Jöfnum leikinn Oddný G. Harðardóttir skrifar 24. ágúst 2023 11:01 Vaxandi ójöfnuður á Íslandi er staðreynd. Pólitískar ákvarðanir ýta undir þá þróun. Það er hægt að snúa þessari þróun við ef pólitískur vilji leyfir. Ástæðurnar blasa við fólki sem skilur hvernig gott og öruggt samfélag virkar best fyrir flesta og sér á hvaða sviðum er brýnt að grípa til aðgerða. Þeirra aðgerða er ekki að vænta á vakt ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur enda gætir sú ríkisstjórn vel að sérhagsmunum fárra og vill ekki jafna leikinn. Embætti landlæknis birti skýrslu í maí 2021 sem ber yfirskriftina Ójöfnuður í heilsu á Íslandi – Ástæður og árangursríkar aðgerðir til úrbóta. Þar segir m.a. að breytingum megi ná fram með stjórnvaldsaðgerðum sem eru utan heilbrigðiskerfisins. Skortur á fjárhagslegu öryggi og félagslegri vernd auk skorts á öruggu húsnæði og fullnægjandi búsetuskilyrðum hafi mest áhrif á heilsufarslegan ójöfnuð. Aðgerðir sem tryggja almenna menntun og fjárhagslegt öryggi ráði miklu. Aðgerðir innan heilbrigðiskerfisins einar og sér dugi ekki til að ná fram afgerandi breytingum á ójöfnuði í heilsu. Að jafna stöðu barna ætti alltaf að vera forgangsmál. Framlög til menntunar allt frá leikskóla jafnar upphafið fyrir hvert barn og vinnur gegn því að ójöfnuður flytjist á milli kynslóða. „Ungt fólk, sem ekki er fastráðið, þeir sem þurfa að annast aðra, fólk af erlendum uppruna og aldraðir eru líklegri til þess að búa við lélega heilsu sökum fátæktar. Fátækt í bernsku getur haft skaðleg áhrif á heilsu allt lífið. Útgjöld til félagslegrar verndar sem auka fjárhagslegt öryggi viðkvæmra hópa vegna örorku, fötlunar, atvinnuleysis ofl. auka heilsufarslegan jöfnuð“ segir í skýrslunni. Þar segir enn fremur: „Bágborin búsetuskilyrði eru nátengd vanheilsu enda eru þeir sem eru húsnæðislausir, búa í lélegu eða óöruggu húsnæði eða húsnæði sem þeir hafa ekki efni á, líklegri til þess að vera við lélega heilsu“ Nýlegar upplýsingar frá forsætisráðuneytinu um fátækt á Íslandi sýna að tæplega 48 þúsund einstaklingar lifa hér á tekjum undir lágtekjumörkum. Um níu þúsund börn búa við fátækt. Heildarkostnaður samfélagsins vegna fátæktar er áætlaður 31 til 92 milljarðar króna. Barnabætur og húsnæðisstuðningur eru mjög öflug jöfnunartæki. Beita þarf þeim tækjum strax af styrk til að vinna gegn ójöfnuði. Ekki síst nú um stundir þegar stýrivextir eru orðnir helmingi hærri hér á landi en í þeim ríkjum sem við viljum bera okkur saman við. Svo háir vextir bitna harkalega á ungum fjölskyldum sem nýlega hafa keypt sína fyrstu íbúð. Aukið framboð á húsnæði á viðráðanlegu verði þarf augljóslega að vera til staðar til að vinna á húsnæðisvanda til framtíðar. Síðast en ekki síst verður að beita skattkerfinu með skilvirkum hætti til að afla tekna en einnig til að vinna gegn ójöfnuði. Ávinningurinn fyrir samfélagið allt er fólginn í betri andlegri og líkamlegri heilsu almennings. Það er þess virði að jafna leikinn. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Samfylkingin Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Sjá meira
Vaxandi ójöfnuður á Íslandi er staðreynd. Pólitískar ákvarðanir ýta undir þá þróun. Það er hægt að snúa þessari þróun við ef pólitískur vilji leyfir. Ástæðurnar blasa við fólki sem skilur hvernig gott og öruggt samfélag virkar best fyrir flesta og sér á hvaða sviðum er brýnt að grípa til aðgerða. Þeirra aðgerða er ekki að vænta á vakt ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur enda gætir sú ríkisstjórn vel að sérhagsmunum fárra og vill ekki jafna leikinn. Embætti landlæknis birti skýrslu í maí 2021 sem ber yfirskriftina Ójöfnuður í heilsu á Íslandi – Ástæður og árangursríkar aðgerðir til úrbóta. Þar segir m.a. að breytingum megi ná fram með stjórnvaldsaðgerðum sem eru utan heilbrigðiskerfisins. Skortur á fjárhagslegu öryggi og félagslegri vernd auk skorts á öruggu húsnæði og fullnægjandi búsetuskilyrðum hafi mest áhrif á heilsufarslegan ójöfnuð. Aðgerðir sem tryggja almenna menntun og fjárhagslegt öryggi ráði miklu. Aðgerðir innan heilbrigðiskerfisins einar og sér dugi ekki til að ná fram afgerandi breytingum á ójöfnuði í heilsu. Að jafna stöðu barna ætti alltaf að vera forgangsmál. Framlög til menntunar allt frá leikskóla jafnar upphafið fyrir hvert barn og vinnur gegn því að ójöfnuður flytjist á milli kynslóða. „Ungt fólk, sem ekki er fastráðið, þeir sem þurfa að annast aðra, fólk af erlendum uppruna og aldraðir eru líklegri til þess að búa við lélega heilsu sökum fátæktar. Fátækt í bernsku getur haft skaðleg áhrif á heilsu allt lífið. Útgjöld til félagslegrar verndar sem auka fjárhagslegt öryggi viðkvæmra hópa vegna örorku, fötlunar, atvinnuleysis ofl. auka heilsufarslegan jöfnuð“ segir í skýrslunni. Þar segir enn fremur: „Bágborin búsetuskilyrði eru nátengd vanheilsu enda eru þeir sem eru húsnæðislausir, búa í lélegu eða óöruggu húsnæði eða húsnæði sem þeir hafa ekki efni á, líklegri til þess að vera við lélega heilsu“ Nýlegar upplýsingar frá forsætisráðuneytinu um fátækt á Íslandi sýna að tæplega 48 þúsund einstaklingar lifa hér á tekjum undir lágtekjumörkum. Um níu þúsund börn búa við fátækt. Heildarkostnaður samfélagsins vegna fátæktar er áætlaður 31 til 92 milljarðar króna. Barnabætur og húsnæðisstuðningur eru mjög öflug jöfnunartæki. Beita þarf þeim tækjum strax af styrk til að vinna gegn ójöfnuði. Ekki síst nú um stundir þegar stýrivextir eru orðnir helmingi hærri hér á landi en í þeim ríkjum sem við viljum bera okkur saman við. Svo háir vextir bitna harkalega á ungum fjölskyldum sem nýlega hafa keypt sína fyrstu íbúð. Aukið framboð á húsnæði á viðráðanlegu verði þarf augljóslega að vera til staðar til að vinna á húsnæðisvanda til framtíðar. Síðast en ekki síst verður að beita skattkerfinu með skilvirkum hætti til að afla tekna en einnig til að vinna gegn ójöfnuði. Ávinningurinn fyrir samfélagið allt er fólginn í betri andlegri og líkamlegri heilsu almennings. Það er þess virði að jafna leikinn. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun