Gjaldtaka við Reykjavíkurflugvöll eftir tvö ár Bjarki Sigurðsson skrifar 10. september 2023 12:09 Sigrún Björk Jakobsdóttir er framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla. Framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla segir félagið þurfa að bíða eftir samþykktri samgönguáætlun til að geta hafið gjaldskyldu á bílastæðinu við Reykjavíkurflugvöll. Fjöldi fólks leggi ökutækjum sínum þar án þess að vera nokkuð að sýsla með flugvöllinn. Í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata, um flugstöðina á Reykjavíkurflugvelli segir að Isavia innanlandsflugvellir hafi verið í undirbúningi á innleiðingu gjaldskyldu á bílastæðum við flugvöllinn. Í svarinu kemur einnig fram að tekjur af bílastæðagjöldum og sektum muni renna til Isavia innanlandsflugvalla og standa undir rekstri og viðhaldi bílastæðanna. Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla, segist ekki geta svarað því hvenær gjaldskyldan yrði innleidd. „Staðan á Reykjavíkurflugvelli býður samgönguáætlunar og hvort það verði samþykkt að fara í uppbyggingu á flugstöðinni á Reykjavíkurflugvelli. Þá verður þetta tekið í heild sinni. Við höfum verið að undirbúa gjaldtöku bæði á Akureyri og Egilsstaðaflugvelli og ég reikna með að það fari í gang núna í haust,“ segir Sigrún. Hún segir að það yrði afar gagnlegt fyrir Isavia innanlandsflugvelli að taka upp gjaldskyldu á stæðinu sem fyrst svo stýra megi flæðinu þar. Fjöldi fólks á það til að leggja í stæðunum til lengri tíma. „Sumir geyma bílana sína þarna mjög lengi og teppa þá bílastæðin fyrir öðrum sem eru að fara dagsferðir út á land og fleira. Þannig í rauninni er það sú stýring sem við viljum taka upp,“ segir Sigrún. Hún segir Isavia innanlandsflugvelli vilja nýta stæðin betur fyrir þá farþega sem eru að fljúga hverju sinni. „Því þetta er bílastæði sem er vel staðsett þannig ég á von á því að margir séu að nýta þetta til lengri tíma án þess að vera nokkuð að sýsla með flugvöllinn,“ segir Sigrún. Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bílastæði Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Sjá meira
Í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata, um flugstöðina á Reykjavíkurflugvelli segir að Isavia innanlandsflugvellir hafi verið í undirbúningi á innleiðingu gjaldskyldu á bílastæðum við flugvöllinn. Í svarinu kemur einnig fram að tekjur af bílastæðagjöldum og sektum muni renna til Isavia innanlandsflugvalla og standa undir rekstri og viðhaldi bílastæðanna. Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla, segist ekki geta svarað því hvenær gjaldskyldan yrði innleidd. „Staðan á Reykjavíkurflugvelli býður samgönguáætlunar og hvort það verði samþykkt að fara í uppbyggingu á flugstöðinni á Reykjavíkurflugvelli. Þá verður þetta tekið í heild sinni. Við höfum verið að undirbúa gjaldtöku bæði á Akureyri og Egilsstaðaflugvelli og ég reikna með að það fari í gang núna í haust,“ segir Sigrún. Hún segir að það yrði afar gagnlegt fyrir Isavia innanlandsflugvelli að taka upp gjaldskyldu á stæðinu sem fyrst svo stýra megi flæðinu þar. Fjöldi fólks á það til að leggja í stæðunum til lengri tíma. „Sumir geyma bílana sína þarna mjög lengi og teppa þá bílastæðin fyrir öðrum sem eru að fara dagsferðir út á land og fleira. Þannig í rauninni er það sú stýring sem við viljum taka upp,“ segir Sigrún. Hún segir Isavia innanlandsflugvelli vilja nýta stæðin betur fyrir þá farþega sem eru að fljúga hverju sinni. „Því þetta er bílastæði sem er vel staðsett þannig ég á von á því að margir séu að nýta þetta til lengri tíma án þess að vera nokkuð að sýsla með flugvöllinn,“ segir Sigrún.
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bílastæði Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Sjá meira