Deila um girðingu fyrir Hæstarétt Árni Sæberg skrifar 19. október 2023 10:43 Hæstiréttur mun leysa úr deilu um 5,4 milljónir króna. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir deilu um kostnaðarþáttöku Borgarbyggðar í byggingu girðingar, sem kostaði um sjö milljónir króna. Borgarbyggð leitaði leyfis til áfrýjunar í máli Gunnars Jónssonar, skógræktarbónda í sveitarfélaginu, á hendur því í júlí síðastliðnum. Gunnar lagðist gegn beiðninni. Málið er ekki það fyrsta sem Gunnar höfðar á hendur Borgarbyggð og ratar fyrir æðsta dómstig. Árið 2020 kvað Hæstiréttur upp dóm þess efnis að Borgarbyggð hefði rétt til beitarafnota af hluta jarðar Gunnars auk þess að sveitarfélaginu væri heimilt að safna fé af fjalli að hausti á þessu sama landi. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að ágreiningur aðila málsins lúti að greiðsluþátttöku Borgarbyggðar vegna kostnaðar Gunnars sem eiganda jarðarinnar Króks í Norðurárdal í Borgarfirði af því að reisa girðingu. Með héraðsdómi hafi Borgarbyggð verið sýknuð af kröfu Gunnars, meðal annars með vísan til þess að girðingin afmarkaði ekki heimaland og afrétt. Landsréttur hafi hins vegar talið að girðingin hefði verið sett upp milli afréttar og heimalands í eigu Gunnars en skæri ekki sama afréttarland. Því tæki ákvæði girðingarlaga um kostnaðarþáttöku eigenda og notenda afrétta til girðingarinnar. Jafnframt hafi ekki verið talið að ítaksréttindi þeirra sem ættu upprekstrar- og beitarrétt í landinu hindruðu að Gunnar krefðist þess að girt yrði í samræmi við það ákvæði laganna. Deilan snýst um rúmar fimm milljónir króna Borgarbyggð hafi því verið dæmd til að greiða Gunnari fjárhæð sem svaraði til 4/5 hluta af kostnaði við að reisa girðinguna. Það gerir um 5,4 milljónir króna. Borgarbyggð hafi byggt á því að túlkun Landsréttar á því hvað teljist heimaland og afréttur geti valdið mikilli óvissu til framtíðar. Niðurstaðan valdi einnig óvissu um hvaða girðingum sveitafélögum beri að viðhalda og hverjum ekki. Þá telji Borgarbyggð að dómurinn gangi þvert á dómafordæmi Hæstaréttar og sé því bersýnilega rangur. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins verði talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi meðal annars um túlkun á áðurnefndu ákvæði girðingarlaga. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því samþykkt. Dómsmál Skógrækt og landgræðsla Borgarbyggð Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira
Borgarbyggð leitaði leyfis til áfrýjunar í máli Gunnars Jónssonar, skógræktarbónda í sveitarfélaginu, á hendur því í júlí síðastliðnum. Gunnar lagðist gegn beiðninni. Málið er ekki það fyrsta sem Gunnar höfðar á hendur Borgarbyggð og ratar fyrir æðsta dómstig. Árið 2020 kvað Hæstiréttur upp dóm þess efnis að Borgarbyggð hefði rétt til beitarafnota af hluta jarðar Gunnars auk þess að sveitarfélaginu væri heimilt að safna fé af fjalli að hausti á þessu sama landi. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að ágreiningur aðila málsins lúti að greiðsluþátttöku Borgarbyggðar vegna kostnaðar Gunnars sem eiganda jarðarinnar Króks í Norðurárdal í Borgarfirði af því að reisa girðingu. Með héraðsdómi hafi Borgarbyggð verið sýknuð af kröfu Gunnars, meðal annars með vísan til þess að girðingin afmarkaði ekki heimaland og afrétt. Landsréttur hafi hins vegar talið að girðingin hefði verið sett upp milli afréttar og heimalands í eigu Gunnars en skæri ekki sama afréttarland. Því tæki ákvæði girðingarlaga um kostnaðarþáttöku eigenda og notenda afrétta til girðingarinnar. Jafnframt hafi ekki verið talið að ítaksréttindi þeirra sem ættu upprekstrar- og beitarrétt í landinu hindruðu að Gunnar krefðist þess að girt yrði í samræmi við það ákvæði laganna. Deilan snýst um rúmar fimm milljónir króna Borgarbyggð hafi því verið dæmd til að greiða Gunnari fjárhæð sem svaraði til 4/5 hluta af kostnaði við að reisa girðinguna. Það gerir um 5,4 milljónir króna. Borgarbyggð hafi byggt á því að túlkun Landsréttar á því hvað teljist heimaland og afréttur geti valdið mikilli óvissu til framtíðar. Niðurstaðan valdi einnig óvissu um hvaða girðingum sveitafélögum beri að viðhalda og hverjum ekki. Þá telji Borgarbyggð að dómurinn gangi þvert á dómafordæmi Hæstaréttar og sé því bersýnilega rangur. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins verði talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi meðal annars um túlkun á áðurnefndu ákvæði girðingarlaga. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því samþykkt.
Dómsmál Skógrækt og landgræðsla Borgarbyggð Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira