Sveik fjármuni út úr IKEA með því að skipta út strikamerkinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. október 2023 07:00 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem IKEA verður fyrir barðinu á strikamerkjasvindli. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað og fjársvik gagnvart húsgagnavöruversluninni IKEA. Tjón verslunarinnar hljóðaði upp á rúmlega 62 þúsund krónur. Dómurinn féll fyrr í þessum mánuði, en konan var ákærð í lok ágúst. Ákæran á hendur henni var í átta liðum. Fyrstu sjö liðirnir sneru allir að þjófnaði konunnar á munum úr verslun IKEA. Meðal þess sem konunni var gefið að sök að hafa stolið voru sængurverasett, borðbúnaður og veggljós. Í áttunda ákærulið voru konunni gefin að sök, auk þjófnaðar, fjársvik með því að hafa blekkt starfsmann á afgreiðslukassa. Hún hafi svikið út Underlig svampdýnu að verðmæti 7.600 króna með því að koma fyrir strikamerki af Lindöja sólhlífartjaldi að verðmæti 2.500 króna. Þannig hafi hún svikið 5.100 krónur út úr versluninni. Í dómi héraðsdóms kemur fram að konan hafi játað brot sín án undandráttar við þingfestingu málsins. Því hafi málið verið dómtekið án frekari sönnunarfærslu, eftir að sækjandi og ákærða höfðu tjáð sig um lagaatriði málsins og ákvörðun refsingar. Konan krafðist vægustu refsingar. Við ákvörðun refsingar konunnar var litið til þess að hún hefði ekki áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi, ungs aldurs hennar, skýlausrar játningar hennar hjá lögreglu og fyrir dómi, auk þess að hún hafi sýnt mikla iðrun á þinfestingardegi. „Á hinn bóginn verður ekki framhjá því horft að ákærða er nú sakfelld fyrir [átta] þjófnaðarbrot og [eitt] fjársvikabrot sem öll voru framin á tímabilinu 5. mars - 3. apríl 2022,“ segir í dómnum. Tjón verslunarinnar vegna brotanna nam 62.045 krónum. Að öllu þessu virtu var refsing konunnar ákveðin 60 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Ekki fyrsta strikamerkismálið í IKEA Athæfi konunnar í áttunda ákæruliðnum, að skipta strikamerki vöru út fyrir strikamerki ódýrari vöru, minnir að einhverju leyti á verknaðaraðferð þeirra sem sakfelld voru í IKEA-málunum svokölluðu, fyrir tæpum áratug. Þar hafði fólkið keypt vörur, skipt strikamerkjum þeirra út fyrir strikamerki af dýrari vörum, og skilað vörunum. Þannig fékk fólkið endurgreitt meira en því bar, og hafði þannig fé af IKEA með sviksamlegum hætti. Fjármunirnir sem voru undir í þeim málum voru þó talsvert meiri, en í frétt Stöðvar 2 um málin árið 2014 sagði Þórarinn Ævarsson, þáverandi framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, að tjón verslunarinnar væri nálægt tíu milljónum króna. Dómsmál Garðabær IKEA Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Sjá meira
Dómurinn féll fyrr í þessum mánuði, en konan var ákærð í lok ágúst. Ákæran á hendur henni var í átta liðum. Fyrstu sjö liðirnir sneru allir að þjófnaði konunnar á munum úr verslun IKEA. Meðal þess sem konunni var gefið að sök að hafa stolið voru sængurverasett, borðbúnaður og veggljós. Í áttunda ákærulið voru konunni gefin að sök, auk þjófnaðar, fjársvik með því að hafa blekkt starfsmann á afgreiðslukassa. Hún hafi svikið út Underlig svampdýnu að verðmæti 7.600 króna með því að koma fyrir strikamerki af Lindöja sólhlífartjaldi að verðmæti 2.500 króna. Þannig hafi hún svikið 5.100 krónur út úr versluninni. Í dómi héraðsdóms kemur fram að konan hafi játað brot sín án undandráttar við þingfestingu málsins. Því hafi málið verið dómtekið án frekari sönnunarfærslu, eftir að sækjandi og ákærða höfðu tjáð sig um lagaatriði málsins og ákvörðun refsingar. Konan krafðist vægustu refsingar. Við ákvörðun refsingar konunnar var litið til þess að hún hefði ekki áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi, ungs aldurs hennar, skýlausrar játningar hennar hjá lögreglu og fyrir dómi, auk þess að hún hafi sýnt mikla iðrun á þinfestingardegi. „Á hinn bóginn verður ekki framhjá því horft að ákærða er nú sakfelld fyrir [átta] þjófnaðarbrot og [eitt] fjársvikabrot sem öll voru framin á tímabilinu 5. mars - 3. apríl 2022,“ segir í dómnum. Tjón verslunarinnar vegna brotanna nam 62.045 krónum. Að öllu þessu virtu var refsing konunnar ákveðin 60 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Ekki fyrsta strikamerkismálið í IKEA Athæfi konunnar í áttunda ákæruliðnum, að skipta strikamerki vöru út fyrir strikamerki ódýrari vöru, minnir að einhverju leyti á verknaðaraðferð þeirra sem sakfelld voru í IKEA-málunum svokölluðu, fyrir tæpum áratug. Þar hafði fólkið keypt vörur, skipt strikamerkjum þeirra út fyrir strikamerki af dýrari vörum, og skilað vörunum. Þannig fékk fólkið endurgreitt meira en því bar, og hafði þannig fé af IKEA með sviksamlegum hætti. Fjármunirnir sem voru undir í þeim málum voru þó talsvert meiri, en í frétt Stöðvar 2 um málin árið 2014 sagði Þórarinn Ævarsson, þáverandi framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, að tjón verslunarinnar væri nálægt tíu milljónum króna.
Dómsmál Garðabær IKEA Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Sjá meira