Næstfjölmennasta ferðamannasumarið í ár Lovísa Arnardóttir skrifar 19. október 2023 11:10 Um níu af hverjum tíu ferðamanna heimsóttu höfuðborgarsvæðið í sumar. Vísir/Vilhelm Fjöldi ferðamanna var næstum sá sami í sumar og metsumarið 2018. Flestir voru Bandaríkjamenn, Þjóðverjar og Pólverjar. Ferðamenn dvöldu að jafnaði í um 6,8 nætur en Frakkar og Þjóðverjar dvöldu lengst, eða í um 10,9 nætur. Alls komu um 790 þúsund erlendir ferðamenn til landsins um Keflavíkurflugvöll síðastliðið sumar. Það eru fimmtungi fleiri en í fyrra en sumarið er það næstfjölmennasta frá því mælingar hófust hjá Ferðamálastofu. Mestur fjöldi var árið 2018 og var fjöldinn í ár um 98 prósent af því sem hann var árið 2018 þegar fjöldinn var mestur. Stofnunin spáði í upphafi árs að 2,3 milljónir ferðamanna myndu koma til Íslands á árinu. Í tilkynningu Ferðamálastofu kemur fram að Bandaríkjamenn hafi verið um 300 þúsund og þannig verið langfjölmennastir. Næstfjölmennastir voru Þjóðverjar en þeir voru um 60 þúsund og Pólverjar í þriðja sæti, alls um 52 þúsund. Aðrar fjölmennar þjóðir voru Frakkar, sem voru 40 þúsund, og Bretar sem voru 35 þúsund. Flestir í fríi Langflestir eða um 95 prósent þeirra sem komu voru í fríi á Íslandi í sumar. Um 1,9 prósent voru í heimsókn hjá vinum og ættingjum og um 1,4 prósent í viðskiptatengdum tilgangi. Um 1,8 prósent voru á landinu í annars konar tilgangi. Ferðamenn dvöldu að jafnaði 8,6 nætur á ferðalögum um Ísland í sumar eða jafnmargar nætur og í fyrrasumar. Bandaríkjamenn sem vega þyngst vegna hárrar hlutdeildar, dvöldu að jafnaði 6,9 nætur sumarið 2023, álíka margar og í fyrrasumar. Af tíu fjölmennustu þjóðernunum dvöldu Þjóðverjar og Frakkar lengst eða 10,9 nætur að jafnaði. Þar á eftir komu Spánverjar, Ítalir og Hollendingar með dvalarlengd á bilinu 8,8 til 9,5 gistinætur. Um níu af hverjum tíu heimsóttu höfuðborgarsvæðið, um átta af hverjum tíu Suðurland, um sjö af hverjum tíu Reykjanes, ríflega helmingur Vesturland, tæplega helmingur Norðurland og ríflega fimmtungur Vestfirði. Í tilkynningu Ferðamálastofu er einnig farið ítarlega yfir gistinætur á hótelum og nýtingu herbergja en gistinætur erlendra ferðamanna hafa aldrei mælst svo margar að sumri til. Í heildina voru þær 4,3 milljón talsins sem er 8,6 prósent meira en í fyrra. Milljón gistinætur Íslendinga Um tveimur af hverjum fimm gistinóttum var eytt á hótelum, um 14 prósent á gistiheimilum og tæplega helmingi (46,3 prósent) í annars konar gistingu. Gistinætur útlendinga í skráðri gistingu mældust tæplega 3,3 milljón talsins síðastliðið sumar eða 8,6 prósent fleiri en sumarið 2018 og 11,1 prósent fleiri en sumarið 2019. Aukninguna má að miklu leyti rekja til lengri dvalarlengdar ferðamanna en hún mældist fyrir faraldur. Gistinætur Íslendinga voru í kringum milljón síðastliðið sumar og helst það í hendur við þá þróun sem varð á tímum faraldursins að landsmenn fóru að nýta sér þjónustu gististaða í auknum mæli. Hægt er að kynna sér tölurnar nánar hér á vef Ferðamálastofu. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Efnahagsmál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Bandaríkjamenn þurfa að greiða gjald áður en komið er til Íslands Til stendur að taka upp nýtt ETIAS-ferðaheimildakerfi á Schengen-svæðinu sem gerir það að verkum að handhafar vegabréfa sem þurftu áður ekki vegabréfsáritun munu þurfa að sækja um ferðaheimild áður en lagt er af stað til Íslands. 31. júlí 2023 07:54 Metár í fjölda ferðamanna handan við hornið Ferðamálastjóri segir að metár í fjölda ferðamanna hérlendis verði líklega slegið á næsta ári. Fjöldi brottfara erlendra ferðamanna frá Íslandi í júní síðastliðnum voru um 233 þúsund sem er álíka mikið og metárið 2018. 10. júlí 2023 13:09 Hætta á að ferðaþjónusta verði verðlögð of hátt og það dragi úr eftirspurn Rekstur fyrirtækja í ferðaþjónustu mun almennt ganga vel í ár. Aftur á móti er margt sem mun vinna á móti atvinnugreininni á næsta ári. Hætta er á að þjónustan verði verðlög of hátt sem mun draga úr eftirspurn. Hærri verð má rekja til mikillar verðbólgu, launa- og vaxtahækkana, segir forstjóri eins stærsta ferðaþjónustu fyrirtækis landsins í ítarlegu viðtali við Innherja. 27. maí 2023 09:00 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Alls komu um 790 þúsund erlendir ferðamenn til landsins um Keflavíkurflugvöll síðastliðið sumar. Það eru fimmtungi fleiri en í fyrra en sumarið er það næstfjölmennasta frá því mælingar hófust hjá Ferðamálastofu. Mestur fjöldi var árið 2018 og var fjöldinn í ár um 98 prósent af því sem hann var árið 2018 þegar fjöldinn var mestur. Stofnunin spáði í upphafi árs að 2,3 milljónir ferðamanna myndu koma til Íslands á árinu. Í tilkynningu Ferðamálastofu kemur fram að Bandaríkjamenn hafi verið um 300 þúsund og þannig verið langfjölmennastir. Næstfjölmennastir voru Þjóðverjar en þeir voru um 60 þúsund og Pólverjar í þriðja sæti, alls um 52 þúsund. Aðrar fjölmennar þjóðir voru Frakkar, sem voru 40 þúsund, og Bretar sem voru 35 þúsund. Flestir í fríi Langflestir eða um 95 prósent þeirra sem komu voru í fríi á Íslandi í sumar. Um 1,9 prósent voru í heimsókn hjá vinum og ættingjum og um 1,4 prósent í viðskiptatengdum tilgangi. Um 1,8 prósent voru á landinu í annars konar tilgangi. Ferðamenn dvöldu að jafnaði 8,6 nætur á ferðalögum um Ísland í sumar eða jafnmargar nætur og í fyrrasumar. Bandaríkjamenn sem vega þyngst vegna hárrar hlutdeildar, dvöldu að jafnaði 6,9 nætur sumarið 2023, álíka margar og í fyrrasumar. Af tíu fjölmennustu þjóðernunum dvöldu Þjóðverjar og Frakkar lengst eða 10,9 nætur að jafnaði. Þar á eftir komu Spánverjar, Ítalir og Hollendingar með dvalarlengd á bilinu 8,8 til 9,5 gistinætur. Um níu af hverjum tíu heimsóttu höfuðborgarsvæðið, um átta af hverjum tíu Suðurland, um sjö af hverjum tíu Reykjanes, ríflega helmingur Vesturland, tæplega helmingur Norðurland og ríflega fimmtungur Vestfirði. Í tilkynningu Ferðamálastofu er einnig farið ítarlega yfir gistinætur á hótelum og nýtingu herbergja en gistinætur erlendra ferðamanna hafa aldrei mælst svo margar að sumri til. Í heildina voru þær 4,3 milljón talsins sem er 8,6 prósent meira en í fyrra. Milljón gistinætur Íslendinga Um tveimur af hverjum fimm gistinóttum var eytt á hótelum, um 14 prósent á gistiheimilum og tæplega helmingi (46,3 prósent) í annars konar gistingu. Gistinætur útlendinga í skráðri gistingu mældust tæplega 3,3 milljón talsins síðastliðið sumar eða 8,6 prósent fleiri en sumarið 2018 og 11,1 prósent fleiri en sumarið 2019. Aukninguna má að miklu leyti rekja til lengri dvalarlengdar ferðamanna en hún mældist fyrir faraldur. Gistinætur Íslendinga voru í kringum milljón síðastliðið sumar og helst það í hendur við þá þróun sem varð á tímum faraldursins að landsmenn fóru að nýta sér þjónustu gististaða í auknum mæli. Hægt er að kynna sér tölurnar nánar hér á vef Ferðamálastofu.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Efnahagsmál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Bandaríkjamenn þurfa að greiða gjald áður en komið er til Íslands Til stendur að taka upp nýtt ETIAS-ferðaheimildakerfi á Schengen-svæðinu sem gerir það að verkum að handhafar vegabréfa sem þurftu áður ekki vegabréfsáritun munu þurfa að sækja um ferðaheimild áður en lagt er af stað til Íslands. 31. júlí 2023 07:54 Metár í fjölda ferðamanna handan við hornið Ferðamálastjóri segir að metár í fjölda ferðamanna hérlendis verði líklega slegið á næsta ári. Fjöldi brottfara erlendra ferðamanna frá Íslandi í júní síðastliðnum voru um 233 þúsund sem er álíka mikið og metárið 2018. 10. júlí 2023 13:09 Hætta á að ferðaþjónusta verði verðlögð of hátt og það dragi úr eftirspurn Rekstur fyrirtækja í ferðaþjónustu mun almennt ganga vel í ár. Aftur á móti er margt sem mun vinna á móti atvinnugreininni á næsta ári. Hætta er á að þjónustan verði verðlög of hátt sem mun draga úr eftirspurn. Hærri verð má rekja til mikillar verðbólgu, launa- og vaxtahækkana, segir forstjóri eins stærsta ferðaþjónustu fyrirtækis landsins í ítarlegu viðtali við Innherja. 27. maí 2023 09:00 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Bandaríkjamenn þurfa að greiða gjald áður en komið er til Íslands Til stendur að taka upp nýtt ETIAS-ferðaheimildakerfi á Schengen-svæðinu sem gerir það að verkum að handhafar vegabréfa sem þurftu áður ekki vegabréfsáritun munu þurfa að sækja um ferðaheimild áður en lagt er af stað til Íslands. 31. júlí 2023 07:54
Metár í fjölda ferðamanna handan við hornið Ferðamálastjóri segir að metár í fjölda ferðamanna hérlendis verði líklega slegið á næsta ári. Fjöldi brottfara erlendra ferðamanna frá Íslandi í júní síðastliðnum voru um 233 þúsund sem er álíka mikið og metárið 2018. 10. júlí 2023 13:09
Hætta á að ferðaþjónusta verði verðlögð of hátt og það dragi úr eftirspurn Rekstur fyrirtækja í ferðaþjónustu mun almennt ganga vel í ár. Aftur á móti er margt sem mun vinna á móti atvinnugreininni á næsta ári. Hætta er á að þjónustan verði verðlög of hátt sem mun draga úr eftirspurn. Hærri verð má rekja til mikillar verðbólgu, launa- og vaxtahækkana, segir forstjóri eins stærsta ferðaþjónustu fyrirtækis landsins í ítarlegu viðtali við Innherja. 27. maí 2023 09:00