Stefna á að hjálpa öðrum háhyrningi úr Gilsfirði á morgun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. september 2023 21:35 Björgunarsveitarfólk hefur skorðað dýrið af þannig að það velti ekki á hliðina á grynningunum. Arianne Gähwiller Háhyrningur hefur setið fastur í Gilsfirði í nokkra daga, en stefnt er að því að flytja hann úr firðinum og sleppa honum lausum á morgun. Ekki er um að ræða sama háhyrning og festist í firðinum um liðna helgi, þótt líklegt sé að dýrin tilheyri sama hópi. „Í raun eru nokkrir dagar síðan hans varð fyrst vart, en það hefur ekki borið mikið á honum þar sem hann er næstum því í kafi,“ segir Þóra Jóhanna Jónasdóttir, dýralæknir hjá MAST. Hér má sjá háhyrninginn sem strandaði í Gilsfirði fyrir helgi og hefur nú verið bjargað. Talið er að hann sé úr sama hópi og dýrið sem nú er fast í firðinum.SJÖFN SÆMUNDSDÓTTIR „Hann er með blástursopið upp fyrir yfirborð vatnsins, þannig að það hefur ekki farið mjög illa um hann en hann er þrjá og hálfan kílómetra austan brúar. Þar gætir nánast ekki flóðs og fjöru, en það gætir hins vegar stórstreymis og lágstreymis. Því miður þá eru brúin og vegurinn hönnuð þannig að á hástreymisflóði er nóg vatn undir brúnni til að hvalir geti synt undir en á lágstreymisflóði- og fjöru, þá fer þarna ekki nokkur hvalur heldur eru þetta bara steinaflúðir,“ segir Þóra. Ekki sé um sama dýr að ræða og festist í firðinum í síðustu viku, og var bjargað á laugardag. „Þau hafa mögulega verið saman á ferðalagi. Annað hefur strandað vestan við brúna, þetta sem var hjálpað út, en þetta dýr hefur farið undir brúna og lokast þar inni.“ Eins sé mögulegt að fleiri dýr hafi tilheyrt hópnum. „Rétt fyrir utan fjörðinn sást til sjö dýra skömmu áður. Við heyrðum líka af því að einhver hefði séð sporð inni í firði, en það hefur ekki fengist staðfest. Það var leitað í kringum allan fjörðinn, lögregla og björgunarsveitir fóru strax á laugardag og það fannst bara þetta eina dýr til viðbótar,“ segir Þóra. Fylgst hefur verið með dýrinu síðustu daga, en slæmt veður hefur torveldað aðgerðir til að koma því úr sjálfheldunni. „Í morgun barst tilkynning um að dýrið hefði lagst á aðra hliðina, og það er vond staða til að vera í þegar maður er hvalur. Í fyrsta lagi þá lifir hann ekki lengi á hlið, og í öðru lagi þá getur vatn komist mjög fljótt í blástursopið,“ segir Þóra. Bændur hafi reist dýrið við, og björgunarsveitin í Búðardal hafi mætt á svæðið og stutt við það með staurum. Nú síðdegis hafi líffræðingur með sérþekkingu á hvölum mætt á svæðið ásamt björgunarsveitarmönnum, með það markmið að skorða dýrið þannig að blástursopið haldist fyrir ofan vatnsborðið. „Það er í undirbúningi að fara í stærri aðgerð á morgun. Þetta er mikil áskorun, því það stendur til að fleyta dýrinu upp á dúk með lyftikútum sem Landhelgisgæslan hefur lagt til, og draga það rólega á þessum búnaði út fjörðinn og undir brú. En þá verður að sæta lagi og hitta á háflóð.“ Átt þú myndir eða myndbönd af háhyrningnum í Gilsfirði? Endilega sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is . Fullum trúnaði er heitið. Hvalir Reykhólahreppur Dýraheilbrigði Dýr Björgunarsveitir Lögreglumál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
„Í raun eru nokkrir dagar síðan hans varð fyrst vart, en það hefur ekki borið mikið á honum þar sem hann er næstum því í kafi,“ segir Þóra Jóhanna Jónasdóttir, dýralæknir hjá MAST. Hér má sjá háhyrninginn sem strandaði í Gilsfirði fyrir helgi og hefur nú verið bjargað. Talið er að hann sé úr sama hópi og dýrið sem nú er fast í firðinum.SJÖFN SÆMUNDSDÓTTIR „Hann er með blástursopið upp fyrir yfirborð vatnsins, þannig að það hefur ekki farið mjög illa um hann en hann er þrjá og hálfan kílómetra austan brúar. Þar gætir nánast ekki flóðs og fjöru, en það gætir hins vegar stórstreymis og lágstreymis. Því miður þá eru brúin og vegurinn hönnuð þannig að á hástreymisflóði er nóg vatn undir brúnni til að hvalir geti synt undir en á lágstreymisflóði- og fjöru, þá fer þarna ekki nokkur hvalur heldur eru þetta bara steinaflúðir,“ segir Þóra. Ekki sé um sama dýr að ræða og festist í firðinum í síðustu viku, og var bjargað á laugardag. „Þau hafa mögulega verið saman á ferðalagi. Annað hefur strandað vestan við brúna, þetta sem var hjálpað út, en þetta dýr hefur farið undir brúna og lokast þar inni.“ Eins sé mögulegt að fleiri dýr hafi tilheyrt hópnum. „Rétt fyrir utan fjörðinn sást til sjö dýra skömmu áður. Við heyrðum líka af því að einhver hefði séð sporð inni í firði, en það hefur ekki fengist staðfest. Það var leitað í kringum allan fjörðinn, lögregla og björgunarsveitir fóru strax á laugardag og það fannst bara þetta eina dýr til viðbótar,“ segir Þóra. Fylgst hefur verið með dýrinu síðustu daga, en slæmt veður hefur torveldað aðgerðir til að koma því úr sjálfheldunni. „Í morgun barst tilkynning um að dýrið hefði lagst á aðra hliðina, og það er vond staða til að vera í þegar maður er hvalur. Í fyrsta lagi þá lifir hann ekki lengi á hlið, og í öðru lagi þá getur vatn komist mjög fljótt í blástursopið,“ segir Þóra. Bændur hafi reist dýrið við, og björgunarsveitin í Búðardal hafi mætt á svæðið og stutt við það með staurum. Nú síðdegis hafi líffræðingur með sérþekkingu á hvölum mætt á svæðið ásamt björgunarsveitarmönnum, með það markmið að skorða dýrið þannig að blástursopið haldist fyrir ofan vatnsborðið. „Það er í undirbúningi að fara í stærri aðgerð á morgun. Þetta er mikil áskorun, því það stendur til að fleyta dýrinu upp á dúk með lyftikútum sem Landhelgisgæslan hefur lagt til, og draga það rólega á þessum búnaði út fjörðinn og undir brú. En þá verður að sæta lagi og hitta á háflóð.“ Átt þú myndir eða myndbönd af háhyrningnum í Gilsfirði? Endilega sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is . Fullum trúnaði er heitið.
Átt þú myndir eða myndbönd af háhyrningnum í Gilsfirði? Endilega sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is . Fullum trúnaði er heitið.
Hvalir Reykhólahreppur Dýraheilbrigði Dýr Björgunarsveitir Lögreglumál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira