Vildi pening frá foreldrum sínum og hótaði ítrekað að drepa þá Árni Sæberg skrifar 25. ágúst 2023 15:19 Lögregla hefur ítrekað haft afskipti af manninum. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. september næstkomandi vegna gruns um að hann hafi framið margvísleg hegningarlagabrot. Flest brotin snúa að meintu ofbeldi og hótunum í garð foreldra hans. Í greinargerð Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sem fór fram á gæsluvarðhaldið, segir að lögregla hafi verið kölluð til að heimili foreldra mannsins þann 19. ágúst vegna heimilisofbeldis. Þar hafi maðurinn kvartað undan því við foreldra sína að þeir veittu honum ekki fjárhagslegan stuðning og hafi hann hrint móður sinni á hillu og slegið hana í andlitið. Hafi hann í kjölfarið staðið yfir föður sínum með skæri og hótað að stinga hann og drepa hann. Hann hafi loks farið af vettvangi þegar faðir hans lofaði að leggja inn á hann pening. „Er lögregla leitaði að kærða barst neyðarlínu símtal frá kærða þar sem hann hótaði foreldrum sínum og lögreglu og talaði um fjöldamorð. Var [maðurinn] handtekinn á heimili sínu skömmu síðar. Kom þar í ljós kannabisræktun með 58 plöntum. Kærði gekkst við því í skýrslutöku að hafa ýtt mömmu sinni og að hafa hótað foreldrum sínum og lögreglunni í samtali við neyðarlínuna. Ekki tókst að ljúka skýrslutökuni þar sem kærði hóf að öskra og kýldi í tölvu lögreglu. Kvaðst hann ítrekað ætla að drepa foreldra sína,“ segir í dóminum. Þá hafi maðurinn hrækt í andlit og bæði augu lögreglumanns þegar hann var fluttur á lögreglustöð. Að mati lögreglustjóra sé maðurinn undir rökstuddum grun um brot gegn valdstjórninni, brot í nánu sambandi og hótunarbrot. Sex mál til viðbótar í kerfinu Auk framangreindra mála tveggja er maðurinn með sex opin mál í kerfum lögreglu framin frá 14. apríl síðastliðnum. Þann fjórtanda apríl er maðurinn grunaður um að hafa framið heimilisofbeldi, eignaspjöll og hótanir, með því að hafa farið inn í svefnherbergi foreldra sinna þar sem þeir lágu í rúmi, dregið upp hníf og ógnað þeim með hnífnum og hótað þeim lífláti. Hafi móðir hans farið á salernið og maðurinn sparkað upp hurðinni á salerninu. Þegar maðurinn uppgötvaði að faðir hans hafi hringt á lögreglu hafi hann kastað farsíma í hann með þeim afleiðingum að síminn lenti í gólfi eða vegg og brotnaði. Þann 27. júní er hann grunaður um heimilisofbeldi, hótanir, eignaspjöll og fjársvik, með því að krefja föður sinn um peninga vegna bifreiðaviðskipta og þegar faðir hans neitaði sent honum ítrekaðar líflátshótanir í textaskilaboðum þar sem hann hótaði meðal annars að stinga foreldra sína og kveikja í húsi þeirra. Í kjölfarið farið að heimili foreldra sinna og hótað móður sinni lífláti með þeim afleiðingum að hún flúði heimili sitt. Hafi hann þá byrjað að skemma muni á heimilinu og sent föður sínum skilaboð jafnóðum með myndum af skemmdunum. Hafi hann meðal annars brotið sjónvarp, borð og vegg. Honum var í kjölfarið birt ákvörðun um nálgunarbann gegn foreldrum sínum. Þá er hann grunaður um hafa daginn eftir framið brot gegn nálgunarbanni, heimilisofbeldi og hótanir, með því að hafa komið á heimili foreldra sinna, þrátt fyrir að vera í nálgunarbanni, leitað að hníf og hótað því að stinga menn ef lögreglan kæmi og hótað því að stinga foreldra sína. Talinn líklegur til að brjóta af sér Í niðurstöðum dómara segir að með vísan til framangreinds auk geðmats og fyrri brota séu skilyrði laga um meðferð sakamála um gæsluvarðhald uppfyllt. Líklegt sé að maðurinn brjóti af sér á ný og nauðsynlegt sé að halda honum í gæsluvarðhaldi vegna öryggis fjölskyldu hans og almannahagsmuna. Maðurinn var sem áður segir úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. september næstkomandi. Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Sjá meira
