Segir ekkert eldgos að byrja en hrinan haldi áfram Oddur Ævar Gunnarsson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 25. október 2023 22:21 Íbúar á Reykjanesi hafa fundið fyrir skjálftunum. Vísir/Vilhelm Jarðeðlisfræðingur segir að skjálftahrinan á Reykjanesi muni að öllum líkindum halda áfram. Hann segir ekkert benda til þess nú að eldgos sé við það að hefjast. Hann segir ekkert nýtt að frétta í Bárðarbungu, þrátt fyrir stóran skjálfta sem mældist þar í gær. „Ja, það er ekkert á mælanetinu sem bendir til þess að það sé að byrja eldgos,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur í samtali við fréttastofu. Rætt var við Benedikt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en eins og fram hefur komið hefur verið lýst yfir óvissustigi almannavarna á Reykjanesskaga vegna jarðskjálftahrinu. Síðast mældist skjálfti 3,6 að stærð við Grindavík í kvöld. „Raunar sýna aflögunargögn að það er ólíklegt að þarna sé um kviku að ræða. Það er engin aflögun tengd þessu og þá er mjög erfitt að álykta að þetta sé kvikutengt.“ Þið getið ekkert sagt til um á hversu miklu dýpi kvikan er? „Við sjáum engin merki um kvikuhreyfingar í tengslum við þessa hrinu. Þannig að þetta er líklega triggeruð virkni vegna landrissins sem er undir Fagradalsfjalli,“ segir Benedikt. „Þar er kvika, líklega á 13-17 kílómetra dýpi að safnast fyrir og valda þenslu, víðáttumikilli þenslu sem sést um mest allt Reykjanesið og þetta veldur spennubreytingum, um allt Reykjanesið og það er líklega það sem er að triggera þessa virkni sem er núna. Mjög líklegt ef þetta heldur áfram að þá verði meiri skjálftavirkni á Reykjanesinu.“ Áttu von á stærri skjálftum? „Við getum ekkert sagt um það hvort það verði stærri skjálftar, það er ekkert hægt að spá fyrir um það en áframhaldandi landris þarna við Fagradalsfjall er líklega að fara að valda meiri skjálftavirkni á Reykjanesinu.“ Lengi skjálftar í Bárðarbungu Um skjálfta í Bárðarbungu, þar sem mældist skjálfti af stærðinni 4,9 í gærkvöldi, segir Benedikt að ekkert nýtt sé að frétta þaðan. Slík virkni hafi verið undanfarin ár. „Það hafa verið af og til stórir skjálftar síðan að Holuhraunsgosinu lauk. Þetta tengist kvikusöfnun undir Bárðarbungu en hún hefur verið í gangi síðan áður en gosi lauk. Þetta er framhald af því. Við getum í rauninni ekkert sagt um meir en það. Á sjöunda áratugnum voru til dæmis oft stórir skjálftar í Bárðarbungu og það liðu áratugir þar til að gaus. Þannig að þetta segir okkur ekkert mikið um einhvern aðdraganda alveg strax en bara hluti af þessu ferli.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Skjálfti 4,5 að stærð við Grindavík Jarðskjálfti af stærðinni 4,5 mældist nærri Grindavík klukkan 8:18. Skjálftinn er annar sem mælist yfir þremur að stærð á Reykjanesi í morgun. Jarðskjálftinn fannst vel á Reykjanesi, á höfuðborgarsvæðinu og alla leið upp á Akranes. 25. október 2023 08:26 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
„Ja, það er ekkert á mælanetinu sem bendir til þess að það sé að byrja eldgos,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur í samtali við fréttastofu. Rætt var við Benedikt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en eins og fram hefur komið hefur verið lýst yfir óvissustigi almannavarna á Reykjanesskaga vegna jarðskjálftahrinu. Síðast mældist skjálfti 3,6 að stærð við Grindavík í kvöld. „Raunar sýna aflögunargögn að það er ólíklegt að þarna sé um kviku að ræða. Það er engin aflögun tengd þessu og þá er mjög erfitt að álykta að þetta sé kvikutengt.“ Þið getið ekkert sagt til um á hversu miklu dýpi kvikan er? „Við sjáum engin merki um kvikuhreyfingar í tengslum við þessa hrinu. Þannig að þetta er líklega triggeruð virkni vegna landrissins sem er undir Fagradalsfjalli,“ segir Benedikt. „Þar er kvika, líklega á 13-17 kílómetra dýpi að safnast fyrir og valda þenslu, víðáttumikilli þenslu sem sést um mest allt Reykjanesið og þetta veldur spennubreytingum, um allt Reykjanesið og það er líklega það sem er að triggera þessa virkni sem er núna. Mjög líklegt ef þetta heldur áfram að þá verði meiri skjálftavirkni á Reykjanesinu.“ Áttu von á stærri skjálftum? „Við getum ekkert sagt um það hvort það verði stærri skjálftar, það er ekkert hægt að spá fyrir um það en áframhaldandi landris þarna við Fagradalsfjall er líklega að fara að valda meiri skjálftavirkni á Reykjanesinu.“ Lengi skjálftar í Bárðarbungu Um skjálfta í Bárðarbungu, þar sem mældist skjálfti af stærðinni 4,9 í gærkvöldi, segir Benedikt að ekkert nýtt sé að frétta þaðan. Slík virkni hafi verið undanfarin ár. „Það hafa verið af og til stórir skjálftar síðan að Holuhraunsgosinu lauk. Þetta tengist kvikusöfnun undir Bárðarbungu en hún hefur verið í gangi síðan áður en gosi lauk. Þetta er framhald af því. Við getum í rauninni ekkert sagt um meir en það. Á sjöunda áratugnum voru til dæmis oft stórir skjálftar í Bárðarbungu og það liðu áratugir þar til að gaus. Þannig að þetta segir okkur ekkert mikið um einhvern aðdraganda alveg strax en bara hluti af þessu ferli.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Skjálfti 4,5 að stærð við Grindavík Jarðskjálfti af stærðinni 4,5 mældist nærri Grindavík klukkan 8:18. Skjálftinn er annar sem mælist yfir þremur að stærð á Reykjanesi í morgun. Jarðskjálftinn fannst vel á Reykjanesi, á höfuðborgarsvæðinu og alla leið upp á Akranes. 25. október 2023 08:26 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Skjálfti 4,5 að stærð við Grindavík Jarðskjálfti af stærðinni 4,5 mældist nærri Grindavík klukkan 8:18. Skjálftinn er annar sem mælist yfir þremur að stærð á Reykjanesi í morgun. Jarðskjálftinn fannst vel á Reykjanesi, á höfuðborgarsvæðinu og alla leið upp á Akranes. 25. október 2023 08:26