Hallgrímur fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Víkingum: Vitum hvar við getum meitt þá Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2023 22:46 Hallgrímur á hliðarlínunni á Laugardalsvelli, þar sem leikur morgundagsins fer fram. Vísir/Anton Brink „Það er bara fínt spennustig. Búnir að undirbúa okkur vel, fara yfir Víkingsliðið og erum klárir í leikinn,“ sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, sem mætir Víking í úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu á Laugardalsvelli á morgun, laugardag. „Á tímabili vorum við með helvíti marga laskaða, sumir gátu ekki spilað og sumir inn á vellinum vel laskaðir. Þeir eru búnir að ná sér, staðan á hópnum er betri og það eru mjög fáir sem geta ekki tekið þátt í leiknum,“ sagði Hallgrímur aðspurður út í stöðuna á leikmannahópi KA en liðið var í stífu leikjaprógrammi vegna þátttöku í Evrópukeppni áður en það kom smá andrými. „Víkingur er frábært lið en við erum búnir að spila á móti mörgum frábærum liðum í sumar, vitum hvar við getum meitt þá. Erum vel undirbúnir undir það sem þeir eru góðir í. Ætlum okkur að vinna leikinn, ekkert annað sem kemur til greina. Ef við spilum vel þá eigum við fína möguleika.“ Klippa: Hallgrímur fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Víkingum: Vitum hvar við getum meitt þá Víkingur er svo gott sem búið að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn þó enn sé nóg eftir af mótinu. Þá hafa Víkingar landað bikarnum síðustu þrjú tímabil sem leikið hefur verið til úrslita í Mjólkurbikarnum. Hvað þarf KA að gera til að vinna þetta Víkingslið? „Ætla ekki að koma með of mikið hérna, þurfum að mæta þeim líkamlega. Föst leikatriði munu klárlega hafa áhrif á leikinn, tala nú ekki um ef það verður vindur og rigning. Svo erum við með nokkra hluti sem við höfum æft sem ég er ekki að fara tala um í viðtali.“ KA hefur fjórum sinnum leikið til úrslita í bikarkeppninni en aldrei hefur bikarinn skilað sér í hús. „Okkur langar rosalega að taka titilinn, það myndi gera rosalega mikið fyrir okkur. Við höfum verið að skrifa söguna í sumar með Evrópukeppninni og það væri rosalega sætt ef við gætum haldið því áfram og komið með fyrsta bikartitilinn heim.“ „Búið að vera þvílíkt flottur stuðningur, spiluðum þrjá Evrópuleiki í Reykjavík þar sem komu yfir þúsund manns og síðast þegar ég vissi er búið að selja yfir þúsund miða hjá okkur og endar kannski í 1500 manns, sem er ótrúlegt. Gaman að sjá að fólk sé tilbúið að horfa á okkur og styðja okkur,“ sagði Hallgrímur að endingu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla KA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
„Á tímabili vorum við með helvíti marga laskaða, sumir gátu ekki spilað og sumir inn á vellinum vel laskaðir. Þeir eru búnir að ná sér, staðan á hópnum er betri og það eru mjög fáir sem geta ekki tekið þátt í leiknum,“ sagði Hallgrímur aðspurður út í stöðuna á leikmannahópi KA en liðið var í stífu leikjaprógrammi vegna þátttöku í Evrópukeppni áður en það kom smá andrými. „Víkingur er frábært lið en við erum búnir að spila á móti mörgum frábærum liðum í sumar, vitum hvar við getum meitt þá. Erum vel undirbúnir undir það sem þeir eru góðir í. Ætlum okkur að vinna leikinn, ekkert annað sem kemur til greina. Ef við spilum vel þá eigum við fína möguleika.“ Klippa: Hallgrímur fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Víkingum: Vitum hvar við getum meitt þá Víkingur er svo gott sem búið að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn þó enn sé nóg eftir af mótinu. Þá hafa Víkingar landað bikarnum síðustu þrjú tímabil sem leikið hefur verið til úrslita í Mjólkurbikarnum. Hvað þarf KA að gera til að vinna þetta Víkingslið? „Ætla ekki að koma með of mikið hérna, þurfum að mæta þeim líkamlega. Föst leikatriði munu klárlega hafa áhrif á leikinn, tala nú ekki um ef það verður vindur og rigning. Svo erum við með nokkra hluti sem við höfum æft sem ég er ekki að fara tala um í viðtali.“ KA hefur fjórum sinnum leikið til úrslita í bikarkeppninni en aldrei hefur bikarinn skilað sér í hús. „Okkur langar rosalega að taka titilinn, það myndi gera rosalega mikið fyrir okkur. Við höfum verið að skrifa söguna í sumar með Evrópukeppninni og það væri rosalega sætt ef við gætum haldið því áfram og komið með fyrsta bikartitilinn heim.“ „Búið að vera þvílíkt flottur stuðningur, spiluðum þrjá Evrópuleiki í Reykjavík þar sem komu yfir þúsund manns og síðast þegar ég vissi er búið að selja yfir þúsund miða hjá okkur og endar kannski í 1500 manns, sem er ótrúlegt. Gaman að sjá að fólk sé tilbúið að horfa á okkur og styðja okkur,“ sagði Hallgrímur að endingu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla KA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira