Ef þið megið veiða og sleppa þá megum við setja tug milljóna norskra eldislaxa í ótryggar opnar sjókvíar út um allt land! Friðleifur Guðmundsson skrifar 5. október 2023 16:00 Það er óhætt að segja að sjókvíaeldisiðnaðurinn á Íslandi hefur átt undir mikið högg að sækja undanfarið. Nýjasta mengunarslys norska sjókvíaeldisfyrirtækisins Artic Fish hefur haft skelfilegar afleiðingar í för með sér og í dag er með öllu óljóst hversu alvarlegar afleiðingarnar verða. Það mun koma í ljós við erfðafræðirannsóknir á komandi árum. Erfðablöndun íslenska laxastofnsins við norska eldislaxa er alvarlegasta manngerða ógnin sem villti laxastofninn stendur frammi fyrir og verði ekkert að gert þá verða afleiðingarnar hræðilegar. Lúsafár í sjókvíaeldisiðnaðinum fylgir fast á eftir sem önnur stærsta ógnin fyrir villta stofna og munu Íslendingar eflaust sjá meira af vandamálum tengdum lúsinni á komandi árum samhliða auknum framleiðsluheimildum í sjókvíaeldisiðnaðinum. Því skal haldið til haga að stjórnvöld bera fyrst og fremst ábyrgð á því ástandi sem hér er komið upp. Það er þó ekki hægt að horfa fram hjá því að sjókvíaeldisiðnaðurinn er öflug maskína sem ver hagsmuni hluthafa sinna með gríðarlegum áróðri og oft ósannindum. Ítrekað er því haldið fram að umhverfisáhrifin séu lítil sem engin og íslenska laxastofninum stafi engin raunveruleg ógn af þeirri tifandi tímasprengju sem sjókvíaeldisiðnaðurinn á Íslandi er. Með áróðri sínum tekst iðnaðinum oft að slá ryk í augu almennings og því miður ráðamönnum þjóðarinnar líka. Ein helsta röksemdarfærsla talsmanna norsku sjókvíaeldisfyrirtækjanna er að úthrópa veiðimenn fyrir að veiða og sleppa sem og nýverið einnig fyrir að drepa bráðina. Veiða og sleppa er aðgerð sem farið var í til að vernda stofninn og til að sporna við hnignun hans og hafði stórlöxum fækkað gríðarlega síðustu áratugi. Allir eiga rétt sinni skoðun og áhrifum veiða og sleppa en rannsóknir hafa sýnt að ef rétt er staðið að því þá eru áhrifin jákvæð fyrir stofninn. Þá hafa miklar umbætur verið gerðar á veiðistjórnunarkerfi í íslenskum ám undanfarna áratugi og er veiðiálag hér á landi minna en þekkist víða annars staðar. Talsmenn norsku sjókvíaeldisfyrirtækjanna segja óspart „treystum vísindunum“. Að mati ICES, sem er alþjóðlegt samstarf vísindamanna um ástand fiskstofna, er ofveiði í íslenskum ám ekki helsta hætta sem villti laxastofninn stendur frammi fyrir. Laxeldi í opnum sjókvíum er það hins vegar. Röksemdafærsla talsmanna norsku sjókvíaeldisfyrirtækjanna virðist einnig vera mikið á þá leið að ef þið (veiðimenn) megið veiða og sleppa og drepa, þá megum við (sjókvíaeldismenn) setja tugi milljóna norskra eldisfiska í ótryggan og óöruggan búnað í sjó við strendur Íslands og ógna þannig tilvist villtra laxastofna. Ef fólk hættir að veiða lax ætla sjókvíaeldisiðnaðurinn þá að hætta að rækta lax í opnum sjókvíum? Höfundur er formaður NASF og starfandi lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Það er óhætt að segja að sjókvíaeldisiðnaðurinn á Íslandi hefur átt undir mikið högg að sækja undanfarið. Nýjasta mengunarslys norska sjókvíaeldisfyrirtækisins Artic Fish hefur haft skelfilegar afleiðingar í för með sér og í dag er með öllu óljóst hversu alvarlegar afleiðingarnar verða. Það mun koma í ljós við erfðafræðirannsóknir á komandi árum. Erfðablöndun íslenska laxastofnsins við norska eldislaxa er alvarlegasta manngerða ógnin sem villti laxastofninn stendur frammi fyrir og verði ekkert að gert þá verða afleiðingarnar hræðilegar. Lúsafár í sjókvíaeldisiðnaðinum fylgir fast á eftir sem önnur stærsta ógnin fyrir villta stofna og munu Íslendingar eflaust sjá meira af vandamálum tengdum lúsinni á komandi árum samhliða auknum framleiðsluheimildum í sjókvíaeldisiðnaðinum. Því skal haldið til haga að stjórnvöld bera fyrst og fremst ábyrgð á því ástandi sem hér er komið upp. Það er þó ekki hægt að horfa fram hjá því að sjókvíaeldisiðnaðurinn er öflug maskína sem ver hagsmuni hluthafa sinna með gríðarlegum áróðri og oft ósannindum. Ítrekað er því haldið fram að umhverfisáhrifin séu lítil sem engin og íslenska laxastofninum stafi engin raunveruleg ógn af þeirri tifandi tímasprengju sem sjókvíaeldisiðnaðurinn á Íslandi er. Með áróðri sínum tekst iðnaðinum oft að slá ryk í augu almennings og því miður ráðamönnum þjóðarinnar líka. Ein helsta röksemdarfærsla talsmanna norsku sjókvíaeldisfyrirtækjanna er að úthrópa veiðimenn fyrir að veiða og sleppa sem og nýverið einnig fyrir að drepa bráðina. Veiða og sleppa er aðgerð sem farið var í til að vernda stofninn og til að sporna við hnignun hans og hafði stórlöxum fækkað gríðarlega síðustu áratugi. Allir eiga rétt sinni skoðun og áhrifum veiða og sleppa en rannsóknir hafa sýnt að ef rétt er staðið að því þá eru áhrifin jákvæð fyrir stofninn. Þá hafa miklar umbætur verið gerðar á veiðistjórnunarkerfi í íslenskum ám undanfarna áratugi og er veiðiálag hér á landi minna en þekkist víða annars staðar. Talsmenn norsku sjókvíaeldisfyrirtækjanna segja óspart „treystum vísindunum“. Að mati ICES, sem er alþjóðlegt samstarf vísindamanna um ástand fiskstofna, er ofveiði í íslenskum ám ekki helsta hætta sem villti laxastofninn stendur frammi fyrir. Laxeldi í opnum sjókvíum er það hins vegar. Röksemdafærsla talsmanna norsku sjókvíaeldisfyrirtækjanna virðist einnig vera mikið á þá leið að ef þið (veiðimenn) megið veiða og sleppa og drepa, þá megum við (sjókvíaeldismenn) setja tugi milljóna norskra eldisfiska í ótryggan og óöruggan búnað í sjó við strendur Íslands og ógna þannig tilvist villtra laxastofna. Ef fólk hættir að veiða lax ætla sjókvíaeldisiðnaðurinn þá að hætta að rækta lax í opnum sjókvíum? Höfundur er formaður NASF og starfandi lögmaður.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar