Er skóli með menntuðum kennurum draumsýn? Mjöll Matthíasdóttir skrifar 3. október 2023 09:00 Íslenskir kennarar, ásamt kollegum um alla Evrópu, nýta fyrstu vikuna í október til að vekja athygli á kennarastarfinu. Hagsmunir og áskoranir kennara um allan heim eru af líkum toga. Fleiri menntaða kennara vantar til starfa og víða er pottur brotinn er kemur að starfsaðstæðum, faglegu sjálfstæði og möguleikum til starfsþróunar. Evrópsku kennarasamtökin, ETUCE, hafa sett fram áherslur í tíu liðum sem allar hljóma kunnuglega í eyrum íslenskra kennara. Ég hvet kennara til að kynna sér lykilþættina 10, leggja orð í belg og segja frá sinni reynslu undir myllumerkinu #kennaravikan. Hér á landi höfum við lögfest að til að nota starfsheitið kennari og starfa við leik-, grunn- eða framhaldsskóla á vegum opinberra aðila, eða við aðra hliðstæða skóla, þurfi leyfisbréf og hæfni sem nánar er kveðið á um í reglugerð. Lög um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla nr. 95/2019 tóku gildi 1. janúar 2020 og reglugerð nr. 1355/2022 fjallar um almenna og sérhæfða hæfni sem krafist er af kennurum. En er skóli með hæfum og vel menntuðum kennurum raunveruleiki eða bara draumsýn? Alveg eins og íbúum þessa lands fjölgar, þá fjölgar líka nemendum í skólum. Ný hverfi rísa og sem betur fer nýir skólar líka. Það gefur því auga leið að það þarf fleiri kennara. Átak til að fjölga nemum í kennaranámi hefur skilað einhverjum árangri en það dugir samt engan veginn til. Undanfarin ár hefur þurft að gefa fleiri undanþágur frá lögum og ráða leiðbeinendur til starfa í skólum. Það veldur álagi á þá sem fyrir starfa í skólunum. Við sem samfélag verðum að búa þannig um hnútana að börn þessa lands fái gæðamenntun í sínum uppvexti. Treysta þarf fagmennsku kennaranna. Skólar eiga að vera fyrirmyndarvinnustaðir bæði fyrir nemendur og starfsfólk og þar er víða verk að vinna sem rekstraraðilar skóla verða að setja í forgang. Vinnuaðstæður í víðum skilningi eru áhrifaþáttur á gæði skólastarfs. Huga þarf að nemendafjölda og samsetningu námshópa. Heilsuspillandi skólahúsnæði á ekki að líðast en það er því miður víða staðan eins og fréttaflutningur síðustu missera sannar. Úrbætur í þeim efnum þola enga bið. Ein áskorunin sem skólastarfi mætir er fjölgun nemenda með annað móðurmál en íslensku. Ársfundur Félags grunnskólakennara lýsti nýlega yfir miklum áhyggjum vegna skorts á skipulagi, fjármögnun og mönnun sem skólar glíma við vegna fjölgunar nemenda með erlendan bakgrunn. Þær áhyggjur koma frá kennurum sem daglega sinna þessum nemendum. Þeir vilja svo sannarlega sinna þessu verkefni af fagmennsku, með hagsmuni nemenda að leiðarljósi, en upplifa álag því þá skortir námsefni og bjargir. Árlegt Skólamálaþing Kennarasambands Íslands verður haldið á morgun, miðvikudaginn 4. október. Yfirskriftin er „Með opnum örmum; hvernig tökum við sem best á móti nemendum af erlendum uppruna?” Skólamálaþingið verður haldið í Stórholti, sal Kennarasambandsins við Borgartún, en því verður einnig streymt og er upplýsingar að finna á vef KÍ. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mjöll Matthíasdóttir Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Sjá meira
Íslenskir kennarar, ásamt kollegum um alla Evrópu, nýta fyrstu vikuna í október til að vekja athygli á kennarastarfinu. Hagsmunir og áskoranir kennara um allan heim eru af líkum toga. Fleiri menntaða kennara vantar til starfa og víða er pottur brotinn er kemur að starfsaðstæðum, faglegu sjálfstæði og möguleikum til starfsþróunar. Evrópsku kennarasamtökin, ETUCE, hafa sett fram áherslur í tíu liðum sem allar hljóma kunnuglega í eyrum íslenskra kennara. Ég hvet kennara til að kynna sér lykilþættina 10, leggja orð í belg og segja frá sinni reynslu undir myllumerkinu #kennaravikan. Hér á landi höfum við lögfest að til að nota starfsheitið kennari og starfa við leik-, grunn- eða framhaldsskóla á vegum opinberra aðila, eða við aðra hliðstæða skóla, þurfi leyfisbréf og hæfni sem nánar er kveðið á um í reglugerð. Lög um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla nr. 95/2019 tóku gildi 1. janúar 2020 og reglugerð nr. 1355/2022 fjallar um almenna og sérhæfða hæfni sem krafist er af kennurum. En er skóli með hæfum og vel menntuðum kennurum raunveruleiki eða bara draumsýn? Alveg eins og íbúum þessa lands fjölgar, þá fjölgar líka nemendum í skólum. Ný hverfi rísa og sem betur fer nýir skólar líka. Það gefur því auga leið að það þarf fleiri kennara. Átak til að fjölga nemum í kennaranámi hefur skilað einhverjum árangri en það dugir samt engan veginn til. Undanfarin ár hefur þurft að gefa fleiri undanþágur frá lögum og ráða leiðbeinendur til starfa í skólum. Það veldur álagi á þá sem fyrir starfa í skólunum. Við sem samfélag verðum að búa þannig um hnútana að börn þessa lands fái gæðamenntun í sínum uppvexti. Treysta þarf fagmennsku kennaranna. Skólar eiga að vera fyrirmyndarvinnustaðir bæði fyrir nemendur og starfsfólk og þar er víða verk að vinna sem rekstraraðilar skóla verða að setja í forgang. Vinnuaðstæður í víðum skilningi eru áhrifaþáttur á gæði skólastarfs. Huga þarf að nemendafjölda og samsetningu námshópa. Heilsuspillandi skólahúsnæði á ekki að líðast en það er því miður víða staðan eins og fréttaflutningur síðustu missera sannar. Úrbætur í þeim efnum þola enga bið. Ein áskorunin sem skólastarfi mætir er fjölgun nemenda með annað móðurmál en íslensku. Ársfundur Félags grunnskólakennara lýsti nýlega yfir miklum áhyggjum vegna skorts á skipulagi, fjármögnun og mönnun sem skólar glíma við vegna fjölgunar nemenda með erlendan bakgrunn. Þær áhyggjur koma frá kennurum sem daglega sinna þessum nemendum. Þeir vilja svo sannarlega sinna þessu verkefni af fagmennsku, með hagsmuni nemenda að leiðarljósi, en upplifa álag því þá skortir námsefni og bjargir. Árlegt Skólamálaþing Kennarasambands Íslands verður haldið á morgun, miðvikudaginn 4. október. Yfirskriftin er „Með opnum örmum; hvernig tökum við sem best á móti nemendum af erlendum uppruna?” Skólamálaþingið verður haldið í Stórholti, sal Kennarasambandsins við Borgartún, en því verður einnig streymt og er upplýsingar að finna á vef KÍ. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun