Svar til lögmanns Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 29. september 2023 17:01 Á Vísi er í dag, 29. sept., að finna grein eftir Sævar Þór Jónsson lögmann, þar sem hann skrifar um gagnrýni, sem ég birti á fasbókarsíðu minni um daginn. Notar greinarhöfundur fyrirsögnina: „Jón Steinar tekur upp hanskann“. Er svo að skilja á honum að ég hafi verið efnislega fylgjandi niðurstöðu dómarans. Þessi málflutningur er auðvitað afbökun á efni greinar minnar. Ég var að gagnrýna fréttaflutning RÚV. Þar var fjallað um afgreiðslu dómsins á refsikröfu á hendur sakborningnum. Gagnrýni mín laut að því að í fr,ett RÚV hefði við þessa umfjöllun um dóminn ekki verið vikið að ítarlegum rökstuðningi héraðsdómarans um ástæður þess að refsingin var felld niður. Sérfræðilæknir mat þennan sakborning ósakhæfan og var það meginástæða dómsins um niðurfellingu refsingarinnar, eins og dómarinn gerði grein fyrir í forsendum sínum. Í grein minni var spurt: „Hvernig getur fréttastofa ríkisútvarpsins sagt frétt þar sem sérstaklega er fjallað um refsiákvörðun dómarans án þess að víkja einu orði að forsendum dómsins fyrir því að felld sé niður refsing á hendur manninum eins og skylt var samkvæmt lögum?“ Í forsendum dómsins var vísað til ákvæðis í 15. gr almennra hegningarlaga þar sem segir: „Þeim mönnum skal eigi refsað, sem sökum geðveiki, andlegs vanþroska eða hrörnunar, rænuskerðingar eða annars samsvarandi ástands voru alls ófærir á þeim tíma, er þeir unnu verkið, til að stjórna gerðum sínum.“ Með þessum skrifum var ég ekki að taka upp neinn hanska fyrir efnislega niðurstöðu dómarans einfaldlega vegna þess að ég gat auðvitað ekki lagt neinn dóm á réttmæti þeirrar niðurstöðu hans að telja manninn ósakhæfan. Ég var að gagnrýna fréttaflutninginn um dóminn, þar sem ekki var gerð nein grein fyrir þessu. Höfundur greinarinnar í Vísi er starfandi lögmaður. Hann virðist vilja breyta almennum hegningarlögum á þann veg að refsa megi mönnum sem eru ósakhæfir vegna óskar brotaþola um það. Um þetta var ég ekki að fjalla, en get af þessu tilefni látið í ljósi þá skoðun mína að mér finnst slík breyting á lögunum ekki koma til greina. Vill lögmaðurinn afnema þessa reglu, sem gildir hvarvetna í hinum vestræna heimi? Hann hefur auðvitað fulla heimild til þeirrar afstöðut, þó að ég efist um að hann fái marga kunnáttumenn til að taka undir það sjónarmið. Óþarfi er að hafa mörg orð um þá staðreynd að ofbeldi sem fólk er beitt inni á heimilum þess er með því auvirðislegasta sem þekkist. Á heimilum sínum eiga allir að geta notið öryggis fyrir ofbeldismönnum. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögmennska Dómsmál Fjölmiðlar Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Á Vísi er í dag, 29. sept., að finna grein eftir Sævar Þór Jónsson lögmann, þar sem hann skrifar um gagnrýni, sem ég birti á fasbókarsíðu minni um daginn. Notar greinarhöfundur fyrirsögnina: „Jón Steinar tekur upp hanskann“. Er svo að skilja á honum að ég hafi verið efnislega fylgjandi niðurstöðu dómarans. Þessi málflutningur er auðvitað afbökun á efni greinar minnar. Ég var að gagnrýna fréttaflutning RÚV. Þar var fjallað um afgreiðslu dómsins á refsikröfu á hendur sakborningnum. Gagnrýni mín laut að því að í fr,ett RÚV hefði við þessa umfjöllun um dóminn ekki verið vikið að ítarlegum rökstuðningi héraðsdómarans um ástæður þess að refsingin var felld niður. Sérfræðilæknir mat þennan sakborning ósakhæfan og var það meginástæða dómsins um niðurfellingu refsingarinnar, eins og dómarinn gerði grein fyrir í forsendum sínum. Í grein minni var spurt: „Hvernig getur fréttastofa ríkisútvarpsins sagt frétt þar sem sérstaklega er fjallað um refsiákvörðun dómarans án þess að víkja einu orði að forsendum dómsins fyrir því að felld sé niður refsing á hendur manninum eins og skylt var samkvæmt lögum?“ Í forsendum dómsins var vísað til ákvæðis í 15. gr almennra hegningarlaga þar sem segir: „Þeim mönnum skal eigi refsað, sem sökum geðveiki, andlegs vanþroska eða hrörnunar, rænuskerðingar eða annars samsvarandi ástands voru alls ófærir á þeim tíma, er þeir unnu verkið, til að stjórna gerðum sínum.“ Með þessum skrifum var ég ekki að taka upp neinn hanska fyrir efnislega niðurstöðu dómarans einfaldlega vegna þess að ég gat auðvitað ekki lagt neinn dóm á réttmæti þeirrar niðurstöðu hans að telja manninn ósakhæfan. Ég var að gagnrýna fréttaflutninginn um dóminn, þar sem ekki var gerð nein grein fyrir þessu. Höfundur greinarinnar í Vísi er starfandi lögmaður. Hann virðist vilja breyta almennum hegningarlögum á þann veg að refsa megi mönnum sem eru ósakhæfir vegna óskar brotaþola um það. Um þetta var ég ekki að fjalla, en get af þessu tilefni látið í ljósi þá skoðun mína að mér finnst slík breyting á lögunum ekki koma til greina. Vill lögmaðurinn afnema þessa reglu, sem gildir hvarvetna í hinum vestræna heimi? Hann hefur auðvitað fulla heimild til þeirrar afstöðut, þó að ég efist um að hann fái marga kunnáttumenn til að taka undir það sjónarmið. Óþarfi er að hafa mörg orð um þá staðreynd að ofbeldi sem fólk er beitt inni á heimilum þess er með því auvirðislegasta sem þekkist. Á heimilum sínum eiga allir að geta notið öryggis fyrir ofbeldismönnum. Höfundur er lögmaður.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun