Funduðu um „verklag og áherslur“ í Ráðherrabústaðnum Atli Ísleifsson skrifar 12. október 2023 10:55 Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, á leið út úr Ráðherrabústaðnum í morgun. Vísir/Vilhelm Fulltrúar stjórnarflokkanna þriggja funduðu í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu í morgun. Meðal fundargesta voru formenn flokkanna þriggja og þingflokksformaður Sjálftstæðisflokksins. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, sátu öll á umræddum fundi, en auk þeirra sást til Hildar Sverrisdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Fundinum lauk nokkru fyrir 10:30, en þingfundur hófst klukkan 10:30 með óundirbúnum fyrirspurnum þar sem Bjarni er til svara. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á leið út úr Ráðherrabústaðnum um klukkan 10:30.Vísir/Vilhelm Hildur vildi lítið tjá sig um fundinn í samtali við Vísi. Hún sagði þó að til umræðu hafi verið „verklag og áherslur“ í ríkisstjórnarsamstarfinu á yfirstandandi þingvetri. Bjarni Benediktsson tilkynnti um afsögn sína sem fjármála- og efnahagsráðherra á blaðamannafundi á þriðjudagsmorgun vegna álits umboðsmanns Alþingis sem hafði komist að þeirri niðurstöðu að Bjarna hefði brostið hæfi við söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Tilkynnti Bjarni að hann hygðist segja af sér; hann væri ósammála forsendum en virti álit umboðsmanns. Reiknað er með að boðað verði til ríkisráðsfundar um helgina og hefur verið nefnt að svo kunni að fara að Bjarni myndi mögulega taka við öðru ráðherraembætti. Ráðherrabílar fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Bein útsending: Bjarni til svara í fyrirspurnatíma Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra eru á dagskrá þingfundar sem hefst klukkan 10:30. Þrír ráðherrar verða þar til svara, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra þar með talinn. 12. október 2023 10:08 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, sátu öll á umræddum fundi, en auk þeirra sást til Hildar Sverrisdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Fundinum lauk nokkru fyrir 10:30, en þingfundur hófst klukkan 10:30 með óundirbúnum fyrirspurnum þar sem Bjarni er til svara. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á leið út úr Ráðherrabústaðnum um klukkan 10:30.Vísir/Vilhelm Hildur vildi lítið tjá sig um fundinn í samtali við Vísi. Hún sagði þó að til umræðu hafi verið „verklag og áherslur“ í ríkisstjórnarsamstarfinu á yfirstandandi þingvetri. Bjarni Benediktsson tilkynnti um afsögn sína sem fjármála- og efnahagsráðherra á blaðamannafundi á þriðjudagsmorgun vegna álits umboðsmanns Alþingis sem hafði komist að þeirri niðurstöðu að Bjarna hefði brostið hæfi við söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Tilkynnti Bjarni að hann hygðist segja af sér; hann væri ósammála forsendum en virti álit umboðsmanns. Reiknað er með að boðað verði til ríkisráðsfundar um helgina og hefur verið nefnt að svo kunni að fara að Bjarni myndi mögulega taka við öðru ráðherraembætti. Ráðherrabílar fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun. Vísir/Vilhelm
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Bein útsending: Bjarni til svara í fyrirspurnatíma Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra eru á dagskrá þingfundar sem hefst klukkan 10:30. Þrír ráðherrar verða þar til svara, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra þar með talinn. 12. október 2023 10:08 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Bein útsending: Bjarni til svara í fyrirspurnatíma Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra eru á dagskrá þingfundar sem hefst klukkan 10:30. Þrír ráðherrar verða þar til svara, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra þar með talinn. 12. október 2023 10:08