Vilhjálmur segir Seðlabankann búinn að skíta í buxurnar Jakob Bjarnar skrifar 21. september 2023 14:11 Það er soðið uppúr hjá Vilhjálmi, hann hellir sér yfir Seðlabankann og segir hann fyrst og síðast hugsa um hag fjármálakerfisins - skítt með heimilin. vísir/vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, skrifar pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann beinir sjónum að Seðlabankanum og stöðugum stýrivaxtahækkunum bankans. Vilhjálmur er venju fremur ómyrkur í máli og er þá mikið sagt. „Eins og flestir vita mun 650 milljarða snjóhengja skella á skuldsettum heimilum á næstu mánuðum þegar endurskoðun á föstum vöxtum mun koma til framkvæmda en algengt er að vaxtabyrði heimilanna muni hækka um allt að 165% þegar það gerist. Það blasir við að flest heimili munu ekki getað tekið á sig jafnvel tugi ef ekki hundruð þúsund króna hækkun á mánaðarlegri greiðslubyrði,“ skrifar Vilhjálmur. Óhætt er að segja að nú gusti um Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóra en í morgun hæddist Ólafur Margeirsson hagfræðingur að honum fyrir ráðleggingar hans til handa heimilunum. Vilhjálmur segir þau hjá Seðlabankanum nú búin að átta sig á því að þessar „sturluðu stýrivaxtahækkanir sem áttu að vera í þágu launafólks og heimila muni slátra þeim. Það var því grátbroslegt að heyra fulltrúa Seðlabankans beina því til skuldsettra heimila að tala við sína viðskiptabanka og óska m.a. eftir því að fara aftur yfir í verðtryggð lán.“ Vilhjálmur segir rök Seðlabankans ekki halda vatni enda tali bankinn út og suður í ráðleggingum sínum til heimilanna nú þegar þessir „glæpsamlegu okurvextir“ eru að ganga að heimilunum dauðum. Mat Vilhjálms er einfalt; Seðlabankinn horfir einungis á stöðugleika fjármálakerfisins en er skítsama um fjármálastöðugleika heimilanna. „Fyrirgefið þetta orðbragð en núna er Seðlabankinn búinn að átta sig á að hann er búinn að skíta algerlega í buxurnar og talar því út og suður sem enginn skilur og mér er það til efs að fulltrúar bankans skilji sjálfa sig!“ Seðlabankinn Verðlag Neytendur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Ólafur segir ráðleggingar Ásgeirs aðhlátursefni Hagfræðingurinn Ólafur Margeirsson telur Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóra vera úti á túni með ráðleggingar sínar til húsnæðiseigenda og lánasýslu þeirra. 21. september 2023 10:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
„Eins og flestir vita mun 650 milljarða snjóhengja skella á skuldsettum heimilum á næstu mánuðum þegar endurskoðun á föstum vöxtum mun koma til framkvæmda en algengt er að vaxtabyrði heimilanna muni hækka um allt að 165% þegar það gerist. Það blasir við að flest heimili munu ekki getað tekið á sig jafnvel tugi ef ekki hundruð þúsund króna hækkun á mánaðarlegri greiðslubyrði,“ skrifar Vilhjálmur. Óhætt er að segja að nú gusti um Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóra en í morgun hæddist Ólafur Margeirsson hagfræðingur að honum fyrir ráðleggingar hans til handa heimilunum. Vilhjálmur segir þau hjá Seðlabankanum nú búin að átta sig á því að þessar „sturluðu stýrivaxtahækkanir sem áttu að vera í þágu launafólks og heimila muni slátra þeim. Það var því grátbroslegt að heyra fulltrúa Seðlabankans beina því til skuldsettra heimila að tala við sína viðskiptabanka og óska m.a. eftir því að fara aftur yfir í verðtryggð lán.“ Vilhjálmur segir rök Seðlabankans ekki halda vatni enda tali bankinn út og suður í ráðleggingum sínum til heimilanna nú þegar þessir „glæpsamlegu okurvextir“ eru að ganga að heimilunum dauðum. Mat Vilhjálms er einfalt; Seðlabankinn horfir einungis á stöðugleika fjármálakerfisins en er skítsama um fjármálastöðugleika heimilanna. „Fyrirgefið þetta orðbragð en núna er Seðlabankinn búinn að átta sig á að hann er búinn að skíta algerlega í buxurnar og talar því út og suður sem enginn skilur og mér er það til efs að fulltrúar bankans skilji sjálfa sig!“
Seðlabankinn Verðlag Neytendur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Ólafur segir ráðleggingar Ásgeirs aðhlátursefni Hagfræðingurinn Ólafur Margeirsson telur Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóra vera úti á túni með ráðleggingar sínar til húsnæðiseigenda og lánasýslu þeirra. 21. september 2023 10:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Ólafur segir ráðleggingar Ásgeirs aðhlátursefni Hagfræðingurinn Ólafur Margeirsson telur Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóra vera úti á túni með ráðleggingar sínar til húsnæðiseigenda og lánasýslu þeirra. 21. september 2023 10:30