Sameiginleg ást okkar DiCaprio Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 2. september 2023 12:01 Það hefur verið stefna íslenskra stjórnvalda um langa hríð að nýta beri sjávarauðlindir við Ísland – sett hefur verið skýr löggjöf sem tryggir að veiðarnar séu sjálfbærar, byggðar á vísindalegum grunni, lúti eftirliti og séu í samræmi við alþjóðalög. Íslendingar hafa lengi dregið fram lífið með því að nýta þessar auðlindir. Atvinnuréttindi við veiðar eru aukinheldur tryggð í stjórnarskrá. Þegar stjórnvöld hrófla við þessum stjórnarskrárvörðu réttindum þarf mikið að koma til. Meðalhófs þarf að gæta svo fótunum sé ekki kippt undan fólki og velsæld þjóðar í skiptum fyrir pólitíska skammtímahagsmuni. Hvalveiðar lúta meðal annars þessum skýru og sanngjörnu lögmálum. Nú hafa erlendar stórstjörnur stigið inn á sviðið í umræðu umliðinna vikna um þessar veiðar Íslendinga. Og það á að refsa Íslendingum. Okkur er sagt að við munum hafa verra af, ef við förum ekki að kröfum þeirra um að hætta hvalveiðum. Úti í hinum stóra heimi hefur nokkuð verið rætt og ritað um þátttöku þeirra frægu í baráttu fyrir hinum ýmsu málum, líkt og jafnréttis- og loftslagsmálum. Orð þeirra hafa vægi vegna þess mikla fylgis og velvildar sem þau hafa hjá almenningi. En baráttan hefur líka leitt aðrar og óheppilegri athafnir þeirra í ljós. Af handahófi má meðal annars nefna Leonadro DiCaprio, sem nú hótar Íslendingum vegna hvalveiða. Hann hefur í gegnum tíðina lagt mikilvæg lóð á vogarskálar í því að vekja fólk til umhugsunar um loftslagsbreytingar. Það er að sjálfsögðu vel. Mikilvægast af öllu hlýtur þó að vera að hugur fylgi máli þess sem berst svo ötullega fyrir tilteknum málstað. Þar hefur nefnilega misbrestur orðið á í tilviki DiCaprio. Þannig hefur hann ítrekað verið gagnrýndur fyrir mikla notkun á einkaflugvélum, auk þess að flatmaga mánuðum saman á lúxusnekkju sinni á siglingum um heimsins höf, allt með óhóflegri og ónauðsynlegri notkun á jarðefnaeldsneyti. Þetta hefur í erlendum miðlum verið kallað hræsni. En loftslagsmálin hafa ekki verið einu baráttumál DiCaprio. Hann hefur einnig barist ötullega fyrir virku lýðræði, ekki bara í heimalandi sínu Bandaríkjunum, heldur einnig nýverið í Brasilíu. Þar hefur hann hvatt fylgjendur sína til að nýta kosningarétt sinn og hafa þannig áhrif á framtíð sína. Það er virðingarvert að brenna fyrir grundvallarréttindum fólks. Ég vona innilega að DiCaprio haldi þeirri baráttu áfram að standa vörð um mannréttindi, lýðræði og grundvallarreglur réttarríkis, ekki bara í heimalandi sínu heldur um allan heim – og það þrátt fyrir að hafa um stundarsakir gleymt þeirri baráttu gagnvart Íslendingum. Nú hef ég mikið dálæti á hæfileikum margra þeirra leikara sem hafa í hótunum við Íslendinga. En þetta leikrit hugnast mér ekki. Þrátt fyrir dálæti heimsins á þessu fólki, þá eru völd þeirra blessunarlega ekki þess háttar að þau víki til hliðar meginreglum lýðræðis og réttarríkis. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjávarútvegur Hvalveiðar Hollywood Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið stefna íslenskra stjórnvalda um langa hríð að nýta beri sjávarauðlindir við Ísland – sett hefur verið skýr löggjöf sem tryggir að veiðarnar séu sjálfbærar, byggðar á vísindalegum grunni, lúti eftirliti og séu í samræmi við alþjóðalög. Íslendingar hafa lengi dregið fram lífið með því að nýta þessar auðlindir. Atvinnuréttindi við veiðar eru aukinheldur tryggð í stjórnarskrá. Þegar stjórnvöld hrófla við þessum stjórnarskrárvörðu réttindum þarf mikið að koma til. Meðalhófs þarf að gæta svo fótunum sé ekki kippt undan fólki og velsæld þjóðar í skiptum fyrir pólitíska skammtímahagsmuni. Hvalveiðar lúta meðal annars þessum skýru og sanngjörnu lögmálum. Nú hafa erlendar stórstjörnur stigið inn á sviðið í umræðu umliðinna vikna um þessar veiðar Íslendinga. Og það á að refsa Íslendingum. Okkur er sagt að við munum hafa verra af, ef við förum ekki að kröfum þeirra um að hætta hvalveiðum. Úti í hinum stóra heimi hefur nokkuð verið rætt og ritað um þátttöku þeirra frægu í baráttu fyrir hinum ýmsu málum, líkt og jafnréttis- og loftslagsmálum. Orð þeirra hafa vægi vegna þess mikla fylgis og velvildar sem þau hafa hjá almenningi. En baráttan hefur líka leitt aðrar og óheppilegri athafnir þeirra í ljós. Af handahófi má meðal annars nefna Leonadro DiCaprio, sem nú hótar Íslendingum vegna hvalveiða. Hann hefur í gegnum tíðina lagt mikilvæg lóð á vogarskálar í því að vekja fólk til umhugsunar um loftslagsbreytingar. Það er að sjálfsögðu vel. Mikilvægast af öllu hlýtur þó að vera að hugur fylgi máli þess sem berst svo ötullega fyrir tilteknum málstað. Þar hefur nefnilega misbrestur orðið á í tilviki DiCaprio. Þannig hefur hann ítrekað verið gagnrýndur fyrir mikla notkun á einkaflugvélum, auk þess að flatmaga mánuðum saman á lúxusnekkju sinni á siglingum um heimsins höf, allt með óhóflegri og ónauðsynlegri notkun á jarðefnaeldsneyti. Þetta hefur í erlendum miðlum verið kallað hræsni. En loftslagsmálin hafa ekki verið einu baráttumál DiCaprio. Hann hefur einnig barist ötullega fyrir virku lýðræði, ekki bara í heimalandi sínu Bandaríkjunum, heldur einnig nýverið í Brasilíu. Þar hefur hann hvatt fylgjendur sína til að nýta kosningarétt sinn og hafa þannig áhrif á framtíð sína. Það er virðingarvert að brenna fyrir grundvallarréttindum fólks. Ég vona innilega að DiCaprio haldi þeirri baráttu áfram að standa vörð um mannréttindi, lýðræði og grundvallarreglur réttarríkis, ekki bara í heimalandi sínu heldur um allan heim – og það þrátt fyrir að hafa um stundarsakir gleymt þeirri baráttu gagnvart Íslendingum. Nú hef ég mikið dálæti á hæfileikum margra þeirra leikara sem hafa í hótunum við Íslendinga. En þetta leikrit hugnast mér ekki. Þrátt fyrir dálæti heimsins á þessu fólki, þá eru völd þeirra blessunarlega ekki þess háttar að þau víki til hliðar meginreglum lýðræðis og réttarríkis. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun