Gabríel nýr forseti Uppreisnar Atli Ísleifsson skrifar 10. október 2023 08:27 Gabríel Ingimarsson er nýr forseti Uppreisnar. Uppreisn Gabríel Ingimarsson var kjörinn nýr forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, á aðalfundi félagsins sem fram fór síðustu helgi. Hann hafði betur í forsetakjöri gegn Emmu Ósk Ragnarsdóttur. Í tilkynningu kemur fram að Gabríel sé 24 ára viðskiptafræðingur og hafi verið virkur í starfi Viðreisnar og Uppreisnar síðastliðin tvö ár. „Hann var um tíma formaður utanríkisnefndar Viðreisnar og tók þátt í málefnaráði Viðreisnar sem fulltrúi alþjóða og utanríkismála. Þá var Draumey Ósk Ómarsdóttir kjörinn varaforseti. Kosið var um fimm meðstjórnendur í framkvæmdastjórn og hlutu kjör þau Emma Ósk Ragnarsdóttir, Einar Geir Jónasson, Ingunn Rós Kristjánsdóttir, Máni Þór Magnason og Stefanía Reynisdóttir,“ segir í tilkynningunni. Nýkjörin stjórn Uppreisnar: Ingunn Rós Kristjándóttir, Gabríel Ingimarsson, Máni Þór Magnason og Einar Geir Jónsson. Neðri röð frá hægri til vinstri - Stefanía Reynisdóttir, Draumey Ósk Ómarsdóttir og Emma Ósk Ragnarsdóttir.Uppreisn Þar er haft eftir Gabríel að hann sé sannfærður um að frjálslynd stefna sé vel í stakk búin að kljást við brýn málefni samtímans. „Heilbrigðiskerfið hreinlega kallar eftir blönduðum rekstri, fasteignamarkaðurinn er í fjötrum regluverks og útgjaldablæti yfirvalda er komin út fyrir öll velsæmismörk - þrátt fyrir hækkun áfengisgjaldsins - og ungu fólki er sendur reikningurinn. Ég er spenntur að leiða Uppreisn áfram af krafti næsta árið, en falleg fyrirheit eru einskis virði ef þeim fylgir ekki áætlun. Þess vegna verður með mínum fyrstu verkum að hefja stefnumótandi vinnu fyrir félagið og undirbúa okkur fyrir kosningar sem gætu verið á næsta leyti ef marka má uppátæki ýmissa ráðherra hér á síðustu misserum,” segir Gabríel. Árleg Uppreisnarverðlaun veitt Á aðalfundinum voru hin árlegu Uppreisnarverðlaun veitt í sjötta sinn fyrir framúrskarandi og óeigingjarnt starf í þágu frelsis, jafnréttis og opnara samfélags. Verðlaunin eru veitt í tvennu lagi. Annars vegar til einstaklings og hins vegar til fyrirtækis, stofnunar eða samtaka. Ingileif Friðriksdóttir, Natan Kolbeinsson fráfarandi forseti Uppreisnar, og Eyþór Máni Stefánsson verkefnastjóri Hopp.Uppreisn „Einstaklingsverðlaunin voru veitt Ingileif Friðriksdóttur fyrir að auka sýnileika hinsegin fólks í samfélaginu. Í gegnum Hinseginleikann og viðamikla fræðslu hefur Ingileif verið mikilvæg í baráttunni fyrir frelsi einstaklingsins til að lifa sínu lífi eftir eigin höfði. Uppreisnarverðlaunin í flokki fyrirtækis, stofnunar eða samtaka voru veitt Hopp fyrir framlag sitt til aukins valfrelsis fólks í samgöngum ásamt því að auka samkeppni á leigubílamarkaði. Innkoma Hopp á leigubílamarkaðinn opnaði á samkeppni sem er neytendum ótvírætt til góða. Á rafhlaupahjóla-markaði hefur Hopp rutt brautina fyrir nýjum og skemmtilegum samgöngumáta sem hefur sett nýjan brag á borgina og fjölda annarra