Í greinargerð Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sem fór fram á gæsluvarðhaldið, segir að lögregla hafi verið kölluð til að heimili foreldra mannsins þann 19. ágúst vegna heimilisofbeldis. Þar hafi maðurinn kvartað undan því við foreldra sína að þeir veittu honum ekki fjárhagslegan stuðning og hafi hann hrint móður sinni á hillu og slegið hana í andlitið. Hafi hann í kjölfarið staðið yfir föður sínum með skæri og hótað að stinga hann og drepa hann. Hann hafi loks farið af vettvangi þegar faðir hans lofaði að leggja inn á hann pening. „Er lögregla leitaði að kærða barst neyðarlínu símtal frá kærða þar sem hann hótaði foreldrum sínum og lögreglu og talaði um fjöldamorð. Var [maðurinn] handtekinn á heimili sínu skömmu síðar. Kom þar í ljós kannabisræktun með 58 plöntum. Kærði gekkst við því í skýrslutöku að hafa ýtt mömmu sinni og að hafa hótað foreldrum sínum og lögreglunni í samtali við neyðarlínuna. Ekki tókst að ljúka skýrslutökuni þar sem kærði hóf að öskra og kýldi í tölvu lögreglu. Kvaðst hann ítrekað ætla að drepa foreldra sína,“ segir í dóminum. Þá hafi maðurinn hrækt í andlit og bæði augu lögreglumanns þegar hann var fluttur á lögreglustöð. Að mati lögreglustjóra sé maðurinn undir rökstuddum grun um brot gegn valdstjórninni, brot í nánu sambandi og hótunarbrot. Sex mál til viðbótar í kerfinu Auk framangreindra mála tveggja er maðurinn með sex opin mál í kerfum lögreglu framin frá 14. apríl síðastliðnum. Þann fjórtanda apríl er maðurinn grunaður um að hafa framið heimilisofbeldi, eignaspjöll og hótanir, með því að hafa farið inn í svefnherbergi foreldra sinna þar sem þeir lágu í rúmi, dregið upp hníf og ógnað þeim með hnífnum og hótað þeim lífláti. Hafi móðir hans farið á salernið og maðurinn sparkað upp hurðinni á salerninu. Þegar maðurinn uppgötvaði að faðir hans hafi hringt á lögreglu hafi hann kastað farsíma í hann með þeim afleiðingum að síminn lenti í gólfi eða vegg og brotnaði. Þann 27. júní er hann grunaður um heimilisofbeldi, hótanir, eignaspjöll og fjársvik, með því að krefja föður sinn um peninga vegna bifreiðaviðskipta og þegar faðir hans neitaði sent honum ítrekaðar líflátshótanir í textaskilaboðum þar sem hann hótaði meðal annars að stinga foreldra sína og kveikja í húsi þeirra. Í kjölfarið farið að heimili foreldra sinna og hótað móður sinni lífláti með þeim afleiðingum að hún flúði heimili sitt. Hafi hann þá byrjað að skemma muni á heimilinu og sent föður sínum skilaboð jafnóðum með myndum af skemmdunum. Hafi hann meðal annars brotið sjónvarp, borð og vegg. Honum var í kjölfarið birt ákvörðun um nálgunarbann gegn foreldrum sínum. Þá er hann grunaður um hafa daginn eftir framið brot gegn nálgunarbanni, heimilisofbeldi og hótanir, með því að hafa komið á heimili foreldra sinna, þrátt fyrir að vera í nálgunarbanni, leitað að hníf og hótað því að stinga menn ef lögreglan kæmi og hótað því að stinga foreldra sína. Talinn líklegur til að brjóta af sér Í niðurstöðum dómara segir að með vísan til framangreinds auk geðmats og fyrri brota séu skilyrði laga um meðferð sakamála um gæsluvarðhald uppfyllt. Líklegt sé að maðurinn brjóti af sér á ný og nauðsynlegt sé að halda honum í gæsluvarðhaldi vegna öryggis fjölskyldu hans og almannahagsmuna. Maðurinn var sem áður segir úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. september næstkomandi.
Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Sjá meira