70 prósenta samdráttur í nýbyggingum milli ára Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. október 2023 06:46 225 nýjar íbúðir eru fullbúnar í Reykjavík og 135 í Garðabæ en hafa ekki verið teknar í notkun. Vísir/Vilhelm Verulegur samdráttur hefur orðið í nýbyggingum milli ára og þá hefur einnig dregið verulega úr sölu nýrra íbúða. Kaupsamningum fjölgar hins vegar almennt milli mánaða. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar segir að ríflega 70 prósenta samdráttur hafi orðið í nýbyggingum frá mars og fram í september ef miðað er við sama tímabil fyrir ári. Síðustu mánuði var hafin bygging á 768 íbúðum á landinu öllu en þær voru 2.575 á sama tímabili árið 2022. Skýringin sé mögulega sú að hækkandi vaxtastig sé farið að hafa áhrif á byggingamarkaðinn. Þá segir í skýrslunni að verulega hafi dregið úr sölu nýrra íbúða en 777 íbúðir sé fullbúnar en hafi ekki verið teknar í notkun. Til samanburðar hafi þær verið 238 í mars síðastliðnum og 131 í september í fyrra. Það virðist einnig hafa hægt á framkvæmdum en af þeim 8.683 íbúðum sem séu í byggingu séu 2.356 íbúðir enn á sama byggingastigi nú og í síðustu talningu í mars. „Kaupsamningum fjölgar um 8% milli mánaða sé miðað við árstíðaleiðréttar tölur. Í ágúst voru gefnir út 649 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði sem gera 675 samninga þegar leiðrétt hefur verið fyrir reglubundnum árstíðasveiflum,“ segir í samantekt. Um 717 fasteignir voru teknar úr sölu á höfuðborgarsvæðinu í september, sem er 43 prósent aukning miðað við september í fyrra. Þá hægðist á raunverðslækkun íbúða í síðasta mánuði, þegar 12 mánaða raunlækkun á höfuðborgarsvæðinu mældist 5 prósent en var 5,3 prósent í ágúst. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,4 prósent að nafnvirði á milli mánaða. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar segir að ríflega 70 prósenta samdráttur hafi orðið í nýbyggingum frá mars og fram í september ef miðað er við sama tímabil fyrir ári. Síðustu mánuði var hafin bygging á 768 íbúðum á landinu öllu en þær voru 2.575 á sama tímabili árið 2022. Skýringin sé mögulega sú að hækkandi vaxtastig sé farið að hafa áhrif á byggingamarkaðinn. Þá segir í skýrslunni að verulega hafi dregið úr sölu nýrra íbúða en 777 íbúðir sé fullbúnar en hafi ekki verið teknar í notkun. Til samanburðar hafi þær verið 238 í mars síðastliðnum og 131 í september í fyrra. Það virðist einnig hafa hægt á framkvæmdum en af þeim 8.683 íbúðum sem séu í byggingu séu 2.356 íbúðir enn á sama byggingastigi nú og í síðustu talningu í mars. „Kaupsamningum fjölgar um 8% milli mánaða sé miðað við árstíðaleiðréttar tölur. Í ágúst voru gefnir út 649 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði sem gera 675 samninga þegar leiðrétt hefur verið fyrir reglubundnum árstíðasveiflum,“ segir í samantekt. Um 717 fasteignir voru teknar úr sölu á höfuðborgarsvæðinu í september, sem er 43 prósent aukning miðað við september í fyrra. Þá hægðist á raunverðslækkun íbúða í síðasta mánuði, þegar 12 mánaða raunlækkun á höfuðborgarsvæðinu mældist 5 prósent en var 5,3 prósent í ágúst. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,4 prósent að nafnvirði á milli mánaða.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira