Vonaðist til að verða ekki spurð hvernig faðir sinn hefði dáið Jón Þór Stefánsson skrifar 7. september 2023 23:31 Arna Pálsdóttir, sem situr í stjórn Píetasamtakanna, segir fordóma um sjálfsvíg enn vera til staðar. Bylgjan Arna Pálsdóttir, sem situr í stjórn Píetasamtakanna, ræddi um sjálfsvíg föður síns í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann féll frá árið 2001 þegar Arna var einungis sextán ára gömul. Tilefni viðtalsins er átakið gulur september, en markmið þess er að vekja athygli á geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum. „Það er nógu og erfitt fyrir unglingsstúlku að segja að pabbi hennar hafi dáið. Það eitt er mjög erfitt eitt og sér, en það sem fylgdi alltaf á eftir þegar maður er umvafinn sextán ára krökkum: „Hvernig dó hann?“ Sú spurning var alltaf erfiðari,“ segir Arna sem bætir við að hún hafi alltaf vonast til að hún þyrfti ekki að svara umræddri spurningu. Hún segir jafnframt að skiptar skoðanir hafi verið innan fjölskyldunnar um það hvernig skyldi ræða andlátið. Sumir hafi hreinlega viljað ræða um það sem slys, því sjálfsvíg væri svo neikvætt. „Þetta var ekki eins og andlát eftir veikindi, sem sjálfsvíg er. Heldur var þetta eitthvað sem átti að skammast sín fyrir. Og þegar staðan er sú, að einhver eigi að skammast sín þá verður niðurstaðan sú að einhver beri ábyrgð á því.“ Arna var hins vegar á annari skoðun. Henni fannst mikilvægt að það væri ekki leyndarmál hvernig faðir hennar dó. Þegar hún ritaði um hann minningargrein sextán ára gömul, þá lagði hún sig fram við að taka dánarorsökina fram. Að sögn Örnu hefur mjög margt breyst á þeim tveimur áratugum sem hafa liðið frá andlátinu. Fólk sé tilbúnara að ræða um sjálfsvíg í dag. Henni þykir mikilvægt að sú þróun haldi áfram og að umræðan verði eðlileg. Að þessu leiti líkir hún sjálfsvígsandlátum við andlát af völdum krabbameins. Til séu alls konar tegundir af krabbameini sem beri að með mismundandi hætti. Það sama megi segja um sjálfsvíg. „En það er eitthvað við sjálfsvíg sem fær fólk til að geta í einhverjar eyður og það fer að spyrja: „Nú ég hélt að það hefði verið allt í lagi þarna?“ Geðheilbrigðismál eru þannig að fólk fer að greina og hafa einhverja skoðun, en geðheilbrigðismál eru bara heilbrigðismál,“ segir Arna, sem tekur fram að fordómar um sjálfsvíg séu enn til staðar. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Geðheilbrigði Reykjavík síðdegis Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Sjá meira
„Það er nógu og erfitt fyrir unglingsstúlku að segja að pabbi hennar hafi dáið. Það eitt er mjög erfitt eitt og sér, en það sem fylgdi alltaf á eftir þegar maður er umvafinn sextán ára krökkum: „Hvernig dó hann?“ Sú spurning var alltaf erfiðari,“ segir Arna sem bætir við að hún hafi alltaf vonast til að hún þyrfti ekki að svara umræddri spurningu. Hún segir jafnframt að skiptar skoðanir hafi verið innan fjölskyldunnar um það hvernig skyldi ræða andlátið. Sumir hafi hreinlega viljað ræða um það sem slys, því sjálfsvíg væri svo neikvætt. „Þetta var ekki eins og andlát eftir veikindi, sem sjálfsvíg er. Heldur var þetta eitthvað sem átti að skammast sín fyrir. Og þegar staðan er sú, að einhver eigi að skammast sín þá verður niðurstaðan sú að einhver beri ábyrgð á því.“ Arna var hins vegar á annari skoðun. Henni fannst mikilvægt að það væri ekki leyndarmál hvernig faðir hennar dó. Þegar hún ritaði um hann minningargrein sextán ára gömul, þá lagði hún sig fram við að taka dánarorsökina fram. Að sögn Örnu hefur mjög margt breyst á þeim tveimur áratugum sem hafa liðið frá andlátinu. Fólk sé tilbúnara að ræða um sjálfsvíg í dag. Henni þykir mikilvægt að sú þróun haldi áfram og að umræðan verði eðlileg. Að þessu leiti líkir hún sjálfsvígsandlátum við andlát af völdum krabbameins. Til séu alls konar tegundir af krabbameini sem beri að með mismundandi hætti. Það sama megi segja um sjálfsvíg. „En það er eitthvað við sjálfsvíg sem fær fólk til að geta í einhverjar eyður og það fer að spyrja: „Nú ég hélt að það hefði verið allt í lagi þarna?“ Geðheilbrigðismál eru þannig að fólk fer að greina og hafa einhverja skoðun, en geðheilbrigðismál eru bara heilbrigðismál,“ segir Arna, sem tekur fram að fordómar um sjálfsvíg séu enn til staðar. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Geðheilbrigði Reykjavík síðdegis Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Sjá meira