Fimm hjá hinu opinbera með hærri tekjur en forsetinn Eiður Þór Árnason skrifar 19. ágúst 2023 22:07 Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar og Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. vísir Forstjóri Landspítala raðar sér efst á lista yfir tekjuhæstu embættismenn, forstjóra og starfsmenn hins opinbera. Runólfur Pálsson var með 4,5 milljónir króna á mánuði að jafnaði í tekjur á síðasta ári, miðað við greitt útsvar en næstur er Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar með 4,1 milljón króna á mánuði. Greint er frá þessu í nýju Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í gær og má nálgast hér. Um er að ræða útsvarsskyldar tekjur árið 2022. Hafa ber í huga að þær tekjur endurspegla þó ekki endilega öll laun viðkomandi. Forstjórar og framkvæmdastjórar innan hins opinbera raða sér ofarlega á listann fyrir árið 2022 en þar má einnig finna Ragnhildi Hjaltadóttur, ráðuneytisstjóra innviðaráðuneytisins með 3,8 milljónir króna og Harald Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóra með 3,4 milljónir. Öll voru þau með hærri tekjur en Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands á síðasta ári miðað við útsvarsgreiðslur en Guðni var tekjuhæsti stjórnmálamaður landsins með 3,2 milljónir á mánuði að jafnaði. Einungis tvær konur birtast í efstu tíu sætum á lista Tekjublaðs Frjálsrar verslunar yfir starfsmenn hins opinbera en ásamt Ragnhildi má þar sjá Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta lýðveldisins í tíunda sæti með 2,8 milljónir króna á mánuði að jafnaði. Tekjuhæstu embættismenn, forstjórar og starfsmenn hins opinbera Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala – 4,5 milljónir króna Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar – 4,1 milljónir króna Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó – 4,0 milljónir króna Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innviðaráðuneytis – 3,8 milljónir króna Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri – 3,4 milljónir króna Gestur Pétursson, fv. Framkvæmdastjóri Veitna – 3,2 milljónir króna Steinn Leó Sveinsson, sviðsstjóri Skagafjarðarveitna – 3,1 milljón króna Sigurður Guðjónsson, fv. Forstjóri Hafrannsóknarstofu – 3,0 milljónir króna Ingvar Stefánsson, fv. Frkstj. Fjármála Orkuveitu Rvk. – 3,0 milljónir króna Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti – 2,8 milljónir króna Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í gær en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2022 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2021 sem var greiddur árið 2022. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við. Tekjur Rekstur hins opinbera Strætó Landsvirkjun Landspítalinn Tengdar fréttir Guðni Th. og Jón Gunnarsson tekjuhæstu stjórnmálamennirnir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands var tekjuhæsti stjórnmálamaður landsins árið 2022. Næst á eftir koma Jón Gunnarsson, alþingismaður og þáverandi dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 18. ágúst 2023 15:45 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Fleiri fréttir Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Sjá meira
Greint er frá þessu í nýju Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í gær og má nálgast hér. Um er að ræða útsvarsskyldar tekjur árið 2022. Hafa ber í huga að þær tekjur endurspegla þó ekki endilega öll laun viðkomandi. Forstjórar og framkvæmdastjórar innan hins opinbera raða sér ofarlega á listann fyrir árið 2022 en þar má einnig finna Ragnhildi Hjaltadóttur, ráðuneytisstjóra innviðaráðuneytisins með 3,8 milljónir króna og Harald Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóra með 3,4 milljónir. Öll voru þau með hærri tekjur en Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands á síðasta ári miðað við útsvarsgreiðslur en Guðni var tekjuhæsti stjórnmálamaður landsins með 3,2 milljónir á mánuði að jafnaði. Einungis tvær konur birtast í efstu tíu sætum á lista Tekjublaðs Frjálsrar verslunar yfir starfsmenn hins opinbera en ásamt Ragnhildi má þar sjá Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta lýðveldisins í tíunda sæti með 2,8 milljónir króna á mánuði að jafnaði. Tekjuhæstu embættismenn, forstjórar og starfsmenn hins opinbera Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala – 4,5 milljónir króna Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar – 4,1 milljónir króna Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó – 4,0 milljónir króna Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innviðaráðuneytis – 3,8 milljónir króna Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri – 3,4 milljónir króna Gestur Pétursson, fv. Framkvæmdastjóri Veitna – 3,2 milljónir króna Steinn Leó Sveinsson, sviðsstjóri Skagafjarðarveitna – 3,1 milljón króna Sigurður Guðjónsson, fv. Forstjóri Hafrannsóknarstofu – 3,0 milljónir króna Ingvar Stefánsson, fv. Frkstj. Fjármála Orkuveitu Rvk. – 3,0 milljónir króna Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti – 2,8 milljónir króna Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í gær en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2022 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2021 sem var greiddur árið 2022. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í gær en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2022 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2021 sem var greiddur árið 2022. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjur Rekstur hins opinbera Strætó Landsvirkjun Landspítalinn Tengdar fréttir Guðni Th. og Jón Gunnarsson tekjuhæstu stjórnmálamennirnir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands var tekjuhæsti stjórnmálamaður landsins árið 2022. Næst á eftir koma Jón Gunnarsson, alþingismaður og þáverandi dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 18. ágúst 2023 15:45 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Fleiri fréttir Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Sjá meira
Guðni Th. og Jón Gunnarsson tekjuhæstu stjórnmálamennirnir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands var tekjuhæsti stjórnmálamaður landsins árið 2022. Næst á eftir koma Jón Gunnarsson, alþingismaður og þáverandi dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 18. ágúst 2023 15:45