Flugmaður dó eftir brotlendingu í kynjaveislu Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2023 10:43 Flugmaður lét lífið í Mexíkó á sunnudaginn þegar annar vængur flugvéla hans rifnaði af. Þá var flugmaðurinn að taka þátt í kynjaveislu og notaði hann flugvélina til að dreifa bleikum reyk yfir veislugesti, til marks um það að parið sem hélt veisluna var að eignast stúlkubarn. Flugvélin brotlenti skammt frá en nokkrir gestir í veislunni og parið sem hélt veisluna virtust ekki taka eftir því. Samkvæmt frétt CNN lést flugmaðurinn á sjúkrahúsi skömmu síðar. Héraðsmiðillinn Línea Directa segir flugmanninn hafa verið 32 ára gamlan og hét hann Luis Ángel. Engan annan sakaði í slysinu. Pilot killed after his Piper PA-25 left wing failed at a gender reveal party in the town of San Pedro, Mexico. pic.twitter.com/6JILK7fsGm— Breaking Aviation News & Videos (@aviationbrk) September 3, 2023 Kynjaveislur eru tiltölulega nýjar af nálinni en þær voru notaðar til að tilkynna nánustu ættingjum para kyn væntanlegs barns þeirra. Veislurnar hafa undið upp á sig og þá sérstaklega vestanhafs. Í Arisóna árið 2017 voru veislugestir látnir skjóta tvö skotmörk sem voru merkt „Drengur“ og „stúlka“. Rétta skotmarkið sprakk svo í loft upp, með bláum reyk. Sprengingin kveikti þó í nærliggjandi gróðri og úr varð umfangsmikill skógareldur. Parinu var á endanum gert að greiða rúmar átta milljónir dala í skaðabætur. Það samsvarar um milljarði króna en í heildina brunnu um nítján þúsund hektarar. Sambærilega sögu er að segja frá kynjaveislu í Kaliforníu árið 2020. Sú kynjaveisla leiddi til El Dorado eldana. Minnst einn slökkviliðsmaður dó við að berjast gegn eldunum og fjölmargir særðust. Eldarnir loguðu í 24 daga og minnst fimm heimili brunnu til grunna og fjögur skemmdust. Réttarhöld gegn parinu eiga að hefjast á þessu ári en þau standa frammi fyrir allt að tuttugu ára fangelsisvist. Í Iowa árið 2019 smíðaði par óvitandi rörasprengju sem innihélt litað skraut. Þegar sprengjan var sprengd, sprakk rörið og dreifðust sprengibrot víða. Ein amma barnsins sem verið var að opinbera varð fyrir sprengibroti og dó á staðnum. Árið 2021 dó bandarískur maður sem átti von á sínu fyrsta barni er hann var að smíða einhvers konar sprengju sem nota á til að afhjúpa kyn barnsins. Bróðir mannsins slasaðist einnig þegar sprengingin varð. Mexíkó Börn og uppeldi Bandaríkin Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Flugvélin brotlenti skammt frá en nokkrir gestir í veislunni og parið sem hélt veisluna virtust ekki taka eftir því. Samkvæmt frétt CNN lést flugmaðurinn á sjúkrahúsi skömmu síðar. Héraðsmiðillinn Línea Directa segir flugmanninn hafa verið 32 ára gamlan og hét hann Luis Ángel. Engan annan sakaði í slysinu. Pilot killed after his Piper PA-25 left wing failed at a gender reveal party in the town of San Pedro, Mexico. pic.twitter.com/6JILK7fsGm— Breaking Aviation News & Videos (@aviationbrk) September 3, 2023 Kynjaveislur eru tiltölulega nýjar af nálinni en þær voru notaðar til að tilkynna nánustu ættingjum para kyn væntanlegs barns þeirra. Veislurnar hafa undið upp á sig og þá sérstaklega vestanhafs. Í Arisóna árið 2017 voru veislugestir látnir skjóta tvö skotmörk sem voru merkt „Drengur“ og „stúlka“. Rétta skotmarkið sprakk svo í loft upp, með bláum reyk. Sprengingin kveikti þó í nærliggjandi gróðri og úr varð umfangsmikill skógareldur. Parinu var á endanum gert að greiða rúmar átta milljónir dala í skaðabætur. Það samsvarar um milljarði króna en í heildina brunnu um nítján þúsund hektarar. Sambærilega sögu er að segja frá kynjaveislu í Kaliforníu árið 2020. Sú kynjaveisla leiddi til El Dorado eldana. Minnst einn slökkviliðsmaður dó við að berjast gegn eldunum og fjölmargir særðust. Eldarnir loguðu í 24 daga og minnst fimm heimili brunnu til grunna og fjögur skemmdust. Réttarhöld gegn parinu eiga að hefjast á þessu ári en þau standa frammi fyrir allt að tuttugu ára fangelsisvist. Í Iowa árið 2019 smíðaði par óvitandi rörasprengju sem innihélt litað skraut. Þegar sprengjan var sprengd, sprakk rörið og dreifðust sprengibrot víða. Ein amma barnsins sem verið var að opinbera varð fyrir sprengibroti og dó á staðnum. Árið 2021 dó bandarískur maður sem átti von á sínu fyrsta barni er hann var að smíða einhvers konar sprengju sem nota á til að afhjúpa kyn barnsins. Bróðir mannsins slasaðist einnig þegar sprengingin varð.
Mexíkó Börn og uppeldi Bandaríkin Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna