Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. október 2025 13:40 Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur segir að vel sé mögulegt að gjósi á næstu dögum en mikilvægast sé að vera undir það búinn. Vísir/Arnar Ekkert bendir til þess að jarðskjálftahrinan í Krýsuvík hafi eitthvað með kviku að gera en landsig hefur verið á svæðinu. Þetta segir prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands sem telur líklegast að nú fari að hægja verulega á atburðarásinni í sundhnúksgígaröðinni þótt það sé vel mögulegt að eitt eða tvö eldgos gjósi áður. Jarðskjálfti upp á 3,3 mældist vestan við Kleifarvatn eldsnemma í morgun en nokkrir eftir skjálftar mældust í kjölfarið. Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði segir að undanfarnar vikur og mánuði hafi mælst aukin skjálftavirkni í Krýsuvík. „Hún virðist nú verða samhliða því að það hefur ekki verið landris þar heldur landsig. Aflögun er lítil. Þetta gerist á sama tíma og það er verið að bora þarna töluvert og það er mögulegt að það hafi að gera með það að það sé aðeins þrýstilækkun í hluta jarðhitakerfisins og þá verði aukin skjálftavirkni. Það er ekki neitt sem bendir til þess að þetta hafi neitt með kviku að gera, það er ekkert landris eða gliðnun eða slíkt. Það er þessi tenging við þessa auknu borun sem þarna er, það er í það minnsta líklegasti möguleikinn.“ Veðurstofan hækkaði viðbúnaðarstig í lok september og vísaði til þess að auknar líkur væru á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni. Kvikumagn hafi náð neðri mörgum þess sem hefur þurft til að upp úr gjósi. Magnús Tumi segir það allt eins líklegt, mikilvægast sé að vera viðbúinn. „Kvikan er að safnast þarna yfir eins og undanfarin ár. Það er nú að hægja á þessu ferli. Það er hægar en það var og virðist vera minnsti hraðinn sem við höfum séð núna, hvað þýðir það? Það er erfitt að fullyrða neitt, en það er að sjá að við séum að nálgast seinni hlutann í þessum umbrotum sem hafa verið og það séu líklega ekki mörg eldgos eftir, kannski eitt en við vitum þetta ekki.“ Nú sé komið álíka magn og mældist í fyrsta fasa eldsumbrota fyrir tólf hundruð árum á Reykjanesskaga. „Ef þetta hegðar sér með svipuðum hætti eins og hefur verið gert undanfarin mörg þúsund ár þar sem komu þessi eldgosatímabil sem standa í heildina í fjögur til sex hundruð ár og svo kemur fimm sex hundruð ára tími með engum gosum. Þá er líklegt að þegar gosinu lýkur á Sundhnúksgígaröðinni þá komi nokkuð langt tímabil, sem getur verið 100 ár þar sem lítið eða ekkert gerist.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Skjálftahrina er nú í gangi við Krýsuvík og Kleifarvatn. Stærsti skjálftinn í hrinunni er skráður klukkan 7:39 og var 3,3 að stærð. Aðrir skjálftar hafa verið minni en einn á stærð. Skjálftahrinan virðist hafa hafist rétt fyrir klukkan sjö í morgun. 3. október 2025 08:12 Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Auknar líkur eru á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi í Sundhnúkgsígaröðinni og hefur Veðurstofan hækkað viðvörunarstig. Þetta kemur fram í tilkynningu en þar segir að kvikumagn nái neðri mörkum þess að gos geti hafist eftir tvo daga, á laugardag 27. september. 25. september 2025 17:02 Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Landris og kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og hefur verið á stöðugum hraða undanfarnar vikur. Frá síðasta eldgosi sem hófst 16. júlí hafa um tíu milljónir rúmmetra af kviku bæst aftur við kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi. 23. september 2025 18:28 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Jarðskjálfti upp á 3,3 mældist vestan við Kleifarvatn eldsnemma í morgun en nokkrir eftir skjálftar mældust í kjölfarið. Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði segir að undanfarnar vikur og mánuði hafi mælst aukin skjálftavirkni í Krýsuvík. „Hún virðist nú verða samhliða því að það hefur ekki verið landris þar heldur landsig. Aflögun er lítil. Þetta gerist á sama tíma og það er verið að bora þarna töluvert og það er mögulegt að það hafi að gera með það að það sé aðeins þrýstilækkun í hluta jarðhitakerfisins og þá verði aukin skjálftavirkni. Það er ekki neitt sem bendir til þess að þetta hafi neitt með kviku að gera, það er ekkert landris eða gliðnun eða slíkt. Það er þessi tenging við þessa auknu borun sem þarna er, það er í það minnsta líklegasti möguleikinn.“ Veðurstofan hækkaði viðbúnaðarstig í lok september og vísaði til þess að auknar líkur væru á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni. Kvikumagn hafi náð neðri mörgum þess sem hefur þurft til að upp úr gjósi. Magnús Tumi segir það allt eins líklegt, mikilvægast sé að vera viðbúinn. „Kvikan er að safnast þarna yfir eins og undanfarin ár. Það er nú að hægja á þessu ferli. Það er hægar en það var og virðist vera minnsti hraðinn sem við höfum séð núna, hvað þýðir það? Það er erfitt að fullyrða neitt, en það er að sjá að við séum að nálgast seinni hlutann í þessum umbrotum sem hafa verið og það séu líklega ekki mörg eldgos eftir, kannski eitt en við vitum þetta ekki.“ Nú sé komið álíka magn og mældist í fyrsta fasa eldsumbrota fyrir tólf hundruð árum á Reykjanesskaga. „Ef þetta hegðar sér með svipuðum hætti eins og hefur verið gert undanfarin mörg þúsund ár þar sem komu þessi eldgosatímabil sem standa í heildina í fjögur til sex hundruð ár og svo kemur fimm sex hundruð ára tími með engum gosum. Þá er líklegt að þegar gosinu lýkur á Sundhnúksgígaröðinni þá komi nokkuð langt tímabil, sem getur verið 100 ár þar sem lítið eða ekkert gerist.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Skjálftahrina er nú í gangi við Krýsuvík og Kleifarvatn. Stærsti skjálftinn í hrinunni er skráður klukkan 7:39 og var 3,3 að stærð. Aðrir skjálftar hafa verið minni en einn á stærð. Skjálftahrinan virðist hafa hafist rétt fyrir klukkan sjö í morgun. 3. október 2025 08:12 Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Auknar líkur eru á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi í Sundhnúkgsígaröðinni og hefur Veðurstofan hækkað viðvörunarstig. Þetta kemur fram í tilkynningu en þar segir að kvikumagn nái neðri mörkum þess að gos geti hafist eftir tvo daga, á laugardag 27. september. 25. september 2025 17:02 Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Landris og kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og hefur verið á stöðugum hraða undanfarnar vikur. Frá síðasta eldgosi sem hófst 16. júlí hafa um tíu milljónir rúmmetra af kviku bæst aftur við kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi. 23. september 2025 18:28 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Skjálftahrina er nú í gangi við Krýsuvík og Kleifarvatn. Stærsti skjálftinn í hrinunni er skráður klukkan 7:39 og var 3,3 að stærð. Aðrir skjálftar hafa verið minni en einn á stærð. Skjálftahrinan virðist hafa hafist rétt fyrir klukkan sjö í morgun. 3. október 2025 08:12
Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Auknar líkur eru á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi í Sundhnúkgsígaröðinni og hefur Veðurstofan hækkað viðvörunarstig. Þetta kemur fram í tilkynningu en þar segir að kvikumagn nái neðri mörkum þess að gos geti hafist eftir tvo daga, á laugardag 27. september. 25. september 2025 17:02
Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Landris og kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og hefur verið á stöðugum hraða undanfarnar vikur. Frá síðasta eldgosi sem hófst 16. júlí hafa um tíu milljónir rúmmetra af kviku bæst aftur við kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi. 23. september 2025 18:28