Verstappen á ráspól en titillinn gæti verið í höfn áður en lagt verður af stað Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. október 2023 11:30 Max Verstappen er hársbreidd frá því að tryggja sér sinn þriðja heimsmeistaratitil. Mark Thompson/Getty Images Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen verður á ráspól þegar farið verður af stað í katarska kappakstrinum í Formúlu 1 á morgun. Það gæti þó verið að Hollendingurinn verði búinn að tryggja sér heimsmeistaratitilinn áður en ökumenn leggja af stað. Verstappen tryggði sér ráspól í tímatökunum í gær með nokkrum yfirburðum. Hann kom í mark á 1:23,778, tæplega hálfri sekúndu hraðari en George Russell á Marcedes sem kom í mark á næst besta tímanum. Verstappen mun því ræsa fremstur í katarska kappakstrinum á morgun, Russell annar og Lewis Hamilton á Mercedes þriðji. Liðsfélagi Verstappens á Red Bull, Sergio Perez, komst hins vegar ekki í gegnum annan hluta tímatökunnar og ræsir því þrettándi. Heimsmeistarinn Verstappen er með gríðarlega yfirburði í heimsmeistarakeppni ökumanna og er hann með 177 stiga forskot á liðsfélaga sinn fyrir kappakstur helgarinnar. Perez er sá eini sem á enn tölfræðilegan möguleika á að ná Verstappen, en Hollendingurinn þarf aðeins þrjú stig í viðbót til að tryggja sér sinn þriðja heimsmeistaratitil í röð. Title #3 now loading...⏳@Max33Verstappen just needs to out-score his team mate by three points across the Qatar weekend to be crowned champion for the third time 👑👑👑#QatarGP #F1Sprint pic.twitter.com/SfzsLsRZgc— Formula 1 (@F1) October 2, 2023 Það þýðir að Verstappen getur tryggt sér heimsmeistaratitilinn strax í dag, þrátt fyrir að keppnin sjálf sé ekki fyrr en á morgun. Það er vegna þess að í dag fer fram sprettkeppni þar sem hægt er að næla sér í allt að átta stig. Takist Verstappen að næla sér í þremur stigum meira en Perez í sprettkeppninni í dag er Hollendingurinn því heimsmeistari þriðja árið í röð og verður um leið sá fyrsti í sögunni til að tryggja sér heimsmeistaratitil í sprettkeppni. Akstursíþróttir Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Verstappen tryggði sér ráspól í tímatökunum í gær með nokkrum yfirburðum. Hann kom í mark á 1:23,778, tæplega hálfri sekúndu hraðari en George Russell á Marcedes sem kom í mark á næst besta tímanum. Verstappen mun því ræsa fremstur í katarska kappakstrinum á morgun, Russell annar og Lewis Hamilton á Mercedes þriðji. Liðsfélagi Verstappens á Red Bull, Sergio Perez, komst hins vegar ekki í gegnum annan hluta tímatökunnar og ræsir því þrettándi. Heimsmeistarinn Verstappen er með gríðarlega yfirburði í heimsmeistarakeppni ökumanna og er hann með 177 stiga forskot á liðsfélaga sinn fyrir kappakstur helgarinnar. Perez er sá eini sem á enn tölfræðilegan möguleika á að ná Verstappen, en Hollendingurinn þarf aðeins þrjú stig í viðbót til að tryggja sér sinn þriðja heimsmeistaratitil í röð. Title #3 now loading...⏳@Max33Verstappen just needs to out-score his team mate by three points across the Qatar weekend to be crowned champion for the third time 👑👑👑#QatarGP #F1Sprint pic.twitter.com/SfzsLsRZgc— Formula 1 (@F1) October 2, 2023 Það þýðir að Verstappen getur tryggt sér heimsmeistaratitilinn strax í dag, þrátt fyrir að keppnin sjálf sé ekki fyrr en á morgun. Það er vegna þess að í dag fer fram sprettkeppni þar sem hægt er að næla sér í allt að átta stig. Takist Verstappen að næla sér í þremur stigum meira en Perez í sprettkeppninni í dag er Hollendingurinn því heimsmeistari þriðja árið í röð og verður um leið sá fyrsti í sögunni til að tryggja sér heimsmeistaratitil í sprettkeppni.
Akstursíþróttir Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira