Anníe Mist var sárþjáð á heimsleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2023 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir hefur gert upp heimsleikana í nokkrum færslum á samfélagsmiðlum og þar kom í ljós að hún gekk ekki alveg heil til skógar á heimsleikunum í ár. Anníe Mist endaði í þrettánda sæti á heimsleikunum að þessu sinni eftir að hafa gefið aðeins eftir undir lokin. Anníe sagði frá sinni uppáhaldsgrein á heimsleikunum í ár en þar vöktu hún og Katrín Tanja mikla lukku með því að fagna saman að henni lokinni eftir að hafa báðar klárað lyftu rétt áður en tímamörkin runnu út. Anníe greindi líka frá því við sama tilefni að hún hafi verið að glíma við mjaðmarmeiðsli í næstum því heilt ár. Þessi mjaðmar- og nárameiðsli höfðu veruleg áhrif þegar kom að ólympísku lyftingunum. „Mjöðmin og nárinn minn hafa verið til vandræða síðan í október á síðasta ári en vandamálið hefur komið og farið,“ skrifaði Anníe Mist. Á myndunum sem Anníe birti af sér með færslunni má sjá greinilega að hún var sárþjáð í æfingunni en harkaði af sér og kláraði hana vel. „Þetta þýddi það að ég náði ekki að spyrna mér eins vel frá gólfinu og fara eins auðveldlega niður á hækjur og ég er vön,“ skrifaði Anníe. „Ég var svo ánægð að ná þessum lyftingatölum í keppninni í ár af því að ég hafði ekki þorað að lyfta svo þungu í langan tíma,“ skrifaði Anníe. „Eftir greinina þá passaði Andrew Martin (kírópraktor) upp á það að ég var í góðu lagi fyrir næstu grein,“ skrifaði Anníe. Hún hrósaði líka þjálfara sínum Jami Tikkanen og segist aldrei hafa verið sterkari en í ár. Hann tók líka undir það í athugsemdum við færsluna. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Sjá meira
Anníe Mist endaði í þrettánda sæti á heimsleikunum að þessu sinni eftir að hafa gefið aðeins eftir undir lokin. Anníe sagði frá sinni uppáhaldsgrein á heimsleikunum í ár en þar vöktu hún og Katrín Tanja mikla lukku með því að fagna saman að henni lokinni eftir að hafa báðar klárað lyftu rétt áður en tímamörkin runnu út. Anníe greindi líka frá því við sama tilefni að hún hafi verið að glíma við mjaðmarmeiðsli í næstum því heilt ár. Þessi mjaðmar- og nárameiðsli höfðu veruleg áhrif þegar kom að ólympísku lyftingunum. „Mjöðmin og nárinn minn hafa verið til vandræða síðan í október á síðasta ári en vandamálið hefur komið og farið,“ skrifaði Anníe Mist. Á myndunum sem Anníe birti af sér með færslunni má sjá greinilega að hún var sárþjáð í æfingunni en harkaði af sér og kláraði hana vel. „Þetta þýddi það að ég náði ekki að spyrna mér eins vel frá gólfinu og fara eins auðveldlega niður á hækjur og ég er vön,“ skrifaði Anníe. „Ég var svo ánægð að ná þessum lyftingatölum í keppninni í ár af því að ég hafði ekki þorað að lyfta svo þungu í langan tíma,“ skrifaði Anníe. „Eftir greinina þá passaði Andrew Martin (kírópraktor) upp á það að ég var í góðu lagi fyrir næstu grein,“ skrifaði Anníe. Hún hrósaði líka þjálfara sínum Jami Tikkanen og segist aldrei hafa verið sterkari en í ár. Hann tók líka undir það í athugsemdum við færsluna. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Sjá meira