Auðlindin okkar – andsvar Daði Már Kristófersson skrifar 19. september 2023 13:31 Atli Hermannsson ritar grein á visir.is (sjá hér) þar sem hann gagnrýnir ýmislegt við verkefni Svandísar Svavarsdóttur, Auðlindin okkar. Einhvern veginn tengir hann það verkefni við erindi sem ég hélt á málþingi um orkuskipti í sjávarútvegi sem haldið var á vegum Matís í Hörpu á dögunum. Augljóst er af umfjöllun Atla að hann hefur ekki kynnt sér niðurstöður rannsóknarinnar sem ég fjallaði um. Ég ætla því að gefa áhugasömum lesendum tækifæri til þess. Erindið byggir á greininni Factors affecting greenhouse gas emissions in fisheries: evidence from Iceland's demersal fisheries, sem ég skrifaði ásamt kollegum mínum við Háskólann á Akureyri, þeim Hreiðari Valtýssyni og Stefáni Gunnlaugssyni og birtist í ICES Journal of Marine Science 2021. Í greininni er lagt mat á þróun kolefnisfótspors botnfiskveiða á Íslandi frá 1997 til 2018. Greinina má finna hér. Niðurstaða greinarinnar er að verulegur samdráttur hafi orðið í kolefnisspori allra útgerðarflokka, þó mestur í togveiðum. Rannsóknin beindist að því að kanna hvaða þættir, ef einhverjir, hefðu haft áhrif á þessa jákvæðu þróun. Eftirfarandi þættir voru kannaðir: stofnstæð, heildarveiði, verð afurða og aðfanga og tæknibreytingar. Niðurstöðurnar benda til þess að stofnstærð hafi haft ráðandi áhrif, en að heildarveiði, fiskverð og olíuverð hafi einnig haft nokkur áhrif. Áhrif tæknibreytinga voru hins vegar ekki marktæk, sem kom okkur nokkuð á óvart. Íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið er samsett úr nokkrum kerfum. Þekktast þeirra er kvótakerfið, sem í raun ákvarðar hve stóran hluta heildaraflamarks hver útgerð má veiða. Ákvörðun heildaraflamarks, og þar með þróun stofnstærðar, er ákvörðuð af veiðiráðgjöf sem í tilfelli flestra botnfisktegunda ræðst af aflareglu. Mikilvægust er aflaregla þorsks. Aflaregla þorsks var endurskoðuð 2006 og aftur 2009. Síðan þá hefur veiðistofn þorsk vaxið mikið. Niðurstöður rannsóknarinnar undirstika að sterkir stofnar sem viðhaldið er með hóflegum veiðum skili umtalsverðum samdrætti í kolefnisfótspori fiskveiða. Ofveiði er útbreitt vandamál í heiminum, með neikvæðum áhrifum á fiskistofna og afkomu þeirra sem stunda sjávarútveg. Niðurstöður okkar benda til þess að vaxandi kolefnisfótspor veiða í heiminum sé nátengt þessari þróun. Íslendingar hafa, með skynsamlegri fiskveiðistjórnun, náð góðum árangri í að draga úr ofveiði, bæta arðsemi veiða og draga úr umhverfisáhrifum þeirra. Af því má draga lærdóm. Höfundur er prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daði Már Kristófersson Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ísland er síðasta vígi Norður-Atlantshafslaxins Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Menntasjóður, skref í rétta átt? Eyrún Baldursdóttir Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Atli Hermannsson ritar grein á visir.is (sjá hér) þar sem hann gagnrýnir ýmislegt við verkefni Svandísar Svavarsdóttur, Auðlindin okkar. Einhvern veginn tengir hann það verkefni við erindi sem ég hélt á málþingi um orkuskipti í sjávarútvegi sem haldið var á vegum Matís í Hörpu á dögunum. Augljóst er af umfjöllun Atla að hann hefur ekki kynnt sér niðurstöður rannsóknarinnar sem ég fjallaði um. Ég ætla því að gefa áhugasömum lesendum tækifæri til þess. Erindið byggir á greininni Factors affecting greenhouse gas emissions in fisheries: evidence from Iceland's demersal fisheries, sem ég skrifaði ásamt kollegum mínum við Háskólann á Akureyri, þeim Hreiðari Valtýssyni og Stefáni Gunnlaugssyni og birtist í ICES Journal of Marine Science 2021. Í greininni er lagt mat á þróun kolefnisfótspors botnfiskveiða á Íslandi frá 1997 til 2018. Greinina má finna hér. Niðurstaða greinarinnar er að verulegur samdráttur hafi orðið í kolefnisspori allra útgerðarflokka, þó mestur í togveiðum. Rannsóknin beindist að því að kanna hvaða þættir, ef einhverjir, hefðu haft áhrif á þessa jákvæðu þróun. Eftirfarandi þættir voru kannaðir: stofnstæð, heildarveiði, verð afurða og aðfanga og tæknibreytingar. Niðurstöðurnar benda til þess að stofnstærð hafi haft ráðandi áhrif, en að heildarveiði, fiskverð og olíuverð hafi einnig haft nokkur áhrif. Áhrif tæknibreytinga voru hins vegar ekki marktæk, sem kom okkur nokkuð á óvart. Íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið er samsett úr nokkrum kerfum. Þekktast þeirra er kvótakerfið, sem í raun ákvarðar hve stóran hluta heildaraflamarks hver útgerð má veiða. Ákvörðun heildaraflamarks, og þar með þróun stofnstærðar, er ákvörðuð af veiðiráðgjöf sem í tilfelli flestra botnfisktegunda ræðst af aflareglu. Mikilvægust er aflaregla þorsks. Aflaregla þorsks var endurskoðuð 2006 og aftur 2009. Síðan þá hefur veiðistofn þorsk vaxið mikið. Niðurstöður rannsóknarinnar undirstika að sterkir stofnar sem viðhaldið er með hóflegum veiðum skili umtalsverðum samdrætti í kolefnisfótspori fiskveiða. Ofveiði er útbreitt vandamál í heiminum, með neikvæðum áhrifum á fiskistofna og afkomu þeirra sem stunda sjávarútveg. Niðurstöður okkar benda til þess að vaxandi kolefnisfótspor veiða í heiminum sé nátengt þessari þróun. Íslendingar hafa, með skynsamlegri fiskveiðistjórnun, náð góðum árangri í að draga úr ofveiði, bæta arðsemi veiða og draga úr umhverfisáhrifum þeirra. Af því má draga lærdóm. Höfundur er prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun