„Erum farnir að sætta okkur við það að stig heldur hinum liðunum frá okkur“ Andri Már Eggertsson skrifar 28. september 2023 21:55 Ómar Ingi, þjálfari HK. Vísir/Hulda Margrét HK gerði 2-2 jafntefli gegn Fylki í Kórnum. HK komst tvisvar yfir og var einum manni fleiri nánast allan leikinn. Ómari Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var svekktur eftir leik. „Við gerðum það sem við töluðum um í hálfleik að við ætluðum alls ekki að gera sem var að lyfta boltanum á hafsentana þeirra en við gerðum það og upp úr því fengum við á okkur skyndisókn og mark,“ sagði Ómar Ingi svekktur eftir leik. Fylkir fékk rautt spjald þegar að tæplega átta mínútur voru liðnar af leiknum og Ómar sagði að það hafi verið erfitt að eiga við Fylki einum fleiri. „Það var erfitt að brjóta þá til baka. Þetta er hörkulið og þegar þeir voru að verjast þá var erfitt að brjóta þá. Þeir voru fljótir fram á við með mikinn hraða og við vorum í vandræðum með þá 11 á móti 10.“ Fylkir fékk víti í fyrri hálfleik og skömmu áður hafði Örvar Eggertsson verið tekinn niður í teignum en fékk ekki víti og Ómar taldi að það mætti brjóta meira á Örvari en öðrum. „Ég veit það ekki. Mér fannst alveg mögulegt að hann hafi farið með sólann á undan sér í Aziz og ekkert endilega verið á undan í boltann en Rúnar er pottþétt ósammála mér.“ „Þeir segja að Örvar hafi ekki átt að fá víti en það þarf rosalega mikið til svo Örvar fái aukaspyrnur eða meira.“ Í stöðunni 2-2 var Fylkir sterkari aðilinn en Ómar taldi ekki um neina heppni hafi verið að ræða að HK hafi fengið stig út úr leiknum. „Þú ert ekki heppinn í fótbolta finnst mér og ég vill ekki meina að við höfum verið heppnir. Þetta var greinilega álíka góð frammistaða í heildina og þar að leiðandi endaði leikurinn með jafntefli.“ HK hefur verið í miklum vandræðum með að ná í sigur. Í síðustu þrettán leikjum hefur HK aðeins unnið einn leik. „Ég held að jafnteflunum hefði fækkað og sigrarnir komið ef ég væri kominn með lausnina. Eftir að við náðum að safna svona mörgum stigum í byrjun erum við farnir að sætta okkur við það að stig heldur hinum liðunum frá okkur. Sérstaklega þegar að við erum að spila gegn þessum liðum en við ætluðum að sækja til sigurs og slíta okkur frá þeim,“ sagði Ómari Ingi Guðmundsson að lokum. HK Besta deild karla Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Sjá meira
„Við gerðum það sem við töluðum um í hálfleik að við ætluðum alls ekki að gera sem var að lyfta boltanum á hafsentana þeirra en við gerðum það og upp úr því fengum við á okkur skyndisókn og mark,“ sagði Ómar Ingi svekktur eftir leik. Fylkir fékk rautt spjald þegar að tæplega átta mínútur voru liðnar af leiknum og Ómar sagði að það hafi verið erfitt að eiga við Fylki einum fleiri. „Það var erfitt að brjóta þá til baka. Þetta er hörkulið og þegar þeir voru að verjast þá var erfitt að brjóta þá. Þeir voru fljótir fram á við með mikinn hraða og við vorum í vandræðum með þá 11 á móti 10.“ Fylkir fékk víti í fyrri hálfleik og skömmu áður hafði Örvar Eggertsson verið tekinn niður í teignum en fékk ekki víti og Ómar taldi að það mætti brjóta meira á Örvari en öðrum. „Ég veit það ekki. Mér fannst alveg mögulegt að hann hafi farið með sólann á undan sér í Aziz og ekkert endilega verið á undan í boltann en Rúnar er pottþétt ósammála mér.“ „Þeir segja að Örvar hafi ekki átt að fá víti en það þarf rosalega mikið til svo Örvar fái aukaspyrnur eða meira.“ Í stöðunni 2-2 var Fylkir sterkari aðilinn en Ómar taldi ekki um neina heppni hafi verið að ræða að HK hafi fengið stig út úr leiknum. „Þú ert ekki heppinn í fótbolta finnst mér og ég vill ekki meina að við höfum verið heppnir. Þetta var greinilega álíka góð frammistaða í heildina og þar að leiðandi endaði leikurinn með jafntefli.“ HK hefur verið í miklum vandræðum með að ná í sigur. Í síðustu þrettán leikjum hefur HK aðeins unnið einn leik. „Ég held að jafnteflunum hefði fækkað og sigrarnir komið ef ég væri kominn með lausnina. Eftir að við náðum að safna svona mörgum stigum í byrjun erum við farnir að sætta okkur við það að stig heldur hinum liðunum frá okkur. Sérstaklega þegar að við erum að spila gegn þessum liðum en við ætluðum að sækja til sigurs og slíta okkur frá þeim,“ sagði Ómari Ingi Guðmundsson að lokum.
HK Besta deild karla Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Sjá meira