Booking.com í tugmilljóna skuld við danska hótelrekendur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. september 2023 12:42 Booking.com hefur sagt að málið megi rekja til tæknilegra örðugleika. „Við höfum heyrt að það eru einhverjir aðilar sem eru ennþá að verða varir við þetta en við höfum ekki heyrt af því að vandamálið hafi aukist eða að það hafi batnað.“ Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, um erfiðleika sem nokkrir íslenskir aðilar urðu fyrir í vor og sumar við að fá greiðslur frá Booking.com. „Það var aðeins í vor og í sumar að fólk var að tala um þetta,“ segir Jóhannes en í mörgum tilvikum hafi verið um minni aðila að ræða og málin því ekki endilega komið inn á borð samtakanna. Greiðslutafirnar komi þó verst niður á minni fyrirtækjunum þar sem þau mega síður við því að tekjur skili sér ekki. Vandamálið varðar greiðslur sem Booking.com innheimtir af viðskiptavinum vegna gistingar og þjónustu sem milligönguaðili en hafa ekki skilað sér til hótelrekenda og annarra þjónustuaðila. Mörg hundruð fyrirtæki hafa orðið fyrir áhrifum þessa í Danmörku í sumar og sum hafa ekki enn fengið greitt. Upphæðirnar nema milljónum Hagsmunasamtökin Horesta sendu kröfubréf á Booking.com á mánudag fyrir hönd þessara fyrirtækja og heimtuðu að greiðslum yrði komið í réttar hendur. Þau svör fengust að allir fengju borgað á morgun, föstudag, en hóteleigendur virðast fullir efasemda. „Við höfum nú fengið að heyra þetta í þrjá mánuði frá Booking.com. Þeir hafa ítrekað sagt að peningurinn sé á leiðinni. Þannig að við viljum sjá þetta gerast áður en við trúum þessu,“ segir Bella Hessellund, eigandi Skelby Præstegard í Gedser í samtali við DR. Hún á 120 þúsund danskar krónur, jafnvirði 2,3 milljóna íslenskra króna, inni hjá síðunni og segist ekki munu fagna fyrr en hún sér að peningurinn hefur verið lagður inn á reikninginn sinn. Fleiri lýsa efasemdum um loforð Booking.com, meðal annarra stjórnarformaður Danske Hoteller, sem á og rekur 25 hótel í Danmörku. „Við höfum heyrt þetta stef síðustu fjórtán daga, að þetta sé að leystast, en ekkert hefur gerst,“ segir Erik Sophus Falck. Danske Hoteller á inni rúmar fimm milljónir danskar krónur hjá Booking.com. Svör Booking.com hafa verið á þá leið að um tæknilega örðugleika sé að ræða. „Við höfum fylgst með þessu og komið á framfæri athugasemdum,“ segir Jóhannes um stöðuna hér heima en ítrekar að fá þessara mála hafi komið inn á borð Samtaka ferðþjónustunnar. Bæði séu bókunarfyrirtækin með fulltrúa hér heima og þá eigi samtökin gott samráð við heildarsamtökin HOTREC. Danmörk Ferðalög Hótel á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, um erfiðleika sem nokkrir íslenskir aðilar urðu fyrir í vor og sumar við að fá greiðslur frá Booking.com. „Það var aðeins í vor og í sumar að fólk var að tala um þetta,“ segir Jóhannes en í mörgum tilvikum hafi verið um minni aðila að ræða og málin því ekki endilega komið inn á borð samtakanna. Greiðslutafirnar komi þó verst niður á minni fyrirtækjunum þar sem þau mega síður við því að tekjur skili sér ekki. Vandamálið varðar greiðslur sem Booking.com innheimtir af viðskiptavinum vegna gistingar og þjónustu sem milligönguaðili en hafa ekki skilað sér til hótelrekenda og annarra þjónustuaðila. Mörg hundruð fyrirtæki hafa orðið fyrir áhrifum þessa í Danmörku í sumar og sum hafa ekki enn fengið greitt. Upphæðirnar nema milljónum Hagsmunasamtökin Horesta sendu kröfubréf á Booking.com á mánudag fyrir hönd þessara fyrirtækja og heimtuðu að greiðslum yrði komið í réttar hendur. Þau svör fengust að allir fengju borgað á morgun, föstudag, en hóteleigendur virðast fullir efasemda. „Við höfum nú fengið að heyra þetta í þrjá mánuði frá Booking.com. Þeir hafa ítrekað sagt að peningurinn sé á leiðinni. Þannig að við viljum sjá þetta gerast áður en við trúum þessu,“ segir Bella Hessellund, eigandi Skelby Præstegard í Gedser í samtali við DR. Hún á 120 þúsund danskar krónur, jafnvirði 2,3 milljóna íslenskra króna, inni hjá síðunni og segist ekki munu fagna fyrr en hún sér að peningurinn hefur verið lagður inn á reikninginn sinn. Fleiri lýsa efasemdum um loforð Booking.com, meðal annarra stjórnarformaður Danske Hoteller, sem á og rekur 25 hótel í Danmörku. „Við höfum heyrt þetta stef síðustu fjórtán daga, að þetta sé að leystast, en ekkert hefur gerst,“ segir Erik Sophus Falck. Danske Hoteller á inni rúmar fimm milljónir danskar krónur hjá Booking.com. Svör Booking.com hafa verið á þá leið að um tæknilega örðugleika sé að ræða. „Við höfum fylgst með þessu og komið á framfæri athugasemdum,“ segir Jóhannes um stöðuna hér heima en ítrekar að fá þessara mála hafi komið inn á borð Samtaka ferðþjónustunnar. Bæði séu bókunarfyrirtækin með fulltrúa hér heima og þá eigi samtökin gott samráð við heildarsamtökin HOTREC.
Danmörk Ferðalög Hótel á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira