Óttar hafnar ásökunum um að hafa framið líkamsárás Jón Þór Stefánsson skrifar 23. október 2023 15:35 Óttar Pálsson hæstaréttarlögmaður og einn eigenda lögfræðistofunnar Logos. Logos Óttar Pálsson hæstaréttarlögmaður og einn eigenda lögfræðistofunnar Logos hafnar ásökunum um að hafa framið líkamsárás á dögunum. Fjallað hefur verið um meinta árás í fjölmiðlum síðan um helgina, en hún á að hafa átt sér stað í verslun í miðbæ Reykjavíkur þann fimmta október á þessu ári. Ósannar sögur sem valdi sársauka „Vefmiðlar hafa undanfarna daga flutt fréttir af ætlaðri líkamsárás sem nafn mitt er tengt við,“ segir í tilkynningu sem Óttar sendir fjölmiðlum. „Lýsingar af atviki, sem átti sér stað fyrir rúmlega tveimur vikum síðan, eru að verulegu leyti ósannar, meiðandi og til þess fallnar að valda sársauka þeirra sem síst skyldi. Því finnst mér rétt að fram komi að ég hafna hvers kyns sökum sem á mig eru bornar.“ Óttar segist ekki ætla að tjá sig frekar um málið að sinni. Vísir greindi frá því í dag að lögregla hefði sinnt útkalli í versluninni umrætt kvöld. Fram kom að hæstarréttarlögmanni væri gefið að sök að ráðast á verslunareiganda. Meintur árásarmaður er Óttar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hyggst meintur brotaþoli ætla að kæra líkamsárásina, en hefur ekki gert það enn sem komið er. Þá sagði í frétt Vísis í dag að Óttar liti málið öðrum augum. Hann hafi komið í verslunina til að ræða við eigandann vegna persónulegra mála og þegar hann hafi ætlað að yfirgefa verslunina hafi eigandinn ekki tekið það í mál. Lýsingar á atvikum, samkvæmt sjónarhorni Óttars, séu á þá leið að eigandinn hafi handleikið skæri og hrækt framan í sig. Þegar hann hafi svo gripið í Óttar hafi komið til ryskinga þeirra á milli. Á endanum hafi það verið sjálfur Óttar sem hringdi á lögreglu. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögmennska Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Íhugar að kæra lögmanninn Lögregluþjónar í Reykjavík sinntu útkalli í verslun í miðbæ Reykjavíkur fimmtudagskvöldið 5. október þar sem hæstaréttarlögmanni og einum eiganda virtrar lögmannsstofu er gefið að sök að hafa ráðist á verslunareigandann. 23. október 2023 14:15 Óttar og Anna Rut skilja Óttar Pálsson, lögmaður á Logos, og Anna Rut Þráinsdóttir viðskiptafræðingur hafa ákveðið að slíta samvistum. 22. október 2023 13:59 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Fjallað hefur verið um meinta árás í fjölmiðlum síðan um helgina, en hún á að hafa átt sér stað í verslun í miðbæ Reykjavíkur þann fimmta október á þessu ári. Ósannar sögur sem valdi sársauka „Vefmiðlar hafa undanfarna daga flutt fréttir af ætlaðri líkamsárás sem nafn mitt er tengt við,“ segir í tilkynningu sem Óttar sendir fjölmiðlum. „Lýsingar af atviki, sem átti sér stað fyrir rúmlega tveimur vikum síðan, eru að verulegu leyti ósannar, meiðandi og til þess fallnar að valda sársauka þeirra sem síst skyldi. Því finnst mér rétt að fram komi að ég hafna hvers kyns sökum sem á mig eru bornar.“ Óttar segist ekki ætla að tjá sig frekar um málið að sinni. Vísir greindi frá því í dag að lögregla hefði sinnt útkalli í versluninni umrætt kvöld. Fram kom að hæstarréttarlögmanni væri gefið að sök að ráðast á verslunareiganda. Meintur árásarmaður er Óttar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hyggst meintur brotaþoli ætla að kæra líkamsárásina, en hefur ekki gert það enn sem komið er. Þá sagði í frétt Vísis í dag að Óttar liti málið öðrum augum. Hann hafi komið í verslunina til að ræða við eigandann vegna persónulegra mála og þegar hann hafi ætlað að yfirgefa verslunina hafi eigandinn ekki tekið það í mál. Lýsingar á atvikum, samkvæmt sjónarhorni Óttars, séu á þá leið að eigandinn hafi handleikið skæri og hrækt framan í sig. Þegar hann hafi svo gripið í Óttar hafi komið til ryskinga þeirra á milli. Á endanum hafi það verið sjálfur Óttar sem hringdi á lögreglu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögmennska Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Íhugar að kæra lögmanninn Lögregluþjónar í Reykjavík sinntu útkalli í verslun í miðbæ Reykjavíkur fimmtudagskvöldið 5. október þar sem hæstaréttarlögmanni og einum eiganda virtrar lögmannsstofu er gefið að sök að hafa ráðist á verslunareigandann. 23. október 2023 14:15 Óttar og Anna Rut skilja Óttar Pálsson, lögmaður á Logos, og Anna Rut Þráinsdóttir viðskiptafræðingur hafa ákveðið að slíta samvistum. 22. október 2023 13:59 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Íhugar að kæra lögmanninn Lögregluþjónar í Reykjavík sinntu útkalli í verslun í miðbæ Reykjavíkur fimmtudagskvöldið 5. október þar sem hæstaréttarlögmanni og einum eiganda virtrar lögmannsstofu er gefið að sök að hafa ráðist á verslunareigandann. 23. október 2023 14:15
Óttar og Anna Rut skilja Óttar Pálsson, lögmaður á Logos, og Anna Rut Þráinsdóttir viðskiptafræðingur hafa ákveðið að slíta samvistum. 22. október 2023 13:59