Stefna á að hjálpa öðrum háhyrningi úr Gilsfirði á morgun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. september 2023 21:35 Björgunarsveitarfólk hefur skorðað dýrið af þannig að það velti ekki á hliðina á grynningunum. Arianne Gähwiller Háhyrningur hefur setið fastur í Gilsfirði í nokkra daga, en stefnt er að því að flytja hann úr firðinum og sleppa honum lausum á morgun. Ekki er um að ræða sama háhyrning og festist í firðinum um liðna helgi, þótt líklegt sé að dýrin tilheyri sama hópi. „Í raun eru nokkrir dagar síðan hans varð fyrst vart, en það hefur ekki borið mikið á honum þar sem hann er næstum því í kafi,“ segir Þóra Jóhanna Jónasdóttir, dýralæknir hjá MAST. Hér má sjá háhyrninginn sem strandaði í Gilsfirði fyrir helgi og hefur nú verið bjargað. Talið er að hann sé úr sama hópi og dýrið sem nú er fast í firðinum.SJÖFN SÆMUNDSDÓTTIR „Hann er með blástursopið upp fyrir yfirborð vatnsins, þannig að það hefur ekki farið mjög illa um hann en hann er þrjá og hálfan kílómetra austan brúar. Þar gætir nánast ekki flóðs og fjöru, en það gætir hins vegar stórstreymis og lágstreymis. Því miður þá eru brúin og vegurinn hönnuð þannig að á hástreymisflóði er nóg vatn undir brúnni til að hvalir geti synt undir en á lágstreymisflóði- og fjöru, þá fer þarna ekki nokkur hvalur heldur eru þetta bara steinaflúðir,“ segir Þóra. Ekki sé um sama dýr að ræða og festist í firðinum í síðustu viku, og var bjargað á laugardag. „Þau hafa mögulega verið saman á ferðalagi. Annað hefur strandað vestan við brúna, þetta sem var hjálpað út, en þetta dýr hefur farið undir brúna og lokast þar inni.“ Eins sé mögulegt að fleiri dýr hafi tilheyrt hópnum. „Rétt fyrir utan fjörðinn sást til sjö dýra skömmu áður. Við heyrðum líka af því að einhver hefði séð sporð inni í firði, en það hefur ekki fengist staðfest. Það var leitað í kringum allan fjörðinn, lögregla og björgunarsveitir fóru strax á laugardag og það fannst bara þetta eina dýr til viðbótar,“ segir Þóra. Fylgst hefur verið með dýrinu síðustu daga, en slæmt veður hefur torveldað aðgerðir til að koma því úr sjálfheldunni. „Í morgun barst tilkynning um að dýrið hefði lagst á aðra hliðina, og það er vond staða til að vera í þegar maður er hvalur. Í fyrsta lagi þá lifir hann ekki lengi á hlið, og í öðru lagi þá getur vatn komist mjög fljótt í blástursopið,“ segir Þóra. Bændur hafi reist dýrið við, og björgunarsveitin í Búðardal hafi mætt á svæðið og stutt við það með staurum. Nú síðdegis hafi líffræðingur með sérþekkingu á hvölum mætt á svæðið ásamt björgunarsveitarmönnum, með það markmið að skorða dýrið þannig að blástursopið haldist fyrir ofan vatnsborðið. „Það er í undirbúningi að fara í stærri aðgerð á morgun. Þetta er mikil áskorun, því það stendur til að fleyta dýrinu upp á dúk með lyftikútum sem Landhelgisgæslan hefur lagt til, og draga það rólega á þessum búnaði út fjörðinn og undir brú. En þá verður að sæta lagi og hitta á háflóð.“ Átt þú myndir eða myndbönd af háhyrningnum í Gilsfirði? Endilega sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is . Fullum trúnaði er heitið. Hvalir Reykhólahreppur Dýraheilbrigði Dýr Björgunarsveitir Lögreglumál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
„Í raun eru nokkrir dagar síðan hans varð fyrst vart, en það hefur ekki borið mikið á honum þar sem hann er næstum því í kafi,“ segir Þóra Jóhanna Jónasdóttir, dýralæknir hjá MAST. Hér má sjá háhyrninginn sem strandaði í Gilsfirði fyrir helgi og hefur nú verið bjargað. Talið er að hann sé úr sama hópi og dýrið sem nú er fast í firðinum.SJÖFN SÆMUNDSDÓTTIR „Hann er með blástursopið upp fyrir yfirborð vatnsins, þannig að það hefur ekki farið mjög illa um hann en hann er þrjá og hálfan kílómetra austan brúar. Þar gætir nánast ekki flóðs og fjöru, en það gætir hins vegar stórstreymis og lágstreymis. Því miður þá eru brúin og vegurinn hönnuð þannig að á hástreymisflóði er nóg vatn undir brúnni til að hvalir geti synt undir en á lágstreymisflóði- og fjöru, þá fer þarna ekki nokkur hvalur heldur eru þetta bara steinaflúðir,“ segir Þóra. Ekki sé um sama dýr að ræða og festist í firðinum í síðustu viku, og var bjargað á laugardag. „Þau hafa mögulega verið saman á ferðalagi. Annað hefur strandað vestan við brúna, þetta sem var hjálpað út, en þetta dýr hefur farið undir brúna og lokast þar inni.“ Eins sé mögulegt að fleiri dýr hafi tilheyrt hópnum. „Rétt fyrir utan fjörðinn sást til sjö dýra skömmu áður. Við heyrðum líka af því að einhver hefði séð sporð inni í firði, en það hefur ekki fengist staðfest. Það var leitað í kringum allan fjörðinn, lögregla og björgunarsveitir fóru strax á laugardag og það fannst bara þetta eina dýr til viðbótar,“ segir Þóra. Fylgst hefur verið með dýrinu síðustu daga, en slæmt veður hefur torveldað aðgerðir til að koma því úr sjálfheldunni. „Í morgun barst tilkynning um að dýrið hefði lagst á aðra hliðina, og það er vond staða til að vera í þegar maður er hvalur. Í fyrsta lagi þá lifir hann ekki lengi á hlið, og í öðru lagi þá getur vatn komist mjög fljótt í blástursopið,“ segir Þóra. Bændur hafi reist dýrið við, og björgunarsveitin í Búðardal hafi mætt á svæðið og stutt við það með staurum. Nú síðdegis hafi líffræðingur með sérþekkingu á hvölum mætt á svæðið ásamt björgunarsveitarmönnum, með það markmið að skorða dýrið þannig að blástursopið haldist fyrir ofan vatnsborðið. „Það er í undirbúningi að fara í stærri aðgerð á morgun. Þetta er mikil áskorun, því það stendur til að fleyta dýrinu upp á dúk með lyftikútum sem Landhelgisgæslan hefur lagt til, og draga það rólega á þessum búnaði út fjörðinn og undir brú. En þá verður að sæta lagi og hitta á háflóð.“ Átt þú myndir eða myndbönd af háhyrningnum í Gilsfirði? Endilega sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is . Fullum trúnaði er heitið.
Átt þú myndir eða myndbönd af háhyrningnum í Gilsfirði? Endilega sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is . Fullum trúnaði er heitið.
Hvalir Reykhólahreppur Dýraheilbrigði Dýr Björgunarsveitir Lögreglumál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira