Hver ætlar að standa með höfuðborginni? Pawel Bartoszek skrifar 15. september 2023 06:30 Nýlega var skipaður hópur til að rýna hugmyndina um jarðgöng milli lands og Eyja. Uppreiknaður kostnaður við slík jarðgöng er á bilinu 100-160 milljarðar. Þessi göng eru eru enn á hugmyndastigi en önnur eru komin lengra: göng undir Fjarðarheiði, sem þegar hefur verið ákveðið að ráðast í eiga að kosta nálægt 50 milljörðum. Fyrirhuguð göng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar eru litlu ódýrari. Ég tek fram: Jarðgöng eru almennt góð fjárfesting og það er ekki óeðlilegt að stór hluti heildarframlaga okkar til samgangna fari í að tengja byggðir, þar sem fjarlægðir eru miklar og aðstæður erfiðar. Það er hið eðlilegasta mál. Það er hins vegar merkilegt að jafndýrar og jafnmikilvægar samgönguframkvæmdir þykja sjálfsagðar utan suðvesturhornsins en eru kallaðar “útópískar” þegar þær eiga að þjóna íbúum á suðvesturhorninu. Því ekki að hugsa stórt? Talandi um útópíu: Fjórtán kílómetra neðanjarðarlestarlína í Brescia kostaði um 130 milljarða króna fyrir áratug. Á verðlagi dagsins í dag er það um 190 milljarðar. Já, það er dýrt, því verður ekki neitað, en þetta er upphæð sem við sem samfélag getum ráðið við. Ef við myndum forgangsraða því ofar öðrum samgönguframkvæmdum. Neðanjarðarlestarlína á því skilið að fara inn á töfluna, með öðrum stórhuga hugmyndum, eins og þeim að gera göng til Eyja. Ódýra og hagkvæma lausnin er Borgarlína Aðrar hugmyndir um almenningssamgöngur eru síðan sannarlega innan marka þess sem við höfum efni á. Léttlest er þrefalt ódýrari en neðanjarðarlest og hraðvagnakerfi, eins og Borgarlína, er töluvert ódýrari en léttlest. Þannig að þegar hvatt er til þess að farið sé í “hagkvæmari” og “ódýrari” lausnir fyrir almenningssamgöngur höfuðborgarsvæðisins þá er gott að muna að sú málamiðlun hefur þegar átt sér stað. Ódýra og hagkvæma lausnin í almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins heitir “Borgarlína”. Stöndum með eðlilegum fjárfestingum í samgöngum Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins er stórmerkilegt og gagnlegt plagg. En hann er líka málamiðlun. Helmingur hans fer í grænar fjárfestingar (borgarlínu og hjól) og helmingur í malbik fyrir bíla. Ef hann á að endurskoða ætti síst að minnka hlutfall hins græna og alls ekki að minnka hlutdeild höfuðborgarsvæðisins í heildarsamöngufjárfestingum Íslands. Kjörnir fulltrúar á höfuðborgarsvæðinu verða að hafa hugrekki til að standa með eðlilegum fjárfestingum í samgönguinnviðum í borgarsvæði þar sem 2/3 allra landsmanna búa og starfa. Höfundur er borgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Reykjavík Samgöngur Borgarlína Jarðgöng á Íslandi Pawel Bartoszek Tengdar fréttir Aðkoma ríkis að borgarlínu þurfi að vera einhver Borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn í Kópavogieru eru sammála um að forgangsraða verði framkvæmdum tengdum samgöngusáttmálanum. Samtal sé í gangi við ríkið um þátttöku þess í rekstri borgarlínunnar. 10. september 2023 15:35 Þurfi meiri tíma í Borgarlínu Innviðaráðherra segir of snemmt að slá því föstu að gera þurfi verulegar breytingar á framkvæmdum vegna Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu, á meðan vinna standi enn yfir við að uppfæra samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins á milli ríkisins og sveitarfélaga. Borgarlína sé hins vegar risastórt verkefni sem þurfi meiri tíma, bæði með tilliti til verkfræðinnar en líka fjármögnunar. 