„Þetta var eins og sprenging“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. september 2023 06:01 Ottó segist ekki hafa séð fólksbílinn þegar hann skall skyndilega á honum. Vísir/Vilhelm Sendibílstjóri sem fékk fólksbíl aftan á sig á miklum hraða við Stekkjarbakka í Breiðholti um helgina segir það hafa verið líkt og sprengingu að fá bílinn aftan á sig. Hann segist þakka guði fyrir að bíllinn hafi lent á sínum sendibíl frekar en öðru ökutæki, vegna þess hve illa það hefði getað farið. Slysið varð síðastliðinn sunnudagsmorgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu má líklega rekja slysið til veikinda ökumanns í fólksbílnum. Meiðsli ökumannsins eru sögð minniháttar. „Ég hef aldrei upplifað annað eins högg. Bíllinn kastaðist upp í loft að aftan og það þarf engan smáræðis kraft til þess að lyfta svona sendibíl,“ segir Ottó Albert Bjarnarsson, fertugur sendibílstjóri í samtali við Vísi. Hann segist verkjaður eftir slysið en telur sig hafa sloppið ótrúlega vel. Lyfta sendibílsins og kassi eru ónýt eftir slysið. Ottó segir að hugur sinn sé fyrst og fremst hjá ökumanni hins bílsins. „Maður sá hann aldrei koma. Ég var að keyra þarna og hafði séð hann þarna niður frá rétt við ljósin og þá var hann utan vegar. Ég hélt hann væri bara með bilaðan bíl. Ég keyri áfram og þá verður bara eins og sprenging og bíllinn, sem er um 3,3 tonn, tekst á loft. Ég keyrði út í kant og þá kom hann lullandi eins og í hægagangi framhjá, niður í gil og á staurinn.“ iPhone sími Ottós hringdi á neyðarlínuna við skellinn. Nýr eiginleiki í Apple símunum. Vísir/Vilhelm Ottó segist hafa spurt sjúkraliða sem hlúðu að honum hvernig maðurinn hefði það. Hann segir slysið hafa litið afar illa út, hann hafi allt eins átt von á því að maðurinn væri látinn. „Þau sögðu mér að hann væri á lífi og ég var mjög feginn. Ég hélt hann væri dáinn því þetta var rosalegasta högg sem ég hef upplifað. Bíllinn hans er pottþétt gjörónýtur. Svo er lyftan og kassinn á mínum bíl ónýt.“ Feginn að það hafi ekki verið einhver annar Ottó ber sig vel þrátt fyrir að vera verkjaður eftir slysið. Hann segist fyrst og fremst feginn því að fólksbílnum hafi verið ekið á hann því hann hafi verið á bíl sem gat betur tekið við því gríðarlega höggi sem fylgdi árekstrinum. „Ég er rosalega feginn svona eftir á að hyggja. Það er kannski bara ágætt að ég hafi verið þarna en ekki einhver annar,“ segir Ottó. Ottó segir ljóst að kassi bílsins sé ónýtur og lyfta hans sömuleiðis eftir slysið.Vísir/Vilhelm Frekar en einhver á smábíl? „Já. Það hefði verið hræðilegt. Alveg hræðilegt. Ég hef hugsað mikið um þetta. Ég var löngu hættur að vinna um helgar en það var árshátíð á Sendibílastöðinni, vöntun á bílum. Þessi kona hringdi á föstudag og bað um þetta og ég kunni ekki við það að segja nei og vildi redda þessu. Ef ég hefði lagt af stað aðeins fyrr eða aðeins seinna þá hefði ég ekki verið þarna. Maður er akkúrat þarna á réttum tíma. Alveg magnaður andskoti.“ Samgönguslys Reykjavík Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira
Slysið varð síðastliðinn sunnudagsmorgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu má líklega rekja slysið til veikinda ökumanns í fólksbílnum. Meiðsli ökumannsins eru sögð minniháttar. „Ég hef aldrei upplifað annað eins högg. Bíllinn kastaðist upp í loft að aftan og það þarf engan smáræðis kraft til þess að lyfta svona sendibíl,“ segir Ottó Albert Bjarnarsson, fertugur sendibílstjóri í samtali við Vísi. Hann segist verkjaður eftir slysið en telur sig hafa sloppið ótrúlega vel. Lyfta sendibílsins og kassi eru ónýt eftir slysið. Ottó segir að hugur sinn sé fyrst og fremst hjá ökumanni hins bílsins. „Maður sá hann aldrei koma. Ég var að keyra þarna og hafði séð hann þarna niður frá rétt við ljósin og þá var hann utan vegar. Ég hélt hann væri bara með bilaðan bíl. Ég keyri áfram og þá verður bara eins og sprenging og bíllinn, sem er um 3,3 tonn, tekst á loft. Ég keyrði út í kant og þá kom hann lullandi eins og í hægagangi framhjá, niður í gil og á staurinn.“ iPhone sími Ottós hringdi á neyðarlínuna við skellinn. Nýr eiginleiki í Apple símunum. Vísir/Vilhelm Ottó segist hafa spurt sjúkraliða sem hlúðu að honum hvernig maðurinn hefði það. Hann segir slysið hafa litið afar illa út, hann hafi allt eins átt von á því að maðurinn væri látinn. „Þau sögðu mér að hann væri á lífi og ég var mjög feginn. Ég hélt hann væri dáinn því þetta var rosalegasta högg sem ég hef upplifað. Bíllinn hans er pottþétt gjörónýtur. Svo er lyftan og kassinn á mínum bíl ónýt.“ Feginn að það hafi ekki verið einhver annar Ottó ber sig vel þrátt fyrir að vera verkjaður eftir slysið. Hann segist fyrst og fremst feginn því að fólksbílnum hafi verið ekið á hann því hann hafi verið á bíl sem gat betur tekið við því gríðarlega höggi sem fylgdi árekstrinum. „Ég er rosalega feginn svona eftir á að hyggja. Það er kannski bara ágætt að ég hafi verið þarna en ekki einhver annar,“ segir Ottó. Ottó segir ljóst að kassi bílsins sé ónýtur og lyfta hans sömuleiðis eftir slysið.Vísir/Vilhelm Frekar en einhver á smábíl? „Já. Það hefði verið hræðilegt. Alveg hræðilegt. Ég hef hugsað mikið um þetta. Ég var löngu hættur að vinna um helgar en það var árshátíð á Sendibílastöðinni, vöntun á bílum. Þessi kona hringdi á föstudag og bað um þetta og ég kunni ekki við það að segja nei og vildi redda þessu. Ef ég hefði lagt af stað aðeins fyrr eða aðeins seinna þá hefði ég ekki verið þarna. Maður er akkúrat þarna á réttum tíma. Alveg magnaður andskoti.“
Samgönguslys Reykjavík Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira