Efling og eigendurnir sjá um jarðarförina Helena Rós Sturludóttir skrifar 20. október 2023 11:40 Adrian vonast til að geta borið föður sinn til grafar í næstu viku. Vísir/Steingrímur Dúi Adrian Wisniewski, sonur mannsins sem lést í eldsvoða á Funahöfða, segist þakklátur öllum þeim sem hafa sett sig í samband við hann vegna kostnaðar við jarðarför föður hans. Hann segir Eflingu og eiganda húsnæðisins við Funahöfða ætla að stranda straum af kostnaði við jarðarförina. Í fréttum Stöðvar tvö í gær var rætt við Adrian sem er sonur Mareks Zeon Wisniewski sem lést í eldsvoðanum á Funahöfða á mánudag. Marek bjó í herberginu þar sem eldurinn kviknaði og var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús en lést á gjörgæsludeild. Adrian sagði aðstæður föður síns í húsnæðinu afar slæmar en húsnæðið er ekki skráð sem íbúðarhúsnæði og er því ósamþykkt sem slíkt. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur þó greint frá því að úttekt hafi verið gerð á húsnæðinu í apríl. Í kjölfar þeirrar úttektar voru gerðar nokkrar athugasemdir og tækifæri gefin til úrbóta. Búið var að bæta úr öllum atriðum nema einu sem var gefinn aukinn frestur á, sem varðar brunastiga af annarri hæð. Bruninn á mánudag kom upp á fyrstu hæð hússins svo ekki reyndi á brunastigann í því tilfelli. Fjöldi fólks setti sig í samband við Adrian í kjölfar viðtalsins í gær og bauð fram aðstoð sína til að standa straum af útfararkostnaði og segist Adrian afar þakklátur. Efling og eigandi húsnæðisins séu meðal þeirra og að þau muni sjá um kostnaðinn. „Ég er mjög glaður og fullur aðdáunar yfir því hversu margir settu sig í samband við mig með ýmsum leiðum til að aðstoða,“ segir Adrian. Hann bætir við að hann sé nú á leiðinni til sýslumanns til að ganga frá ýmsum pappírum í tengslum við andlát föður síns. Bruni á Funahöfða Reykjavík Stéttarfélög Tengdar fréttir Efling tekur þátt í útfararkostnaðinum Formaður Eflingar segir að ákveðið hafi verið að taka þátt útfarakostnaði manns sem lést í eldsvoða á Funahöfða í vikunni þó hann hafi ekki verið búinn að ávinna sér þau réttindi hjá félaginu. Eigendur Funahöfða 7 hafa sömuleiðis boðið fram fjárhagsaðstoð. 20. október 2023 10:41 Maðurinn sem lést var rúmlega sextugur Pólverji Maðurinn sem lést í kjölfar brunans á Funahöfða á mánudag, var pólskur. Hann var fæddur árið 1962. Eldsupptök eru enn ókunn, en á meðal þess sem lögregla hefur til rannsóknar er myndefni bæði innan úr húsnæðinu sem og utandyra. 18. október 2023 10:41 Samskipti við eigendur húsnæðisins hafi verið til fyrirmyndar Slökkviliðstjóri segir samskipti við eigendur húsnæðisins við Funahöfða 7, þar sem maður lést í kjölfar eldsviða í gær, hafa verið til fyrirmyndar. Þúsundir búa í iðnaðarhúsnæði hér á landi sem hann segir að þurfi ekki endilega að vera slæmt. 17. október 2023 20:01 Látinn eftir bruna á Funahöfða Maðurinn sem slasaðist alvarlega í bruna í Funahöfða 7 í Reykjavík í gær er látinn. Tveir aðrir sem slösuðust eru á batavegi. 17. október 2023 11:03 Leita af sér allan grun um að fleiri séu í húsinu Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst á fjórða tímanum í dag tilkynning um reyk í iðnaðarhúsnæði í Funahöfða. Einn var fluttur á slysadeild. Slökkvilið hefur slökkt eldinn, en er enn við störf á vettvangi, og leitar af sér grun um að fleiri hafi verið í húsinu. 16. október 2023 15:37 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Í fréttum Stöðvar tvö í gær var rætt við Adrian sem er sonur Mareks Zeon Wisniewski sem lést í eldsvoðanum á Funahöfða á mánudag. Marek bjó í herberginu þar sem eldurinn kviknaði og var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús en lést á gjörgæsludeild. Adrian sagði aðstæður föður síns í húsnæðinu afar slæmar en húsnæðið er ekki skráð sem íbúðarhúsnæði og er því ósamþykkt sem slíkt. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur þó greint frá því að úttekt hafi verið gerð á húsnæðinu í apríl. Í kjölfar þeirrar úttektar voru gerðar nokkrar athugasemdir og tækifæri gefin til úrbóta. Búið var að bæta úr öllum atriðum nema einu sem var gefinn aukinn frestur á, sem varðar brunastiga af annarri hæð. Bruninn á mánudag kom upp á fyrstu hæð hússins svo ekki reyndi á brunastigann í því tilfelli. Fjöldi fólks setti sig í samband við Adrian í kjölfar viðtalsins í gær og bauð fram aðstoð sína til að standa straum af útfararkostnaði og segist Adrian afar þakklátur. Efling og eigandi húsnæðisins séu meðal þeirra og að þau muni sjá um kostnaðinn. „Ég er mjög glaður og fullur aðdáunar yfir því hversu margir settu sig í samband við mig með ýmsum leiðum til að aðstoða,“ segir Adrian. Hann bætir við að hann sé nú á leiðinni til sýslumanns til að ganga frá ýmsum pappírum í tengslum við andlát föður síns.
Bruni á Funahöfða Reykjavík Stéttarfélög Tengdar fréttir Efling tekur þátt í útfararkostnaðinum Formaður Eflingar segir að ákveðið hafi verið að taka þátt útfarakostnaði manns sem lést í eldsvoða á Funahöfða í vikunni þó hann hafi ekki verið búinn að ávinna sér þau réttindi hjá félaginu. Eigendur Funahöfða 7 hafa sömuleiðis boðið fram fjárhagsaðstoð. 20. október 2023 10:41 Maðurinn sem lést var rúmlega sextugur Pólverji Maðurinn sem lést í kjölfar brunans á Funahöfða á mánudag, var pólskur. Hann var fæddur árið 1962. Eldsupptök eru enn ókunn, en á meðal þess sem lögregla hefur til rannsóknar er myndefni bæði innan úr húsnæðinu sem og utandyra. 18. október 2023 10:41 Samskipti við eigendur húsnæðisins hafi verið til fyrirmyndar Slökkviliðstjóri segir samskipti við eigendur húsnæðisins við Funahöfða 7, þar sem maður lést í kjölfar eldsviða í gær, hafa verið til fyrirmyndar. Þúsundir búa í iðnaðarhúsnæði hér á landi sem hann segir að þurfi ekki endilega að vera slæmt. 17. október 2023 20:01 Látinn eftir bruna á Funahöfða Maðurinn sem slasaðist alvarlega í bruna í Funahöfða 7 í Reykjavík í gær er látinn. Tveir aðrir sem slösuðust eru á batavegi. 17. október 2023 11:03 Leita af sér allan grun um að fleiri séu í húsinu Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst á fjórða tímanum í dag tilkynning um reyk í iðnaðarhúsnæði í Funahöfða. Einn var fluttur á slysadeild. Slökkvilið hefur slökkt eldinn, en er enn við störf á vettvangi, og leitar af sér grun um að fleiri hafi verið í húsinu. 16. október 2023 15:37 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Efling tekur þátt í útfararkostnaðinum Formaður Eflingar segir að ákveðið hafi verið að taka þátt útfarakostnaði manns sem lést í eldsvoða á Funahöfða í vikunni þó hann hafi ekki verið búinn að ávinna sér þau réttindi hjá félaginu. Eigendur Funahöfða 7 hafa sömuleiðis boðið fram fjárhagsaðstoð. 20. október 2023 10:41
Maðurinn sem lést var rúmlega sextugur Pólverji Maðurinn sem lést í kjölfar brunans á Funahöfða á mánudag, var pólskur. Hann var fæddur árið 1962. Eldsupptök eru enn ókunn, en á meðal þess sem lögregla hefur til rannsóknar er myndefni bæði innan úr húsnæðinu sem og utandyra. 18. október 2023 10:41
Samskipti við eigendur húsnæðisins hafi verið til fyrirmyndar Slökkviliðstjóri segir samskipti við eigendur húsnæðisins við Funahöfða 7, þar sem maður lést í kjölfar eldsviða í gær, hafa verið til fyrirmyndar. Þúsundir búa í iðnaðarhúsnæði hér á landi sem hann segir að þurfi ekki endilega að vera slæmt. 17. október 2023 20:01
Látinn eftir bruna á Funahöfða Maðurinn sem slasaðist alvarlega í bruna í Funahöfða 7 í Reykjavík í gær er látinn. Tveir aðrir sem slösuðust eru á batavegi. 17. október 2023 11:03
Leita af sér allan grun um að fleiri séu í húsinu Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst á fjórða tímanum í dag tilkynning um reyk í iðnaðarhúsnæði í Funahöfða. Einn var fluttur á slysadeild. Slökkvilið hefur slökkt eldinn, en er enn við störf á vettvangi, og leitar af sér grun um að fleiri hafi verið í húsinu. 16. október 2023 15:37