Anníe Mist var sárþjáð á heimsleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2023 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir hefur gert upp heimsleikana í nokkrum færslum á samfélagsmiðlum og þar kom í ljós að hún gekk ekki alveg heil til skógar á heimsleikunum í ár. Anníe Mist endaði í þrettánda sæti á heimsleikunum að þessu sinni eftir að hafa gefið aðeins eftir undir lokin. Anníe sagði frá sinni uppáhaldsgrein á heimsleikunum í ár en þar vöktu hún og Katrín Tanja mikla lukku með því að fagna saman að henni lokinni eftir að hafa báðar klárað lyftu rétt áður en tímamörkin runnu út. Anníe greindi líka frá því við sama tilefni að hún hafi verið að glíma við mjaðmarmeiðsli í næstum því heilt ár. Þessi mjaðmar- og nárameiðsli höfðu veruleg áhrif þegar kom að ólympísku lyftingunum. „Mjöðmin og nárinn minn hafa verið til vandræða síðan í október á síðasta ári en vandamálið hefur komið og farið,“ skrifaði Anníe Mist. Á myndunum sem Anníe birti af sér með færslunni má sjá greinilega að hún var sárþjáð í æfingunni en harkaði af sér og kláraði hana vel. „Þetta þýddi það að ég náði ekki að spyrna mér eins vel frá gólfinu og fara eins auðveldlega niður á hækjur og ég er vön,“ skrifaði Anníe. „Ég var svo ánægð að ná þessum lyftingatölum í keppninni í ár af því að ég hafði ekki þorað að lyfta svo þungu í langan tíma,“ skrifaði Anníe. „Eftir greinina þá passaði Andrew Martin (kírópraktor) upp á það að ég var í góðu lagi fyrir næstu grein,“ skrifaði Anníe. Hún hrósaði líka þjálfara sínum Jami Tikkanen og segist aldrei hafa verið sterkari en í ár. Hann tók líka undir það í athugsemdum við færsluna. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Valur - Grindavík | Eina liðið sem unnið hefur alla KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sjá meira
Anníe Mist endaði í þrettánda sæti á heimsleikunum að þessu sinni eftir að hafa gefið aðeins eftir undir lokin. Anníe sagði frá sinni uppáhaldsgrein á heimsleikunum í ár en þar vöktu hún og Katrín Tanja mikla lukku með því að fagna saman að henni lokinni eftir að hafa báðar klárað lyftu rétt áður en tímamörkin runnu út. Anníe greindi líka frá því við sama tilefni að hún hafi verið að glíma við mjaðmarmeiðsli í næstum því heilt ár. Þessi mjaðmar- og nárameiðsli höfðu veruleg áhrif þegar kom að ólympísku lyftingunum. „Mjöðmin og nárinn minn hafa verið til vandræða síðan í október á síðasta ári en vandamálið hefur komið og farið,“ skrifaði Anníe Mist. Á myndunum sem Anníe birti af sér með færslunni má sjá greinilega að hún var sárþjáð í æfingunni en harkaði af sér og kláraði hana vel. „Þetta þýddi það að ég náði ekki að spyrna mér eins vel frá gólfinu og fara eins auðveldlega niður á hækjur og ég er vön,“ skrifaði Anníe. „Ég var svo ánægð að ná þessum lyftingatölum í keppninni í ár af því að ég hafði ekki þorað að lyfta svo þungu í langan tíma,“ skrifaði Anníe. „Eftir greinina þá passaði Andrew Martin (kírópraktor) upp á það að ég var í góðu lagi fyrir næstu grein,“ skrifaði Anníe. Hún hrósaði líka þjálfara sínum Jami Tikkanen og segist aldrei hafa verið sterkari en í ár. Hann tók líka undir það í athugsemdum við færsluna. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Valur - Grindavík | Eina liðið sem unnið hefur alla KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sjá meira