Bundið slitlag lagt á nýja þjóðveginn um Teigsskóg Kristján Már Unnarsson skrifar 5. september 2023 18:57 Úr Þorskafirði í dag, Klæðningarflokkur Borgarverks leggur bundið slitlag á fyrsta kaflann. Borgarverk/Einar Örn Arnarson Klæðningarflokkur frá Borgarverki hóf í dag að leggja bundið slitlag á nýja þjóðveginn um Teigsskóg í utanverðum Þorskafirði. Stefnt er að því að vegurinn umdeildi verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Þessi ellefu kílómetra kafli á leiðinni milli Þórisstaða og Hallsteinsness er einn margra áfanga í endurbyggingu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, milli Skálaness og Bjarkalundar. Verktakinn Borgarverk hófst handa við þennan verkáfanga í lok maímánaðar í fyrra, fyrir fimmtán mánuðum, eftir að nærri tuttugu ára deilum lauk um vegstæðið. Tjaran lögð út. Fjær fyrir miðri mynd má sjá hin tignarlegu Vaðalfjöll.Borgarverk/Einar Örn Arnarson Kaflinn sem byrjað var að klæða í dag er 2,3 kílómetra langur, að sögn Einars Arnar Arnarsonar, sviðsstjóra klæðningar hjá Borgarverki. Þessi fyrsti kafli liggur frá slitlagsenda núverandi vegar við rætur Hjallaháls og að eyðibýlinu Gröf. Enn á eftir að búa kaflann milli Grafar og Hallsteinsness undir slitlag en stefnt er að því að ljúka klæðningunni og opna veginn eigi síðar en 30. október næstkomandi. Þar með verður hægt að leggja af 336 metra háan fjallveg um Hjallaháls. Nýi vegurinn um Teigsskóg telst láglendisvegur. Fjær til vinstri glittir í nýju Þorskafjarðarbrúna.Borgarverk/Einar Örn Arnarson Klæðningarflokkurinn mun einnig leggja bundið slitlag á nýjan veg um austanverðan Djúpafjörð, sex kílómetra kafla milli Hallsteinsness og Djúpadals. Hann mun tímabundið gegna hlutverki Vestfjarðavegar, eða þar til lokið verður síðustu verkþáttunum í endurnýjun þjóðvegarins um Gufudalsveit; þverun Gufufjarðar og Djúpafjarðar. Óvíst er hvenær það verður en á meðan þurfa vegfarendur að aka áfram um Ódrjúgsháls. Stefnt er að því að vegfarendur geti ekið nýja veginn um mánaðamótin október-nóvember.Borgarverk/Einar Örn Arnarson Ráðamenn Vegagerðarinnar höfðu vonast til að vegagerðinni um Gufudalssveit lyki á árinu 2024, eða á næsta ári. Núgildandi samgönguáætlun reyndist hins vegar vanfjármögnuð. Drög að nýrri samgönguáætlun, sem innviðaráðherra kynnti í vor, miða við að verklokum seinki um þrjú ár og að þau verði á árinu 2027. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í febrúar af framvindu verksins: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í maí í fyrra af upphafi verksins: Teigsskógur Vegagerð Samgöngur Reykhólahreppur Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Vonbrigði á Vestfjörðum og áfall í Árneshreppi vegna niðurskurðar Niðurskurður samgönguáætlunar seinkar uppbyggingu Vestfjarðahringsins um þrjú ár sem veldur Fjórðungssambandi Vestfirðinga miklum vonbrigðum. Í Árneshreppi eru íbúar í áfalli vegna áforma um að slá af marglofaðar vegarbætur, sem áttu að hefjast á næsta ári. 18. júlí 2023 23:33 Vill á hrossi yfir Þorskafjörð áður en hún ekur yfir brúna Brúarsmiðir í Þorskafirði eru búnir að ná landi beggja vegna fjarðar og flæða sjávarföll núna óhindrað undir sjálfa brúna. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, vill fyrst fara á hrossi yfir fjörðinn en segist mest hlakka til að losna við auruga malarvegina. 