Þarf að skila skýrslu um tvískotinn hval innan tveggja virkra daga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. september 2023 12:01 Hvalur 9 hefur lagt við bryggju í Hvalfirði. Skipið veiddi tvær langreyðar í fyrstu veiðiferð þessa tímabils. snapshot-photography/B.Niehaus Þrjár langreyðar hafa verið veiddar af hvalveiðiskipunum Hvali 8 og 9. Dýraverndunarsinni sem fylgst hefur með starfsemi Hvals í Hvalfirði segir einn hvalanna hafa verið skotinn minnst tvisvar með skutli og veiðarnar því ekki í samræmi við nýja reglugerð. Hvalveiðiskipin Hvalur 8 og Hvalur 9 eru nú bæði komin í höfn eftir fyrsta veiðitúr þessa tímabils. Saman hafa þau veitt þrjár langreyðar en þau héldu út á miðin á miðvikudag. Hvalur 8 landaði fyrstu langreyðinni í nótt. „Sá hvalur hafði verið skotinn minnst tvisvar með hvalskutlum. Síðan þá hefur Hvalur 9 einnig lagst við bryggju með tvo hvali til viðbótar,“ segir Robert Reed, framkvæmdastjóri dýraverndarsamtakanna Paul Watson Foundation í Bretlandi. „Þessi fyrsti hvalur sem var veiddur sannar það að hvorki er hægt að drepa hvali samstundis né hratt.“ Hvalur þurfi að skila skýrslu innan tveggja daga Þóra Jóhanna Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun segir í samtali við fréttastofu að þegar atvik sem þetta komi upp þurfi Hvalur að skila inn atvikaskýrslu eigi síðar en tveimur virkum dögum eftir að veiðiferð lýkur, þar sem hann skal lýsa atviki og greina mögulegar orsakir þess. Atvikið verði rýnt og mögulegar uppgefnar orsakir þess. Stofnunin meti svo hvort úrbóta verði krafist áður en veiðar halda áfram. Þóra bendir á að almenn ákvæði laga um velferð dýra heimili matvælastofnun að takmarka eða stöðva starfsemi þegar um alvarleg tilvik eða ítrekuð brot er að ræða eða ef aðilar sinna ekki tilmælum innan tilgreinds frests. Fara fram á stöðvun hvalveiða „Hvalveiðarnar standast ekki lög um dýravelferð. Og ef þú getur hvorki drepið dýr á mannúðlegan hátt né hratt ætti ekki að drepa þau yfir höfuð,“ segir Rob. Haft var eftir stöðvarstjóra á hvalstöðinni í Hvalfirði í frétt sem birtist á mbl.is í morgun að veiðarnar hafi gengið vel þrátt fyrir blindþoku og leiðindaveður. Í reglugerð matvælaráðherra sem tók gildi 1. september segir að veiðarnar megi ekki fara fram nema við góð veðurskilyrði. Þóra segir að í reglugerðinni sé ekki kveðið á um hvað teljist til góðra veðurskilyrða. Eftirlitsmenn í skipunum eigi eftir að skila skýrslum sínum þar sem veðuraðstæður eru skráðar í þaula. Náttúruverndarsamtök Íslands hafa nú, með bréfi til Matvælastofnunar, farið fram á tafarlausa stöðvun hvalveiða. Vísa samtökin til þess að einn hvalurinn hafi verið skotinn í það minnst í tvígang og að hvalveiðar hafi farið fram við slæmar veðuraðstæður. Hvalir Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segja eitt dýrið hafa verið skotið tvisvar Þrjár langreyðar voru skotnar í fyrsta túr hvalskipanna Hvals 8 og 9 sem héldu til veiða á miðvikudag eftir að mótmælastöðu tveggja kvenna sem höfðu hlekkjað sig við hvalbátana var hætt. 8. september 2023 07:33 Hvalur 8 varð fyrri til Áhöfnin á Hval 9 hyggst freista þess að veiða aðra langreyði áður en haldið verður til hafnar í Hvalfirði. Tvær langreyðar veiddust í dag og voru það fyrstu hvalirnir sem veiddir hafa verið á yfirstandandi vertíð. 7. september 2023 20:31 Fyrstu hvalirnir veiddir Tvær langreyðar hafa verið veiddar á hvalveiðivertíðinni sem nú stendur yfir. Áhafnir Hvals 8 og Hvals 9 sigldu út á miðin í gær. 7. september 2023 18:01 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Sjá meira