sveitarfélaga um land allt. Eyþór Máni Stefánsson, verkefnastjóri Hopp, tók á móti verðlaununum,“ segir í tilkynningunni. Viðreisn Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að Gabríel sé 24 ára viðskiptafræðingur og hafi verið virkur í starfi Viðreisnar og Uppreisnar síðastliðin tvö ár. „Hann var um tíma formaður utanríkisnefndar Viðreisnar og tók þátt í málefnaráði Viðreisnar sem fulltrúi alþjóða og utanríkismála. Þá var Draumey Ósk Ómarsdóttir kjörinn varaforseti. Kosið var um fimm meðstjórnendur í framkvæmdastjórn og hlutu kjör þau Emma Ósk Ragnarsdóttir, Einar Geir Jónasson, Ingunn Rós Kristjánsdóttir, Máni Þór Magnason og Stefanía Reynisdóttir,“ segir í tilkynningunni. Nýkjörin stjórn Uppreisnar: Ingunn Rós Kristjándóttir, Gabríel Ingimarsson, Máni Þór Magnason og Einar Geir Jónsson. Neðri röð frá hægri til vinstri - Stefanía Reynisdóttir, Draumey Ósk Ómarsdóttir og Emma Ósk Ragnarsdóttir.Uppreisn Þar er haft eftir Gabríel að hann sé sannfærður um að frjálslynd stefna sé vel í stakk búin að kljást við brýn málefni samtímans. „Heilbrigðiskerfið hreinlega kallar eftir blönduðum rekstri, fasteignamarkaðurinn er í fjötrum regluverks og útgjaldablæti yfirvalda er komin út fyrir öll velsæmismörk - þrátt fyrir hækkun áfengisgjaldsins - og ungu fólki er sendur reikningurinn. Ég er spenntur að leiða Uppreisn áfram af krafti næsta árið, en falleg fyrirheit eru einskis virði ef þeim fylgir ekki áætlun. Þess vegna verður með mínum fyrstu verkum að hefja stefnumótandi vinnu fyrir félagið og undirbúa okkur fyrir kosningar sem gætu verið á næsta leyti ef marka má uppátæki ýmissa ráðherra hér á síðustu misserum,” segir Gabríel. Árleg Uppreisnarverðlaun veitt Á aðalfundinum voru hin árlegu Uppreisnarverðlaun veitt í sjötta sinn fyrir framúrskarandi og óeigingjarnt starf í þágu frelsis, jafnréttis og opnara samfélags. Verðlaunin eru veitt í tvennu lagi. Annars vegar til einstaklings og hins vegar til fyrirtækis, stofnunar eða samtaka. Ingileif Friðriksdóttir, Natan Kolbeinsson fráfarandi forseti Uppreisnar, og Eyþór Máni Stefánsson verkefnastjóri Hopp.Uppreisn „Einstaklingsverðlaunin voru veitt Ingileif Friðriksdóttur fyrir að auka sýnileika hinsegin fólks í samfélaginu. Í gegnum Hinseginleikann og viðamikla fræðslu hefur Ingileif verið mikilvæg í baráttunni fyrir frelsi einstaklingsins til að lifa sínu lífi eftir eigin höfði. Uppreisnarverðlaunin í flokki fyrirtækis, stofnunar eða samtaka voru veitt Hopp fyrir framlag sitt til aukins valfrelsis fólks í samgöngum ásamt því að auka samkeppni á leigubílamarkaði. Innkoma Hopp á leigubílamarkaðinn opnaði á samkeppni sem er neytendum ótvírætt til góða. Á rafhlaupahjóla-markaði hefur Hopp rutt brautina fyrir nýjum og skemmtilegum samgöngumáta sem hefur sett nýjan brag á borgina og fjölda annarra sveitarfélaga um land allt. Eyþór Máni Stefánsson, verkefnastjóri Hopp, tók á móti verðlaununum,“ segir í tilkynningunni.
Viðreisn Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Sjá meira