1. mars 2023 22:11 Segir veginn um Teigsskóg verða hluta af landslaginu Vegagerð um Teigsskóg stendur núna sem hæst og er aðeins hálft ár í að hinn umdeildi vegur verði opnaður fyrir umferð. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er gröfumaður hjá verktakanum, segir að þetta verði mjög falleg leið og spáir því að vegurinn verði orðinn hluti af landslaginu eftir nokkur ár. 28. febrúar 2023 21:41 Þingmannssonur frá Akureyri sem hóf að ryðja Teigsskóg Ungur akureyskur þingmannssonur á trjákurlara er í raun sá sem byrjaði á því að ryðja Teigsskóg. Hann er langt kominn með að hreinsa burt allt það skóglendi sem þarf að víkja vegna vegagerðarinnar. 31. maí 2022 22:30 Gröfustjórinn segir að passa verði hverja þúfu í Teigsskógi Ein umdeildasta vegagerð landsins, lagning vegar um Teigsskóg, hófst í dag, nítján árum eftir að tillaga um þessa veglínu var fyrst kynnt. Þessi ellefu kílómetra vegarkafli á að verða tilbúinn í október á næsta ári. 30. maí 2022 23:23 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Þessi ellefu kílómetra kafli á leiðinni milli Þórisstaða og Hallsteinsness er einn margra áfanga í endurbyggingu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, milli Skálaness og Bjarkalundar. Verktakinn Borgarverk hófst handa við þennan verkáfanga í lok maímánaðar í fyrra, fyrir fimmtán mánuðum, eftir að nærri tuttugu ára deilum lauk um vegstæðið. Tjaran lögð út. Fjær fyrir miðri mynd má sjá hin tignarlegu Vaðalfjöll.Borgarverk/Einar Örn Arnarson Kaflinn sem byrjað var að klæða í dag er 2,3 kílómetra langur, að sögn Einars Arnar Arnarsonar, sviðsstjóra klæðningar hjá Borgarverki. Þessi fyrsti kafli liggur frá slitlagsenda núverandi vegar við rætur Hjallaháls og að eyðibýlinu Gröf. Enn á eftir að búa kaflann milli Grafar og Hallsteinsness undir slitlag en stefnt er að því að ljúka klæðningunni og opna veginn eigi síðar en 30. október næstkomandi. Þar með verður hægt að leggja af 336 metra háan fjallveg um Hjallaháls. Nýi vegurinn um Teigsskóg telst láglendisvegur. Fjær til vinstri glittir í nýju Þorskafjarðarbrúna.Borgarverk/Einar Örn Arnarson Klæðningarflokkurinn mun einnig leggja bundið slitlag á nýjan veg um austanverðan Djúpafjörð, sex kílómetra kafla milli Hallsteinsness og Djúpadals. Hann mun tímabundið gegna hlutverki Vestfjarðavegar, eða þar til lokið verður síðustu verkþáttunum í endurnýjun þjóðvegarins um Gufudalsveit; þverun Gufufjarðar og Djúpafjarðar. Óvíst er hvenær það verður en á meðan þurfa vegfarendur að aka áfram um Ódrjúgsháls. Stefnt er að því að vegfarendur geti ekið nýja veginn um mánaðamótin október-nóvember.Borgarverk/Einar Örn Arnarson Ráðamenn Vegagerðarinnar höfðu vonast til að vegagerðinni um Gufudalssveit lyki á árinu 2024, eða á næsta ári. Núgildandi samgönguáætlun reyndist hins vegar vanfjármögnuð. Drög að nýrri samgönguáætlun, sem innviðaráðherra kynnti í vor, miða við að verklokum seinki um þrjú ár og að þau verði á árinu 2027. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í febrúar af framvindu verksins: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í maí í fyrra af upphafi verksins:
Teigsskógur Vegagerð Samgöngur Reykhólahreppur Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Vonbrigði á Vestfjörðum og áfall í Árneshreppi vegna niðurskurðar Niðurskurður samgönguáætlunar seinkar uppbyggingu Vestfjarðahringsins um þrjú ár sem veldur Fjórðungssambandi Vestfirðinga miklum vonbrigðum. Í Árneshreppi eru íbúar í áfalli vegna áforma um að slá af marglofaðar vegarbætur, sem áttu að hefjast á næsta ári. 18. júlí 2023 23:33 Vill á hrossi yfir Þorskafjörð áður en hún ekur yfir brúna Brúarsmiðir í Þorskafirði eru búnir að ná landi beggja vegna fjarðar og flæða sjávarföll núna óhindrað undir sjálfa brúna. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, vill fyrst fara á hrossi yfir fjörðinn en segist mest hlakka til að losna við auruga malarvegina. 1. mars 2023 22:11 Segir veginn um Teigsskóg verða hluta af landslaginu Vegagerð um Teigsskóg stendur núna sem hæst og er aðeins hálft ár í að hinn umdeildi vegur verði opnaður fyrir umferð. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er gröfumaður hjá verktakanum, segir að þetta verði mjög falleg leið og spáir því að vegurinn verði orðinn hluti af landslaginu eftir nokkur ár. 28. febrúar 2023 21:41 Þingmannssonur frá Akureyri sem hóf að ryðja Teigsskóg Ungur akureyskur þingmannssonur á trjákurlara er í raun sá sem byrjaði á því að ryðja Teigsskóg. Hann er langt kominn með að hreinsa burt allt það skóglendi sem þarf að víkja vegna vegagerðarinnar. 31. maí 2022 22:30 Gröfustjórinn segir að passa verði hverja þúfu í Teigsskógi Ein umdeildasta vegagerð landsins, lagning vegar um Teigsskóg, hófst í dag, nítján árum eftir að tillaga um þessa veglínu var fyrst kynnt. Þessi ellefu kílómetra vegarkafli á að verða tilbúinn í október á næsta ári. 30. maí 2022 23:23 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Vonbrigði á Vestfjörðum og áfall í Árneshreppi vegna niðurskurðar Niðurskurður samgönguáætlunar seinkar uppbyggingu Vestfjarðahringsins um þrjú ár sem veldur Fjórðungssambandi Vestfirðinga miklum vonbrigðum. Í Árneshreppi eru íbúar í áfalli vegna áforma um að slá af marglofaðar vegarbætur, sem áttu að hefjast á næsta ári. 18. júlí 2023 23:33
Vill á hrossi yfir Þorskafjörð áður en hún ekur yfir brúna Brúarsmiðir í Þorskafirði eru búnir að ná landi beggja vegna fjarðar og flæða sjávarföll núna óhindrað undir sjálfa brúna. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, vill fyrst fara á hrossi yfir fjörðinn en segist mest hlakka til að losna við auruga malarvegina. 1. mars 2023 22:11
Segir veginn um Teigsskóg verða hluta af landslaginu Vegagerð um Teigsskóg stendur núna sem hæst og er aðeins hálft ár í að hinn umdeildi vegur verði opnaður fyrir umferð. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er gröfumaður hjá verktakanum, segir að þetta verði mjög falleg leið og spáir því að vegurinn verði orðinn hluti af landslaginu eftir nokkur ár. 28. febrúar 2023 21:41
Þingmannssonur frá Akureyri sem hóf að ryðja Teigsskóg Ungur akureyskur þingmannssonur á trjákurlara er í raun sá sem byrjaði á því að ryðja Teigsskóg. Hann er langt kominn með að hreinsa burt allt það skóglendi sem þarf að víkja vegna vegagerðarinnar. 31. maí 2022 22:30
Gröfustjórinn segir að passa verði hverja þúfu í Teigsskógi Ein umdeildasta vegagerð landsins, lagning vegar um Teigsskóg, hófst í dag, nítján árum eftir að tillaga um þessa veglínu var fyrst kynnt. Þessi ellefu kílómetra vegarkafli á að verða tilbúinn í október á næsta ári. 30. maí 2022 23:23