Konur eru betri skurðlæknar en karlar Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 10. september 2023 14:02 Heilaskurðlæknir skoðar sneiðmyndir af mannsheilanum. Getty Eru konur betri skurðlæknar en karlar? Þessa spurningu lögðu vísindamenn í Kanada og Svíþjóð upp með fyrir nokkrum misserum og nú hefur svarið verið birt. Já, þær virðast vera talsvert betri skurðlæknar. Skoðuðu 1.200.000 sjúkraskrár Læknateymið sem stóð að rannsókninni í Kanada fór í gegnum sjúkraskýrslur 1.200 þúsund sjúklinga á árunum 2007 til 2019, þannig að úrtakið er rúmlega þrisvar sinnum fjölmennara en öll íslenska þjóðin. 25 ólíkar skurðaðgerðir voru skoðaðar, sem snertu hjarta, heila, bein, blóð og önnur líffæri. Niðurstöðurnar sem birtust í læknatímaritinu Jama Surgery, sýna að þremur mánuðum eftir skurðaðgerð kvarta tæp 14% sjúklinga sem skorin voru af körlum undan ýmsum aukaverkunum, en 12,5% þeirra sem lögðust undir hnífinn hjá konum. Meiri aukaverkanir og fleiri endurinnlagnir hjá sjúklingum karllækna Ári eftir aðgerð kvörtuðu 25% sjúklinga karlanna undan aukaverkunum, en rúm 20% þeirra sem höfðu kvenkyns skurðlækna. Sjúklingar karllæknanna voru einnig líklegri til að leggjast aftur inn á sjúkrahús innan þriggja mánaða eftir aðgerð. Þá sýndu gögnin að sjúklingar sem voru til meðferðar hjá körlum voru í 25% meiri hættu á að deyja innan árs eftir aðgerð. Sjúklingar sem nutu handleiðslu kvenkyns skurðlækna dvöldu einnig skemur á sjúkrahúsi. Sambærileg rannsókn sem gerð var í Svíþjóð og vann með 150.000 manna úrtak sýndi sömu eða svipaðar niðurstöður. Kvenskurðlæknar fara sér hægar og hlusta betur á sjúklinga Dr. My Blohm við Karolínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi, segir að víða um heim sé það enn trú manna að karlar séu betri skurðlæknar en konur, en að þessar rannsóknir ættu aðeins að slá á þá hugaróra. Rannsakendur eru enn að rýna í niðurstöðurnar og leita skýringa á þessum kynjamuni, en vísbendingar eru um að kvenkyns skurðlæknar taki sér lengri tíma í aðgerðirnar og það kunni að vera hluti skýringarinnar. Þá hafa skurðlæknar sem hafa tjáð sig um rannsóknina einng velt upp þeim möguleika að konur sem mundi skurðhnífanna undirbúi sjúklinga sína hugsanlega betur fyrir aðgerðir og hlusti betur á þá eftir aðgerðina. Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Skoðuðu 1.200.000 sjúkraskrár Læknateymið sem stóð að rannsókninni í Kanada fór í gegnum sjúkraskýrslur 1.200 þúsund sjúklinga á árunum 2007 til 2019, þannig að úrtakið er rúmlega þrisvar sinnum fjölmennara en öll íslenska þjóðin. 25 ólíkar skurðaðgerðir voru skoðaðar, sem snertu hjarta, heila, bein, blóð og önnur líffæri. Niðurstöðurnar sem birtust í læknatímaritinu Jama Surgery, sýna að þremur mánuðum eftir skurðaðgerð kvarta tæp 14% sjúklinga sem skorin voru af körlum undan ýmsum aukaverkunum, en 12,5% þeirra sem lögðust undir hnífinn hjá konum. Meiri aukaverkanir og fleiri endurinnlagnir hjá sjúklingum karllækna Ári eftir aðgerð kvörtuðu 25% sjúklinga karlanna undan aukaverkunum, en rúm 20% þeirra sem höfðu kvenkyns skurðlækna. Sjúklingar karllæknanna voru einnig líklegri til að leggjast aftur inn á sjúkrahús innan þriggja mánaða eftir aðgerð. Þá sýndu gögnin að sjúklingar sem voru til meðferðar hjá körlum voru í 25% meiri hættu á að deyja innan árs eftir aðgerð. Sjúklingar sem nutu handleiðslu kvenkyns skurðlækna dvöldu einnig skemur á sjúkrahúsi. Sambærileg rannsókn sem gerð var í Svíþjóð og vann með 150.000 manna úrtak sýndi sömu eða svipaðar niðurstöður. Kvenskurðlæknar fara sér hægar og hlusta betur á sjúklinga Dr. My Blohm við Karolínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi, segir að víða um heim sé það enn trú manna að karlar séu betri skurðlæknar en konur, en að þessar rannsóknir ættu aðeins að slá á þá hugaróra. Rannsakendur eru enn að rýna í niðurstöðurnar og leita skýringa á þessum kynjamuni, en vísbendingar eru um að kvenkyns skurðlæknar taki sér lengri tíma í aðgerðirnar og það kunni að vera hluti skýringarinnar. Þá hafa skurðlæknar sem hafa tjáð sig um rannsóknina einng velt upp þeim möguleika að konur sem mundi skurðhnífanna undirbúi sjúklinga sína hugsanlega betur fyrir aðgerðir og hlusti betur á þá eftir aðgerðina.
Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira