Íslendingur lýsir ástandinu í New York sem súrrealísku Kristín Ólafsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 30. september 2023 20:52 Neyðarástandi hefur einnig verið lýst yfir á Long Island eyjunni og Husdon Valley svæðinu. AP Neyðarástandi var lýst yfir í New York-borg og víðar í gær vegna mestu rigninga á svæðinu í sjötíu ár. Íslendingur sem búsettur hefur verið í borginni í áratug segir ástandið súrrealískt. Götur breyttust í straumþungar ár og samgöngur lömuðust. Ríkisstjóri New York lýsti ástandinu sem skapaðist í borginni í gær sem lífshættulegu. Rigningarveðrið var enda með ólíkindum . Hálfgerðar ár mynduðust á götum og samgöngur voru í algjörum lamasessi. Eins og Íslendingur sem búið hefur í borginni um langt skeið reyndi á eigin skinni í gær. „Ég fór í klippingu í miðri borg, ég bý í Brooklyn. Það var næstum því þriggja tíma ferðalag. Eitthvað sem hefði átt að vera fjörutíu mínútur. Það var bara rosalegt flóð alls staðar,“ segir Stefán Jóhann Sigurðsson, íbúi í New York-borg. „Við þurfum að þræða götur sem þú venjulega ferð ekki, bara til þessað komast yfir í borgina. Og það var fullt af svæðum sem var lokað og náttúrlega umferðin hræðileg eftir því,“ bætir hann við. „Og maður hefur bara séð myndir og vídeó frá vinum og kunningjum þar sem heimili hafa flætt, húsnæði ónýtt, bílar sem fljóta bara í ám sem voru áður götur, sem er svolítið súrrealískt að sjá.“ Úrkoma í New York mældist sums staðar upp undir tuttugu sentímetra í gær og loka þurfti flugstöð á La Guardia flugvellinum um tíma eftir að flæddi inn í hana. Stefán segir New York búa uggandi og fólkið sé sannarlega tíðrætt um loftslagsbreytingar þessa dagana. „Ég held að fólk, vonandi, átti sig betur og betur á því að svona veðurofsi getur hitt fólk hvar sem er og hvenær sem er og það sést að við erum ekkert endilega sérstaklega vel undirbúin undanfarinn áratug. Það hefur ekkert hitt okkur eins harkalega og þessi rigning í gær,“ segir Stefán að lokum. Bandaríkin Náttúruhamfarir Loftslagsmál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í New York vegna skyndiflóða Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í New York borg vegna skyndiflóða sem hafa orðið í kjölfar mikilla rigninga í ríkinu. 29. september 2023 22:43 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sjá meira
Ríkisstjóri New York lýsti ástandinu sem skapaðist í borginni í gær sem lífshættulegu. Rigningarveðrið var enda með ólíkindum . Hálfgerðar ár mynduðust á götum og samgöngur voru í algjörum lamasessi. Eins og Íslendingur sem búið hefur í borginni um langt skeið reyndi á eigin skinni í gær. „Ég fór í klippingu í miðri borg, ég bý í Brooklyn. Það var næstum því þriggja tíma ferðalag. Eitthvað sem hefði átt að vera fjörutíu mínútur. Það var bara rosalegt flóð alls staðar,“ segir Stefán Jóhann Sigurðsson, íbúi í New York-borg. „Við þurfum að þræða götur sem þú venjulega ferð ekki, bara til þessað komast yfir í borgina. Og það var fullt af svæðum sem var lokað og náttúrlega umferðin hræðileg eftir því,“ bætir hann við. „Og maður hefur bara séð myndir og vídeó frá vinum og kunningjum þar sem heimili hafa flætt, húsnæði ónýtt, bílar sem fljóta bara í ám sem voru áður götur, sem er svolítið súrrealískt að sjá.“ Úrkoma í New York mældist sums staðar upp undir tuttugu sentímetra í gær og loka þurfti flugstöð á La Guardia flugvellinum um tíma eftir að flæddi inn í hana. Stefán segir New York búa uggandi og fólkið sé sannarlega tíðrætt um loftslagsbreytingar þessa dagana. „Ég held að fólk, vonandi, átti sig betur og betur á því að svona veðurofsi getur hitt fólk hvar sem er og hvenær sem er og það sést að við erum ekkert endilega sérstaklega vel undirbúin undanfarinn áratug. Það hefur ekkert hitt okkur eins harkalega og þessi rigning í gær,“ segir Stefán að lokum.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Loftslagsmál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í New York vegna skyndiflóða Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í New York borg vegna skyndiflóða sem hafa orðið í kjölfar mikilla rigninga í ríkinu. 29. september 2023 22:43 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sjá meira
Neyðarástandi lýst yfir í New York vegna skyndiflóða Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í New York borg vegna skyndiflóða sem hafa orðið í kjölfar mikilla rigninga í ríkinu. 29. september 2023 22:43