Ikea-geitin komin upp og bíður þess sem verða vill Jakob Bjarnar skrifar 16. október 2023 14:55 IKEA-geitin stendur stolt og býður veðri og vindum, og brennuvörgum, birginn. ikea IKEA-geitin er eitt tákn þess að jólin séu á næsta leyti. Mörgum þykir þetta snemmt en nú hefur henni verið stillt fram í Kauptúni og ljós tendruð. Lengi vel var geitin sérstakt skotmark brennuvarga og á tímabili var sem menn legðu metnað sinn í að bera að henni eld. En hún hefur fengið að standa óáreitt allra síðustu árin. Síðast kviknaði geitinni árið 2016. Að jólageit sé stillt upp sérstaklega til að fagna jólum er að sænskri fyrirmynd. Og IKEA, verandi sænskt fyrirtæki að upplagi, tók upp þann sið. Fyrsta geitin á Íslandi leit dagsins ljós árið 2010. Reyndar er það svo að það eru Svíar sem tóku upp á því að kveikja í fyrirbærinu í landi sínu, hefð er fyrir þeim óskunda þar og tóku íslenskir brennuvargar upp þann ósið. Oft hefur IKEA-geitin fengið það óþvegið af hálfu brennuvarga og eitt skipti, þegar öryggisgæslan var öflug, kveikti hún í sér sjálf.Bylgja Guðjónsdóttir Ekki er hægt að segja að IKEA-geitin hafi fengið að kemba hálm sinn í friði og spekt, ef svo má að orði komast. Að minnsta kosti þrisvar hefur brennuvörgum tekist að bera að henni eld og þá hefur hún farið illa í veðrum og vindum; til að mynda fauk hún um koll í óveðri árið 2011. Árið 2015 gripu stjórnendur IKEA til þess að auka öryggisgæslu og var geitin vöktuð allan sólarhringinn. Það dugði til að halda brennuvörgum frá en þá vildi ekki betur til en að í geitinni kviknaði en þá vegna útiseríu sem hékk utan á henni. IKEA höfðaði dómsmál í kjölfar brunans 2016 og dæmdi héraðsdómur þá þrjá aðila til að greiða skaðabætur sem nam 150 þúsund krónur á haus. Síðan hafa brennuvargarnir haft hægt um sig. @ikeaisland hún er mætt #ikea #fyrirþigsíða #fyp #viral #ikeaisland #christmas #ikeachristmas sonido original - frankaguilera13 IKEA Jól Garðabær Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Lengi vel var geitin sérstakt skotmark brennuvarga og á tímabili var sem menn legðu metnað sinn í að bera að henni eld. En hún hefur fengið að standa óáreitt allra síðustu árin. Síðast kviknaði geitinni árið 2016. Að jólageit sé stillt upp sérstaklega til að fagna jólum er að sænskri fyrirmynd. Og IKEA, verandi sænskt fyrirtæki að upplagi, tók upp þann sið. Fyrsta geitin á Íslandi leit dagsins ljós árið 2010. Reyndar er það svo að það eru Svíar sem tóku upp á því að kveikja í fyrirbærinu í landi sínu, hefð er fyrir þeim óskunda þar og tóku íslenskir brennuvargar upp þann ósið. Oft hefur IKEA-geitin fengið það óþvegið af hálfu brennuvarga og eitt skipti, þegar öryggisgæslan var öflug, kveikti hún í sér sjálf.Bylgja Guðjónsdóttir Ekki er hægt að segja að IKEA-geitin hafi fengið að kemba hálm sinn í friði og spekt, ef svo má að orði komast. Að minnsta kosti þrisvar hefur brennuvörgum tekist að bera að henni eld og þá hefur hún farið illa í veðrum og vindum; til að mynda fauk hún um koll í óveðri árið 2011. Árið 2015 gripu stjórnendur IKEA til þess að auka öryggisgæslu og var geitin vöktuð allan sólarhringinn. Það dugði til að halda brennuvörgum frá en þá vildi ekki betur til en að í geitinni kviknaði en þá vegna útiseríu sem hékk utan á henni. IKEA höfðaði dómsmál í kjölfar brunans 2016 og dæmdi héraðsdómur þá þrjá aðila til að greiða skaðabætur sem nam 150 þúsund krónur á haus. Síðan hafa brennuvargarnir haft hægt um sig. @ikeaisland hún er mætt #ikea #fyrirþigsíða #fyp #viral #ikeaisland #christmas #ikeachristmas sonido original - frankaguilera13
IKEA Jól Garðabær Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira