Neymar fór grátandi af velli þegar Brasilía tapaði fyrir Úrúgvæ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. október 2023 10:01 Óttast er að Neymar hafi orðið fyrir alvarlegum hnémeiðslum í leik Brasilíu og Úrúgvæ. getty/Guillermo Legaria Brasilía tapaði fyrir Úrúgvæ, 2-0, í undankeppni HM 2026 í gær. Til að bæta gráu ofan á svart fór stórstjarnan Neymar meiddur af velli í fyrri hálfleik. Darwin Nunez, leikmaður Liverpool, kom Úrúgvæum yfir á 42. mínútu. Skömmu síðar féll Neymar við eftir baráttu við Nicolas de la Cruz. Hné Brassans virtist gefa sig og hann hélt um það þar sem hann lá á vellinum og öskraði af sársauka. Neymar var í kjölfarið borinn af velli, augljóslega sárþjáður og með tárin í augunum. Hann yfirgaf leikvanginn svo á hækjum. Læknir brasilíska liðsins, Rodrigo Lasmar, segir of snemmt að segja til um hversu alvarleg meiðsli Neymars eru. „Við framkvæmdum allar skoðanir og endurtökum þær á morgun. Þessi sólarhringur er lykilinn að því að sjá hvernig hnéð hans bregst við, hversu bólgið það verður og hvað myndirnar sýna. Bíðum eftir niðurstöðunum róleg og yfirveguð, förum yfir þær í rólegheitum og af yfirvegun og ég greini ykkur svo frá niðurstöðunum,“ sagði Lasmar. De La Cruz gulltryggði sigur Úrúgvæ þegar hann skoraði annað mark liðsins á 77. mínútu. Þetta var fyrsti sigur Úrúgvæa á Brössum í 38 leikjum, eða síðan 2001. Brasilía er í 3. sæti Suður-Ameríkuriðilsins í undankeppni HM 2026. Liðið mætir Kólumbíu og heimsmeisturum Argentínu í næsta mánuði. Neymar, sem leikur með Al Hilal í Sádi-Arabíu, er markahæsti leikmaður í sögu brasilíska landsliðsins með 79 mörk. Hann lék sinn 127. landsleik í gær. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Sjá meira
Darwin Nunez, leikmaður Liverpool, kom Úrúgvæum yfir á 42. mínútu. Skömmu síðar féll Neymar við eftir baráttu við Nicolas de la Cruz. Hné Brassans virtist gefa sig og hann hélt um það þar sem hann lá á vellinum og öskraði af sársauka. Neymar var í kjölfarið borinn af velli, augljóslega sárþjáður og með tárin í augunum. Hann yfirgaf leikvanginn svo á hækjum. Læknir brasilíska liðsins, Rodrigo Lasmar, segir of snemmt að segja til um hversu alvarleg meiðsli Neymars eru. „Við framkvæmdum allar skoðanir og endurtökum þær á morgun. Þessi sólarhringur er lykilinn að því að sjá hvernig hnéð hans bregst við, hversu bólgið það verður og hvað myndirnar sýna. Bíðum eftir niðurstöðunum róleg og yfirveguð, förum yfir þær í rólegheitum og af yfirvegun og ég greini ykkur svo frá niðurstöðunum,“ sagði Lasmar. De La Cruz gulltryggði sigur Úrúgvæ þegar hann skoraði annað mark liðsins á 77. mínútu. Þetta var fyrsti sigur Úrúgvæa á Brössum í 38 leikjum, eða síðan 2001. Brasilía er í 3. sæti Suður-Ameríkuriðilsins í undankeppni HM 2026. Liðið mætir Kólumbíu og heimsmeisturum Argentínu í næsta mánuði. Neymar, sem leikur með Al Hilal í Sádi-Arabíu, er markahæsti leikmaður í sögu brasilíska landsliðsins með 79 mörk. Hann lék sinn 127. landsleik í gær.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Sjá meira