Hvalveiðiskipin Hvalur 8 og Hvalur 9 eru nú bæði komin í höfn eftir fyrsta veiðitúr þessa tímabils. Saman hafa þau veitt þrjár langreyðar en þau héldu út á miðin á miðvikudag. Hvalur 8 landaði fyrstu langreyðinni í nótt. „Sá hvalur hafði verið skotinn minnst tvisvar með hvalskutlum. Síðan þá hefur Hvalur 9 einnig lagst við bryggju með tvo hvali til viðbótar,“ segir Robert Reed, framkvæmdastjóri dýraverndarsamtakanna Paul Watson Foundation í Bretlandi. „Þessi fyrsti hvalur sem var veiddur sannar það að hvorki er hægt að drepa hvali samstundis né hratt.“ Hvalur þurfi að skila skýrslu innan tveggja daga Þóra Jóhanna Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun segir í samtali við fréttastofu að þegar atvik sem þetta komi upp þurfi Hvalur að skila inn atvikaskýrslu eigi síðar en tveimur virkum dögum eftir að veiðiferð lýkur, þar sem hann skal lýsa atviki og greina mögulegar orsakir þess. Atvikið verði rýnt og mögulegar uppgefnar orsakir þess. Stofnunin meti svo hvort úrbóta verði krafist áður en veiðar halda áfram. Þóra bendir á að almenn ákvæði laga um velferð dýra heimili matvælastofnun að takmarka eða stöðva starfsemi þegar um alvarleg tilvik eða ítrekuð brot er að ræða eða ef aðilar sinna ekki tilmælum innan tilgreinds frests. Fara fram á stöðvun hvalveiða „Hvalveiðarnar standast ekki lög um dýravelferð. Og ef þú getur hvorki drepið dýr á mannúðlegan hátt né hratt ætti ekki að drepa þau yfir höfuð,“ segir Rob. Haft var eftir stöðvarstjóra á hvalstöðinni í Hvalfirði í frétt sem birtist á mbl.is í morgun að veiðarnar hafi gengið vel þrátt fyrir blindþoku og leiðindaveður. Í reglugerð matvælaráðherra sem tók gildi 1. september segir að veiðarnar megi ekki fara fram nema við góð veðurskilyrði. Þóra segir að í reglugerðinni sé ekki kveðið á um hvað teljist til góðra veðurskilyrða. Eftirlitsmenn í skipunum eigi eftir að skila skýrslum sínum þar sem veðuraðstæður eru skráðar í þaula. Náttúruverndarsamtök Íslands hafa nú, með bréfi til Matvælastofnunar, farið fram á tafarlausa stöðvun hvalveiða. Vísa samtökin til þess að einn hvalurinn hafi verið skotinn í það minnst í tvígang og að hvalveiðar hafi farið fram við slæmar veðuraðstæður.
Hvalir Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segja eitt dýrið hafa verið skotið tvisvar Þrjár langreyðar voru skotnar í fyrsta túr hvalskipanna Hvals 8 og 9 sem héldu til veiða á miðvikudag eftir að mótmælastöðu tveggja kvenna sem höfðu hlekkjað sig við hvalbátana var hætt. 8. september 2023 07:33 Hvalur 8 varð fyrri til Áhöfnin á Hval 9 hyggst freista þess að veiða aðra langreyði áður en haldið verður til hafnar í Hvalfirði. Tvær langreyðar veiddust í dag og voru það fyrstu hvalirnir sem veiddir hafa verið á yfirstandandi vertíð. 7. september 2023 20:31 Fyrstu hvalirnir veiddir Tvær langreyðar hafa verið veiddar á hvalveiðivertíðinni sem nú stendur yfir. Áhafnir Hvals 8 og Hvals 9 sigldu út á miðin í gær. 7. september 2023 18:01 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Sjá meira
Segja eitt dýrið hafa verið skotið tvisvar Þrjár langreyðar voru skotnar í fyrsta túr hvalskipanna Hvals 8 og 9 sem héldu til veiða á miðvikudag eftir að mótmælastöðu tveggja kvenna sem höfðu hlekkjað sig við hvalbátana var hætt. 8. september 2023 07:33
Hvalur 8 varð fyrri til Áhöfnin á Hval 9 hyggst freista þess að veiða aðra langreyði áður en haldið verður til hafnar í Hvalfirði. Tvær langreyðar veiddust í dag og voru það fyrstu hvalirnir sem veiddir hafa verið á yfirstandandi vertíð. 7. september 2023 20:31
Fyrstu hvalirnir veiddir Tvær langreyðar hafa verið veiddar á hvalveiðivertíðinni sem nú stendur yfir. Áhafnir Hvals 8 og Hvals 9 sigldu út á miðin í gær. 7. september 2023 18:01