlega að starfsfólk sveitarfélagsins sé að mismuna fólki eins og þarna er haldið fram,“ segir Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja í samtali við Vísi. Hún vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Í DV í vikunni birtist frétt þar sem alvarlegar ásakanir voru settar fram á hendur bænum. Lífeyrisþegi á áttræðisaldri, kona sem upphaflega kemur frá Íran, hafði sent bænum kröfubréf þar sem farið er fram á afsökunarbeiðni og greiðslu þriggja milljóna króna miskabóta. Verði ekki orðið við kröfunni er því hótað að höfðað verði mál á hendur bæjarfélaginu. Alvarlegar ásakanir í kröfunni Í bréfinu eru raktar þrjár ástæður fyrir kröfunni en fram kemur að um sé að ræða ítrekuð og endurtekin atvik sem geti ekki, sé horft á hlutina í samhengi, verið tilviljun eða mistök af hálfu starfsmanna Vestmannaeyjabæjar. Í kröfunni er því haldið fram að ítrekað hafi verið gengið fram hjá konunni við úthlutun félagslegra íbúða og að henni hafi ítrekað verið sendur matur sem innihaldi svínakjöt þrátt fyrir ábendingar þess efnis að hún borði ekki slíkt vegna trúar sinnar. Og í þriðja lagi hafi starfsfólk sveitarfélagsins í tvígang tekið upp á því að flytja konuna hreppaflutningum til Reykjavíkur án nokkurrar sýnilegrar ástæðu eða lagaheimildar og í því felist ólögmæt meingerð sem sé skaðabótaskyld. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sendi bréf fyrir hönds skjólstæðings síns og krafðist afsökunarbeiðni og 3 milljóna króna í skaðbætur.vísir/vilhelm Það er Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sem fer með málið fyrir hönd konunnar en í frétt DV og hefur hann gefið Vestmannaeyjarbæ vikufrest til að bregðast við í bréfi dagsettu 23. október. Eins og lætur nærri eru miklar og heitar meiningar látnar falla í athugasemdakerfi DV um þetta mál, flestar sem ekki er hægt að hafa eftir. Lögmaður Eyja vísar ásökunum á bug Lögmaður bæjarins er Elimar Hauksson og hann segist ekki geta tjáð sig um málið í smáatriðum. En þar sé hins vegar eitt og annað sem ekki fái staðist, eiginlega allt. Elimar Hauksson lögmaður Eyja hefur skrifað Vilhjálmi bréf og hafnað öllum kröfum.vísir/vilhelm Hann hefur skrifað Vilhjálmi bréf þar sem kröfunum er alfarið hafnað. „Miskabótakröfunni er hafnað, því er mótmælt að nokkuð í málsmeðferð bæjarins er varðar konuna hafi falið í sér ólögmæta meingerð gagnvart henni sjálfri og því er algjörlega hafnað að starfsfólk mismuni fólki á grundvelli húðlitar eða kynþáttar,“ segir Elimar í samtali við Vísi. Dómsmál Vestmannaeyjar Kynþáttafordómar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Í DV í vikunni birtist frétt þar sem alvarlegar ásakanir voru settar fram á hendur bænum. Lífeyrisþegi á áttræðisaldri, kona sem upphaflega kemur frá Íran, hafði sent bænum kröfubréf þar sem farið er fram á afsökunarbeiðni og greiðslu þriggja milljóna króna miskabóta. Verði ekki orðið við kröfunni er því hótað að höfðað verði mál á hendur bæjarfélaginu. Alvarlegar ásakanir í kröfunni Í bréfinu eru raktar þrjár ástæður fyrir kröfunni en fram kemur að um sé að ræða ítrekuð og endurtekin atvik sem geti ekki, sé horft á hlutina í samhengi, verið tilviljun eða mistök af hálfu starfsmanna Vestmannaeyjabæjar. Í kröfunni er því haldið fram að ítrekað hafi verið gengið fram hjá konunni við úthlutun félagslegra íbúða og að henni hafi ítrekað verið sendur matur sem innihaldi svínakjöt þrátt fyrir ábendingar þess efnis að hún borði ekki slíkt vegna trúar sinnar. Og í þriðja lagi hafi starfsfólk sveitarfélagsins í tvígang tekið upp á því að flytja konuna hreppaflutningum til Reykjavíkur án nokkurrar sýnilegrar ástæðu eða lagaheimildar og í því felist ólögmæt meingerð sem sé skaðabótaskyld. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sendi bréf fyrir hönds skjólstæðings síns og krafðist afsökunarbeiðni og 3 milljóna króna í skaðbætur.vísir/vilhelm Það er Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sem fer með málið fyrir hönd konunnar en í frétt DV og hefur hann gefið Vestmannaeyjarbæ vikufrest til að bregðast við í bréfi dagsettu 23. október. Eins og lætur nærri eru miklar og heitar meiningar látnar falla í athugasemdakerfi DV um þetta mál, flestar sem ekki er hægt að hafa eftir. Lögmaður Eyja vísar ásökunum á bug Lögmaður bæjarins er Elimar Hauksson og hann segist ekki geta tjáð sig um málið í smáatriðum. En þar sé hins vegar eitt og annað sem ekki fái staðist, eiginlega allt. Elimar Hauksson lögmaður Eyja hefur skrifað Vilhjálmi bréf og hafnað öllum kröfum.vísir/vilhelm Hann hefur skrifað Vilhjálmi bréf þar sem kröfunum er alfarið hafnað. „Miskabótakröfunni er hafnað, því er mótmælt að nokkuð í málsmeðferð bæjarins er varðar konuna hafi falið í sér ólögmæta meingerð gagnvart henni sjálfri og því er algjörlega hafnað að starfsfólk mismuni fólki á grundvelli húðlitar eða kynþáttar,“ segir Elimar í samtali við Vísi.
Dómsmál Vestmannaeyjar Kynþáttafordómar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira