Skemmtistaðnum B lokað og eigandinn leiddur út í járnum Árni Sæberg og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 19. september 2023 06:37 Sverrir Einar ásamt Vestu Minkute, unnustu sinni, á skemmtistaðnum B. aðsend Skemmtistaðnum B við Bankastræti 5 í Reykjavík var lokað á laugardagskvöld vegna þess að of margir gestir voru á staðnum og einhverjir gestir reyndust undir lögaldri. Sverrir Einar Eiríksson, eigandi staðarins, var handtekinn og leiddur út af staðnum í járnum. „Við eftirlit á skemmtistað í miðbænum kom í ljós að of margir gestir voru inn á staðnum auk þess sem fólk undir lögaldri var þar að skemmta sér,“ sagði í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á sunnudagsmorgun. Heimildir Vísir herma að um skemmtistaðinn B hafi verið að ræða og sjónarvottar hafa lýst því hvernig Sverrir Einar var leiddur út af staðnum í járnum. Lögreglan hefur ekki viljað staðfesta um hvaða skemmtistað var að ræða. Keypti staðinn í júní og hefur tvisvar ratað í fréttir Sverrir Einar keypti staðinn ásamt Vestu Minkute, unnustu sinni, í júní síðastliðnum. Yfirlýst markmið þeirra var að endurvekja þá stemmingu sem ríkti á fyrri útgáfu staðarins sem var starfræktur frá fyrsta áratug aldarinnar sem gekk undir nafninu B5. Athygli vakti í ágúst þegar greint var frá því að staðurinn mætti ekki heita B5, eins og stóð upphaflega til. Samkvæmt skráningu Hugverkastofu er vörkumerkið B5 í eigu KG ehf. og hafði því verið notað í heimildarleysi frá því að eigendaskipti urðu á skemmtistaðnum. Þá var nafni staðarins breytt úr Bankastræti Club í B5. Þá brugðu nýir eigendur á það ráð að endurnefna staðinn einfaldlega B. Ekki hefur náðst í Sverri Einar við vinnslu fréttarinnar. Uppfært klukkan 08:30 Sverrir hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem hann segist ekki sáttur við framgöngu lögreglu. Næturlíf Veitingastaðir Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir B5 má ekki heita B5 Lögbann hefur verið lagt við notkun vörumerkisins B5 við veitingarekstur skemmtistaðarins B5 sem rekinn er í Bankastræti 5. 16. ágúst 2023 17:16 Markmiðið að endurvekja gamla B5 „Markmið okkar er að endurvekja stemninguna sem var áður á B5, sjarmann og glamúrinn sem einkenndi staðinn, sem á sínum tíma var besti næturklúbbur borgarinnar,“ segir Vesta Mikute unnusta viðskiptamannsins Sverris Einars Eiríkssonar. Saman reka þau nú skemmtistaðinn Bankastræti Club. 14. júní 2023 11:50 Eigendaskipti á Bankastræti Club Sverrir Einar Eiríksson, sem um þessar mundir er helst kenndur við Nýju vínbúðina, er nýr eigandi skemmtistaðarins Bankastræti club. Birgitta Líf Björnsdóttir er ekki lengur í eigendahópi staðarins. 13. júní 2023 13:39 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
„Við eftirlit á skemmtistað í miðbænum kom í ljós að of margir gestir voru inn á staðnum auk þess sem fólk undir lögaldri var þar að skemmta sér,“ sagði í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á sunnudagsmorgun. Heimildir Vísir herma að um skemmtistaðinn B hafi verið að ræða og sjónarvottar hafa lýst því hvernig Sverrir Einar var leiddur út af staðnum í járnum. Lögreglan hefur ekki viljað staðfesta um hvaða skemmtistað var að ræða. Keypti staðinn í júní og hefur tvisvar ratað í fréttir Sverrir Einar keypti staðinn ásamt Vestu Minkute, unnustu sinni, í júní síðastliðnum. Yfirlýst markmið þeirra var að endurvekja þá stemmingu sem ríkti á fyrri útgáfu staðarins sem var starfræktur frá fyrsta áratug aldarinnar sem gekk undir nafninu B5. Athygli vakti í ágúst þegar greint var frá því að staðurinn mætti ekki heita B5, eins og stóð upphaflega til. Samkvæmt skráningu Hugverkastofu er vörkumerkið B5 í eigu KG ehf. og hafði því verið notað í heimildarleysi frá því að eigendaskipti urðu á skemmtistaðnum. Þá var nafni staðarins breytt úr Bankastræti Club í B5. Þá brugðu nýir eigendur á það ráð að endurnefna staðinn einfaldlega B. Ekki hefur náðst í Sverri Einar við vinnslu fréttarinnar. Uppfært klukkan 08:30 Sverrir hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem hann segist ekki sáttur við framgöngu lögreglu.
Næturlíf Veitingastaðir Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir B5 má ekki heita B5 Lögbann hefur verið lagt við notkun vörumerkisins B5 við veitingarekstur skemmtistaðarins B5 sem rekinn er í Bankastræti 5. 16. ágúst 2023 17:16 Markmiðið að endurvekja gamla B5 „Markmið okkar er að endurvekja stemninguna sem var áður á B5, sjarmann og glamúrinn sem einkenndi staðinn, sem á sínum tíma var besti næturklúbbur borgarinnar,“ segir Vesta Mikute unnusta viðskiptamannsins Sverris Einars Eiríkssonar. Saman reka þau nú skemmtistaðinn Bankastræti Club. 14. júní 2023 11:50 Eigendaskipti á Bankastræti Club Sverrir Einar Eiríksson, sem um þessar mundir er helst kenndur við Nýju vínbúðina, er nýr eigandi skemmtistaðarins Bankastræti club. Birgitta Líf Björnsdóttir er ekki lengur í eigendahópi staðarins. 13. júní 2023 13:39 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
B5 má ekki heita B5 Lögbann hefur verið lagt við notkun vörumerkisins B5 við veitingarekstur skemmtistaðarins B5 sem rekinn er í Bankastræti 5. 16. ágúst 2023 17:16
Markmiðið að endurvekja gamla B5 „Markmið okkar er að endurvekja stemninguna sem var áður á B5, sjarmann og glamúrinn sem einkenndi staðinn, sem á sínum tíma var besti næturklúbbur borgarinnar,“ segir Vesta Mikute unnusta viðskiptamannsins Sverris Einars Eiríkssonar. Saman reka þau nú skemmtistaðinn Bankastræti Club. 14. júní 2023 11:50
Eigendaskipti á Bankastræti Club Sverrir Einar Eiríksson, sem um þessar mundir er helst kenndur við Nýju vínbúðina, er nýr eigandi skemmtistaðarins Bankastræti club. Birgitta Líf Björnsdóttir er ekki lengur í eigendahópi staðarins. 13. júní 2023 13:39