31. ágúst 2023 23:31 Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Nýlega var skipaður hópur til að rýna hugmyndina um jarðgöng milli lands og Eyja. Uppreiknaður kostnaður við slík jarðgöng er á bilinu 100-160 milljarðar. Þessi göng eru eru enn á hugmyndastigi en önnur eru komin lengra: göng undir Fjarðarheiði, sem þegar hefur verið ákveðið að ráðast í eiga að kosta nálægt 50 milljörðum. Fyrirhuguð göng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar eru litlu ódýrari. Ég tek fram: Jarðgöng eru almennt góð fjárfesting og það er ekki óeðlilegt að stór hluti heildarframlaga okkar til samgangna fari í að tengja byggðir, þar sem fjarlægðir eru miklar og aðstæður erfiðar. Það er hið eðlilegasta mál. Það er hins vegar merkilegt að jafndýrar og jafnmikilvægar samgönguframkvæmdir þykja sjálfsagðar utan suðvesturhornsins en eru kallaðar “útópískar” þegar þær eiga að þjóna íbúum á suðvesturhorninu. Því ekki að hugsa stórt? Talandi um útópíu: Fjórtán kílómetra neðanjarðarlestarlína í Brescia kostaði um 130 milljarða króna fyrir áratug. Á verðlagi dagsins í dag er það um 190 milljarðar. Já, það er dýrt, því verður ekki neitað, en þetta er upphæð sem við sem samfélag getum ráðið við. Ef við myndum forgangsraða því ofar öðrum samgönguframkvæmdum. Neðanjarðarlestarlína á því skilið að fara inn á töfluna, með öðrum stórhuga hugmyndum, eins og þeim að gera göng til Eyja. Ódýra og hagkvæma lausnin er Borgarlína Aðrar hugmyndir um almenningssamgöngur eru síðan sannarlega innan marka þess sem við höfum efni á. Léttlest er þrefalt ódýrari en neðanjarðarlest og hraðvagnakerfi, eins og Borgarlína, er töluvert ódýrari en léttlest. Þannig að þegar hvatt er til þess að farið sé í “hagkvæmari” og “ódýrari” lausnir fyrir almenningssamgöngur höfuðborgarsvæðisins þá er gott að muna að sú málamiðlun hefur þegar átt sér stað. Ódýra og hagkvæma lausnin í almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins heitir “Borgarlína”. Stöndum með eðlilegum fjárfestingum í samgöngum Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins er stórmerkilegt og gagnlegt plagg. En hann er líka málamiðlun. Helmingur hans fer í grænar fjárfestingar (borgarlínu og hjól) og helmingur í malbik fyrir bíla. Ef hann á að endurskoða ætti síst að minnka hlutfall hins græna og alls ekki að minnka hlutdeild höfuðborgarsvæðisins í heildarsamöngufjárfestingum Íslands. Kjörnir fulltrúar á höfuðborgarsvæðinu verða að hafa hugrekki til að standa með eðlilegum fjárfestingum í samgönguinnviðum í borgarsvæði þar sem 2/3 allra landsmanna búa og starfa. Höfundur er borgarfulltrúi Viðreisnar.
Aðkoma ríkis að borgarlínu þurfi að vera einhver Borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn í Kópavogieru eru sammála um að forgangsraða verði framkvæmdum tengdum samgöngusáttmálanum. Samtal sé í gangi við ríkið um þátttöku þess í rekstri borgarlínunnar. 10. september 2023 15:35
Þurfi meiri tíma í Borgarlínu Innviðaráðherra segir of snemmt að slá því föstu að gera þurfi verulegar breytingar á framkvæmdum vegna Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu, á meðan vinna standi enn yfir við að uppfæra samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins á milli ríkisins og sveitarfélaga. Borgarlína sé hins vegar risastórt verkefni sem þurfi meiri tíma, bæði með tilliti til verkfræðinnar en líka fjármögnunar. 31. ágúst 2023 23:31
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar