Eflum Tjarnarbíó og sjálfstæðar sviðslistir Skúli Helgason skrifar 26. september 2023 09:00 Tjarnarbíó hefur um árabil verið heimili sjálfstæðra sviðslista í borginni og heldur úti magnaðri starfsemi allan ársins hring. Í mínum huga er Tjarnarbíó ekki aðeins heimili sjálfstæðra sviðslista heldur lífsnauðsynlegur vettvangur fyrir frumleika, spennandi frumsköpun og fjölbreytt grasrótarstarf sem nærir íslenska menningu hvort sem er á sviði leiklistar, danslistar, uppistands eða tónlistar. Tjarnarbíó er líka sá staður þar sem framtíðin í íslenskum sviðslistum stígur gjarnan sín fyrstu skref á opinberu sviði og því bráðnauðsynlegur staður í íslensku menningarflórunni. Metnaðurinn í starfinu hefur verið mikill og eiginlega ótrúlegur undanfarin ár þrátt fyrir miklar áskoranir í aðstöðumálum en hið fornfræga hús í Tjarnargötunni sem hýsti leiksýningar og kvikmyndasýningar, m.a. Fjalakattarins á síðustu öld er barn síns tíma og setur starfseminni þröngar skorður. Það hefur því lengi verið ljóst að finna þyrfti nýjar leiðir til að bæta úr aðstöðumálum þar á bæ og treysta reksturinn svo starfið lognist ekki út af. Það er mikið undir því þróunin í aðstöðumálum sviðslista á höfuðborgarsvæðinu hefur verið þung undanfarin ár og sífellt verið í færri hús að venda fyrir ungt sviðslistafólk. Loftkastalinn, Gaflaraleikhúsið og Iðnó sem leikhús hafa öll horfið af sjónarsviðinu og við svo búið má ekki standa. Nýtt samstarf Reykjavíkurborgar og ríkisins um eflingu Tjarnarbíós Það var síðastliðið haust sem við sem förum fyrir menningarmálum hjá Reykjavíkurborg tókum upp samtal við forsvarsmenn Tjarnarbíós um leiðir til að efla starf þess en þá var orðið ljóst að tvísýnt gæti orðið um starfsemina ef ekki kæmi til viðbótar stuðningur. Sviðið er lítið, salurinn tekur rétt um 180 áhorfendur í sæti og hafna hefur þurft mörgum álitlegum verkefnum á liðnum árum út af aðstöðuleysi, þar með talið alþjóðlegum samstarfsverkefnum, sem hefðu skapað spennandi listræn tækifæri - mörg hver með aðgang að erlendu fjármagni. Við ákváðum að leita eftir samstarfi við ríkið og fengum jákvæðar undirtektir frá Lilju Alfreðsdóttur menningar – og viðskiptaráðherra við hugmynd um samstarf Reykjavíkurborgar og ráðuneytisins um eflingu starfseminnar. Síðan hefur verið unnið að því að útfæra í hverju það myndi felast og liggur niðurstaðan nú fyrir með samkomulagi okkar um þrenns konar aðgerðir. Hærri framlög og sóknarplan Í fyrsta lagi leggja ríki og borg fram viðbótarfjármagn til að styrkja reksturinn á yfirstandandi leikári sem hækkar um nærri helming rekstrarframlögin til Tjarnarbíós miðað við núverandi samning borgarinnar en hann kveður á um 22 milljónir króna á ári að viðbættu húsnæðisframlagi sem metið er á 40 milljónir.Þá verður ráðist í greiningu á því hvernig megi bæta aðstöðu Tjarnarbíós og sjálfstæðra sviðslista á höfuðborgarsvæðinu og verður hún unnin í haust. Í þriðja lagi munum við sameiginlega leita leiða til að kortleggja hvernig megi gera rekstur Tjarnarbíós sjálfbærari með aðkomu fjármálasérfræðinga ríkis og borgar. Sú greining mun sömuleiðis verða unnin á næstu mánuðum. Hér er því lagt upp sóknarplan fyrir Tjarnarbíó sem við stefnum á að skili sér í bættri aðstöðu sjálfstæðra sviðslista og traustari rekstrarstöðu Tjarnarbíós. Við þurfum á sterku Tjarnarbíói að halda sem deiglu sjálfstæðra sviðslista við hlið stóru leikhúsanna í borginni og nú er lagt upp í ferð sem vonandi skilar hressandi niðurstöðu. Höfundur er formaður menningar- íþrótta og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Leikhús Reykjavík Menning Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Tjarnarbíó hefur um árabil verið heimili sjálfstæðra sviðslista í borginni og heldur úti magnaðri starfsemi allan ársins hring. Í mínum huga er Tjarnarbíó ekki aðeins heimili sjálfstæðra sviðslista heldur lífsnauðsynlegur vettvangur fyrir frumleika, spennandi frumsköpun og fjölbreytt grasrótarstarf sem nærir íslenska menningu hvort sem er á sviði leiklistar, danslistar, uppistands eða tónlistar. Tjarnarbíó er líka sá staður þar sem framtíðin í íslenskum sviðslistum stígur gjarnan sín fyrstu skref á opinberu sviði og því bráðnauðsynlegur staður í íslensku menningarflórunni. Metnaðurinn í starfinu hefur verið mikill og eiginlega ótrúlegur undanfarin ár þrátt fyrir miklar áskoranir í aðstöðumálum en hið fornfræga hús í Tjarnargötunni sem hýsti leiksýningar og kvikmyndasýningar, m.a. Fjalakattarins á síðustu öld er barn síns tíma og setur starfseminni þröngar skorður. Það hefur því lengi verið ljóst að finna þyrfti nýjar leiðir til að bæta úr aðstöðumálum þar á bæ og treysta reksturinn svo starfið lognist ekki út af. Það er mikið undir því þróunin í aðstöðumálum sviðslista á höfuðborgarsvæðinu hefur verið þung undanfarin ár og sífellt verið í færri hús að venda fyrir ungt sviðslistafólk. Loftkastalinn, Gaflaraleikhúsið og Iðnó sem leikhús hafa öll horfið af sjónarsviðinu og við svo búið má ekki standa. Nýtt samstarf Reykjavíkurborgar og ríkisins um eflingu Tjarnarbíós Það var síðastliðið haust sem við sem förum fyrir menningarmálum hjá Reykjavíkurborg tókum upp samtal við forsvarsmenn Tjarnarbíós um leiðir til að efla starf þess en þá var orðið ljóst að tvísýnt gæti orðið um starfsemina ef ekki kæmi til viðbótar stuðningur. Sviðið er lítið, salurinn tekur rétt um 180 áhorfendur í sæti og hafna hefur þurft mörgum álitlegum verkefnum á liðnum árum út af aðstöðuleysi, þar með talið alþjóðlegum samstarfsverkefnum, sem hefðu skapað spennandi listræn tækifæri - mörg hver með aðgang að erlendu fjármagni. Við ákváðum að leita eftir samstarfi við ríkið og fengum jákvæðar undirtektir frá Lilju Alfreðsdóttur menningar – og viðskiptaráðherra við hugmynd um samstarf Reykjavíkurborgar og ráðuneytisins um eflingu starfseminnar. Síðan hefur verið unnið að því að útfæra í hverju það myndi felast og liggur niðurstaðan nú fyrir með samkomulagi okkar um þrenns konar aðgerðir. Hærri framlög og sóknarplan Í fyrsta lagi leggja ríki og borg fram viðbótarfjármagn til að styrkja reksturinn á yfirstandandi leikári sem hækkar um nærri helming rekstrarframlögin til Tjarnarbíós miðað við núverandi samning borgarinnar en hann kveður á um 22 milljónir króna á ári að viðbættu húsnæðisframlagi sem metið er á 40 milljónir.Þá verður ráðist í greiningu á því hvernig megi bæta aðstöðu Tjarnarbíós og sjálfstæðra sviðslista á höfuðborgarsvæðinu og verður hún unnin í haust. Í þriðja lagi munum við sameiginlega leita leiða til að kortleggja hvernig megi gera rekstur Tjarnarbíós sjálfbærari með aðkomu fjármálasérfræðinga ríkis og borgar. Sú greining mun sömuleiðis verða unnin á næstu mánuðum. Hér er því lagt upp sóknarplan fyrir Tjarnarbíó sem við stefnum á að skili sér í bættri aðstöðu sjálfstæðra sviðslista og traustari rekstrarstöðu Tjarnarbíós. Við þurfum á sterku Tjarnarbíói að halda sem deiglu sjálfstæðra sviðslista við hlið stóru leikhúsanna í borginni og nú er lagt upp í ferð sem vonandi skilar hressandi niðurstöðu. Höfundur er formaður menningar- íþrótta og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar