Verstappen með níu fingur á titlinum Siggeir Ævarsson skrifar 24. september 2023 10:32 Max Verstappen með verðlaunagripinn eftir sigurinn í Japan Vísir/Getty Max Verstappen bar sigur úr býtum í Japanskappakstrinum í morgun með miklum yfirburðum en hann kom í mark 19 sekúndum á undan Lando Norris ökumanni McLaren Mercedes. Verstappen var á ráspól og gerðu þeir Lando Norris og Charles Leclerc harða atlögu að honum í fyrstu beygjum brautarinnar en Verstappen sýndi af hverju hann er langefstur í keppni ökumanna og náði að halda þeim báðum fyrir aftan sig. Eftir þennan hasar í byrjun lét Verstappen forystuna aldrei af hendi en baráttan um 2. sætið var gríðarlega spennandi þar sem Lando Norris og Oscar Piastri, báðir ökumenn McLaren, tókust á. Norris hafði að lokum betur og kom 17 sekúndum á undan Piastri í mark. Þrátt fyrir að koma þriðji í mark var Piastri valinn ökumaður dagsins að keppni lokinni, en þetta var í fyrsta sinn sem Ástralinn ungi kemst á verðlaunapall á þessum tímabili. Totally deserved @OscarPiastri is your #F1DriverOfTheDay #F1 #JapaneseGP @salesforce pic.twitter.com/K7PHfDd8vO— Formula 1 (@F1) September 24, 2023 Sigur Verstappen og þau 26 stig sem hann hlaut að launum færa hann í 400 stig slétt. Sá eini sem á tölfræðilegan möguleika á að safna fleiri stigum en hann úr þessu er samherji hans hjá Red Bull, Sergio Perez, sem átti hræðilegan dag og náði ekki að klára keppnina. Verstappen er því kominn með níu fingur á titilinn sem hann getur tryggt sér í Katar eftir tvær vikur. Yrði það þriðji titilinn Verstappen í röð. Akstursíþróttir Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Verstappen var á ráspól og gerðu þeir Lando Norris og Charles Leclerc harða atlögu að honum í fyrstu beygjum brautarinnar en Verstappen sýndi af hverju hann er langefstur í keppni ökumanna og náði að halda þeim báðum fyrir aftan sig. Eftir þennan hasar í byrjun lét Verstappen forystuna aldrei af hendi en baráttan um 2. sætið var gríðarlega spennandi þar sem Lando Norris og Oscar Piastri, báðir ökumenn McLaren, tókust á. Norris hafði að lokum betur og kom 17 sekúndum á undan Piastri í mark. Þrátt fyrir að koma þriðji í mark var Piastri valinn ökumaður dagsins að keppni lokinni, en þetta var í fyrsta sinn sem Ástralinn ungi kemst á verðlaunapall á þessum tímabili. Totally deserved @OscarPiastri is your #F1DriverOfTheDay #F1 #JapaneseGP @salesforce pic.twitter.com/K7PHfDd8vO— Formula 1 (@F1) September 24, 2023 Sigur Verstappen og þau 26 stig sem hann hlaut að launum færa hann í 400 stig slétt. Sá eini sem á tölfræðilegan möguleika á að safna fleiri stigum en hann úr þessu er samherji hans hjá Red Bull, Sergio Perez, sem átti hræðilegan dag og náði ekki að klára keppnina. Verstappen er því kominn með níu fingur á titilinn sem hann getur tryggt sér í Katar eftir tvær vikur. Yrði það þriðji titilinn Verstappen í röð.
Akstursíþróttir Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira