Red Bull getur tryggt sér snemmbúinn heimsmeistaratitil í Singapúr Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. september 2023 13:01 Það er fyrir löngu orðið spurning um hvenær frekar en hvort Red Bull verður heimsmeistari bílasmiða í Formúlu 1. Beata Zawrzel/NurPhoto via Getty Images Þrátt fyrir að enn séu átta keppnir og þrjár sprettkeppnir eftir af tímabilinu í Formúlu 1 er nú þegar orðið nokkuð ljóst hvaða lið og hvaða ökumaður mun tryggja sér heimsmeistaratitlana tvo sem í boði eru. Red Bull-liðið, með þá Max Verstappen og Sergio Perez innanborðs, getur tryggt sér heimsmeistaratitil bílasmiða strax um næstu helgi þegar kappt verður í Singapúr. Liðið ber höfuð og herðar yfir önnur lið á tímabilinu og hefur unnið allar keppnir ársins hingað til. Þar fer Hollendingurinn og tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen fremstur í flokki, en hann hefur unnið tólf af fjórtán keppnum tímabilsins, en liðfélagi hans, Sergio Perez, hefur unnið tvær. Red Bull er því með 310 stiga forskot á Mercedes sem situr í öðru sæti heimsmeistarakeppni bílasmiða nú þegar átta keppnir og þrjár sprettkeppnir eru eftir af tímabilinu. Red Bull er með 583 stig, en Mercedes aðeins 273 stig. Það þýðir að Red Bull-liðið getur tryggt sér heimsmeistaratitil bílasmiða nú strax um helgina. Til þess að það gerist þurfa þeir Verstappen og Perez að koma í mark í fyrsta og öðru sæti og treysta svo á mistök hjá Mercedes-mönnunum Lewis Hamilton og George Russell. Ef Mercedes-liðinu mistekst að ná í stig um helgina, og Red Bull tekur 1. og 2. sæti, er Red Bull heimsmeistari. Red Bull-liðið getur einnig orðið heimsmeistari ef Mercedes fær aðeins eitt stig á sama tíma og Verstappen og Perez taka 1. og 2. sæti og annar þeirra nær hraðasta hring. Here's how Red Bull can win the Constructors' Championship this weekend in Singapore 🏆#SingaporeGP #F1 @redbullracing pic.twitter.com/v2fPekMA7F— Formula 1 (@F1) September 12, 2023 Þá styttist einnig í að Max Verstappen geti klárað sinn þriðja heimsmeistaratitil í röð og þann þriðja á ferlinum. Hollendingurinn er með 145 stiga forskot á liðsfélaga sinn sem situr í öðru sæti, en hann getur í fyrsta lagi tryggt sér titilinn í Japan þarnæstu helgi með því að ná að minnsta kosti 180 stiga forskoti. Miðað við meðaltal stiga á tímabilinu er þó líklegast að Max Verstappen verði krýndur heimsmeistari í Katar þann 8. október, að því gefnu að hann verði þá með að minnsta kosti 146 stiga forskot að sprettkeppni og keppni lokinni. Akstursíþróttir Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Sjá meira
Red Bull-liðið, með þá Max Verstappen og Sergio Perez innanborðs, getur tryggt sér heimsmeistaratitil bílasmiða strax um næstu helgi þegar kappt verður í Singapúr. Liðið ber höfuð og herðar yfir önnur lið á tímabilinu og hefur unnið allar keppnir ársins hingað til. Þar fer Hollendingurinn og tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen fremstur í flokki, en hann hefur unnið tólf af fjórtán keppnum tímabilsins, en liðfélagi hans, Sergio Perez, hefur unnið tvær. Red Bull er því með 310 stiga forskot á Mercedes sem situr í öðru sæti heimsmeistarakeppni bílasmiða nú þegar átta keppnir og þrjár sprettkeppnir eru eftir af tímabilinu. Red Bull er með 583 stig, en Mercedes aðeins 273 stig. Það þýðir að Red Bull-liðið getur tryggt sér heimsmeistaratitil bílasmiða nú strax um helgina. Til þess að það gerist þurfa þeir Verstappen og Perez að koma í mark í fyrsta og öðru sæti og treysta svo á mistök hjá Mercedes-mönnunum Lewis Hamilton og George Russell. Ef Mercedes-liðinu mistekst að ná í stig um helgina, og Red Bull tekur 1. og 2. sæti, er Red Bull heimsmeistari. Red Bull-liðið getur einnig orðið heimsmeistari ef Mercedes fær aðeins eitt stig á sama tíma og Verstappen og Perez taka 1. og 2. sæti og annar þeirra nær hraðasta hring. Here's how Red Bull can win the Constructors' Championship this weekend in Singapore 🏆#SingaporeGP #F1 @redbullracing pic.twitter.com/v2fPekMA7F— Formula 1 (@F1) September 12, 2023 Þá styttist einnig í að Max Verstappen geti klárað sinn þriðja heimsmeistaratitil í röð og þann þriðja á ferlinum. Hollendingurinn er með 145 stiga forskot á liðsfélaga sinn sem situr í öðru sæti, en hann getur í fyrsta lagi tryggt sér titilinn í Japan þarnæstu helgi með því að ná að minnsta kosti 180 stiga forskoti. Miðað við meðaltal stiga á tímabilinu er þó líklegast að Max Verstappen verði krýndur heimsmeistari í Katar þann 8. október, að því gefnu að hann verði þá með að minnsta kosti 146 stiga forskot að sprettkeppni og keppni lokinni.
Akstursíþróttir Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Sjá meira