Biðja starfsfólk að láta yfirmenn vita Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. október 2023 10:50 Icelandair, Play og Isavia biðja starfsfólk að láta vita hyggist það taka þátt í verkfallinu. Vísir/Vilhelm Icelandair og Play styðja starfsfólk sem hyggst leggja niður störf vegna kvenna- og kváraverkfalls á þriðjudag. Isavia sem meðal annars rekur Keflavíkurflugvöll gerir slíkt hið sama. Fólk er beðið um að láta yfirmann vita ef það ætlar að taka þátt. Vonir eru bundnar við að ekki verði tafir á flugsamgöngum. Fyrirtæki og stofnanir víðsvegar um land eru í óðaönn að skipuleggja hvernig næsta þriðjudegi verði háttað vegna allsherjarverkfalls. Gert er ráð fyrir því að fjölmargar konur og kvár leggi niður störf og gæti það eðli málsins samkvæmt haft áhrif á flugsamgöngur. Íslensku flugfélögin, Icelandair og Play, styðja starfsfólk svo lengi sem það bitnar ekki á flugöryggi. Isavia bindur vonir við að ekki verði tafir á flugsamgöngum. Beðin um að láta vita Í skriflegu svari frá Play segir að flugfélagið styðji verkfallið af heilum og hug. Laun þeirra sem taki þátt í verkfallinu verði ekki skert. 550 einstaklingar starfi hjá Play og að jafnt hlutfall sé milli kvenna og karla. „Flugfélagið hefur beðið starfsfólk að láta vita ef það hyggst taka þátt í verkfallinu og hefur að sama skapi beðið það starfsfólk sem ekki á flug 24. október að láta vita ef það er tilbúið til að mæta til vinnu. Er þetta gert til að tryggja fyrirsjáanleika í flugrekstri og hefur svörun starfsmanna verið á þá leið að flugáætlun félagsins 24. október stendur óbreytt.“ Icelandair tekur í sama streng og segir að félagið leggi áherslu á að starfsfólk njóti jafnréttis. Hjá félaginu eru konur tæp 50 prósent af starfshópnum. „Icelandair styður konur og kvár sem vilja og geta tekið þátt í deginum og ekki verður dregið af launum þeirra sem það gera. Ákveðin störf eru þó ómissandi hlekkur í þeirri keðju að halda flugsamgöngum gangandi og koma farþegum og vörum á milli staða um leið og öryggis- og þjónustuloforð félagsins eru uppfyllt. Því hefur verið óskað eftir því við starfsfólk sem hyggst taka þátt í deginum að láta vita með fyrirvara svo hægt sé að gera nauðsynlegar ráðstafanir,“ segir í skriflegu svari Icelandair. Vona að engar tafir verði Og Isavia er við öllu búið. Fyrirkomulagið er nákvæmlega eins og hjá flugfélögunum: starfsfólk er beðið um að láta vita. „40% starfsfólks samstæðunnar eru konur sem sinna bæði mikilvægum og fjölbreyttum störfum. Við munum ekki draga laun af þeim konum og kvár sem leggja niður störf þennan dag ef það er gert í samráði við næsta stjórnanda og að því gefnu að það ógni ekki flugöryggi. Við sjáum fram á að geta staðið við okkar skuldbindingar hvað varðar þjónustu og rekstur flugvallarins á kvennafrídaginn og vonumst til að ekki verði tafir á flugsamgöngum þann daginn. Við hvetjum fólk engu að síður til að mæta tímanlega í flug þennan dag, sem og aðra daga og eyða frekar tímanum á verslunar- og veitingasvæðinu heldur en í biðröðum ef til þeirra kemur.“ Fréttir af flugi Icelandair Play Kvennaverkfall Kvennafrídagurinn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Fyrirtæki og stofnanir víðsvegar um land eru í óðaönn að skipuleggja hvernig næsta þriðjudegi verði háttað vegna allsherjarverkfalls. Gert er ráð fyrir því að fjölmargar konur og kvár leggi niður störf og gæti það eðli málsins samkvæmt haft áhrif á flugsamgöngur. Íslensku flugfélögin, Icelandair og Play, styðja starfsfólk svo lengi sem það bitnar ekki á flugöryggi. Isavia bindur vonir við að ekki verði tafir á flugsamgöngum. Beðin um að láta vita Í skriflegu svari frá Play segir að flugfélagið styðji verkfallið af heilum og hug. Laun þeirra sem taki þátt í verkfallinu verði ekki skert. 550 einstaklingar starfi hjá Play og að jafnt hlutfall sé milli kvenna og karla. „Flugfélagið hefur beðið starfsfólk að láta vita ef það hyggst taka þátt í verkfallinu og hefur að sama skapi beðið það starfsfólk sem ekki á flug 24. október að láta vita ef það er tilbúið til að mæta til vinnu. Er þetta gert til að tryggja fyrirsjáanleika í flugrekstri og hefur svörun starfsmanna verið á þá leið að flugáætlun félagsins 24. október stendur óbreytt.“ Icelandair tekur í sama streng og segir að félagið leggi áherslu á að starfsfólk njóti jafnréttis. Hjá félaginu eru konur tæp 50 prósent af starfshópnum. „Icelandair styður konur og kvár sem vilja og geta tekið þátt í deginum og ekki verður dregið af launum þeirra sem það gera. Ákveðin störf eru þó ómissandi hlekkur í þeirri keðju að halda flugsamgöngum gangandi og koma farþegum og vörum á milli staða um leið og öryggis- og þjónustuloforð félagsins eru uppfyllt. Því hefur verið óskað eftir því við starfsfólk sem hyggst taka þátt í deginum að láta vita með fyrirvara svo hægt sé að gera nauðsynlegar ráðstafanir,“ segir í skriflegu svari Icelandair. Vona að engar tafir verði Og Isavia er við öllu búið. Fyrirkomulagið er nákvæmlega eins og hjá flugfélögunum: starfsfólk er beðið um að láta vita. „40% starfsfólks samstæðunnar eru konur sem sinna bæði mikilvægum og fjölbreyttum störfum. Við munum ekki draga laun af þeim konum og kvár sem leggja niður störf þennan dag ef það er gert í samráði við næsta stjórnanda og að því gefnu að það ógni ekki flugöryggi. Við sjáum fram á að geta staðið við okkar skuldbindingar hvað varðar þjónustu og rekstur flugvallarins á kvennafrídaginn og vonumst til að ekki verði tafir á flugsamgöngum þann daginn. Við hvetjum fólk engu að síður til að mæta tímanlega í flug þennan dag, sem og aðra daga og eyða frekar tímanum á verslunar- og veitingasvæðinu heldur en í biðröðum ef til þeirra kemur.“
Fréttir af flugi Icelandair Play Kvennaverkfall Kvennafrídagurinn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira