Braut gegn lögregluþjónum en sagði þá ætla að drepa hann Jón Þór Stefánsson skrifar 3. október 2023 06:30 Að mati Héraðsdóms Reykjavíkur hefði maðurinn mátt gera sér grein fyrir því hvaða afleiðingar gjörðir hans myndu hafa. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir valdstjórnarbrot fyrir að beita tvo lögregluþjóna ofbeldi. Maðurinn neitaði sök og hélt því fram að annar lögregluþjónninn hafi ætlað að drepa hann, og því sagðist því halda að þeir myndu drepa hann. Maðurinn var ákærður fyrir ofbeldisbrot gagnvart lögregluþjónunum annars vegar með því að grípa um höfuð annars þeirra og þrýsta fingrum sínum í auga hans. Og hins vegar grípa um andlit hins lögregluþjónsins, klípa í kinnina á honum og ýta utan í ísskáp. Í ákæru kemur fram að báðir lögreglumennirnir hafi hlotið einhverja áverka vegna þess. Atvik málsins áttu sér stað í september í fyrra. Þá var lögregla kölluð til vegna mannsins þar sem hann var að reyna að komast inn í íbúð. Þegar lögreglu bar að garði var hann kominn inn í íbúðina og var samkvæmt lögregluskýrslu í annarlegu ástandi, ör og óðamála, og þá segir að hann hafi verið ber að ofan og skólaus. Samkvæmt skýrslunni gekk erfiðlega að ræða við manninn í íbúðinni og hann ekki sagður fylgja fyrirmælum. Annar lögregluþjónninn hafi beðið hann ítrekað um að leggjast á magan, og síðan tilkynnt honum að piparúða yrði beitt myndi hann ekki hlýða. Maðurinn hafi ekki hlýtt og lögregluþjónninn beitt úðanum sem varð til þess að maðurinn lagðist á magann. Lögregla hafi þá ætlað að færa manninn í handjárn, og verið búin að setja aðra hönd hans í þau, þegar hann hafi skyndilega byrjað að streitast á móti og staðið upp. Þá hafi hann framið brotinn sem hann var ákærður fyrir. Líkt og áður segir neitaði maðurinn sök. Þrátt fyrir það kannaðist hann við að hafa lent í átökum við lögregluna. Hann sagðist ekki hafa haft ásetning til að skaða lögreglumennina. Mótspyrna hans hafi stafað af því að hann vildi komast út úr íbúðinni. Jafnframt sagðist hann hafa fundið fyrir sársauka vegna aðgerða lögreglunnar og þá hafi annar lögreglumaðurinn svarað játandi þegar hann sagðist halda að þeir ætluðu sér að drepa hann. Þó að framburður mannsins hafi verið stöðugur að mati dómsins, þá segir að hann hafi mátt gera sér grein fyrir því hvaða afleiðingar gjörðir hans myndu hafa. Hann hefði mátt gera sér ljóst að hann væri að ráðast að lögreglumönnunum og að slys gæti hlotist af háttseminni. Maðurinn, sem á langan sakaferill að baki, rauf reynslulausn sem hann hlaut frá dómi árið 2020. Hann var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi og gert að greiða 25 þúsund krónur í sakarkostnað og 540 þúsund í málsvarnarlaun verjanda síns. Dómsmál Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir ofbeldisbrot gagnvart lögregluþjónunum annars vegar með því að grípa um höfuð annars þeirra og þrýsta fingrum sínum í auga hans. Og hins vegar grípa um andlit hins lögregluþjónsins, klípa í kinnina á honum og ýta utan í ísskáp. Í ákæru kemur fram að báðir lögreglumennirnir hafi hlotið einhverja áverka vegna þess. Atvik málsins áttu sér stað í september í fyrra. Þá var lögregla kölluð til vegna mannsins þar sem hann var að reyna að komast inn í íbúð. Þegar lögreglu bar að garði var hann kominn inn í íbúðina og var samkvæmt lögregluskýrslu í annarlegu ástandi, ör og óðamála, og þá segir að hann hafi verið ber að ofan og skólaus. Samkvæmt skýrslunni gekk erfiðlega að ræða við manninn í íbúðinni og hann ekki sagður fylgja fyrirmælum. Annar lögregluþjónninn hafi beðið hann ítrekað um að leggjast á magan, og síðan tilkynnt honum að piparúða yrði beitt myndi hann ekki hlýða. Maðurinn hafi ekki hlýtt og lögregluþjónninn beitt úðanum sem varð til þess að maðurinn lagðist á magann. Lögregla hafi þá ætlað að færa manninn í handjárn, og verið búin að setja aðra hönd hans í þau, þegar hann hafi skyndilega byrjað að streitast á móti og staðið upp. Þá hafi hann framið brotinn sem hann var ákærður fyrir. Líkt og áður segir neitaði maðurinn sök. Þrátt fyrir það kannaðist hann við að hafa lent í átökum við lögregluna. Hann sagðist ekki hafa haft ásetning til að skaða lögreglumennina. Mótspyrna hans hafi stafað af því að hann vildi komast út úr íbúðinni. Jafnframt sagðist hann hafa fundið fyrir sársauka vegna aðgerða lögreglunnar og þá hafi annar lögreglumaðurinn svarað játandi þegar hann sagðist halda að þeir ætluðu sér að drepa hann. Þó að framburður mannsins hafi verið stöðugur að mati dómsins, þá segir að hann hafi mátt gera sér grein fyrir því hvaða afleiðingar gjörðir hans myndu hafa. Hann hefði mátt gera sér ljóst að hann væri að ráðast að lögreglumönnunum og að slys gæti hlotist af háttseminni. Maðurinn, sem á langan sakaferill að baki, rauf reynslulausn sem hann hlaut frá dómi árið 2020. Hann var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi og gert að greiða 25 þúsund krónur í sakarkostnað og 540 þúsund í málsvarnarlaun verjanda síns.
Dómsmál Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira