Fimm hjá hinu opinbera með hærri tekjur en forsetinn Eiður Þór Árnason skrifar 19. ágúst 2023 22:07 Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar og Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. vísir Forstjóri Landspítala raðar sér efst á lista yfir tekjuhæstu embættismenn, forstjóra og starfsmenn hins opinbera. Runólfur Pálsson var með 4,5 milljónir króna á mánuði að jafnaði í tekjur á síðasta ári, miðað við greitt útsvar en næstur er Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar með 4,1 milljón króna á mánuði. Greint er frá þessu í nýju Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í gær og má nálgast hér. Um er að ræða útsvarsskyldar tekjur árið 2022. Hafa ber í huga að þær tekjur endurspegla þó ekki endilega öll laun viðkomandi. Forstjórar og framkvæmdastjórar innan hins opinbera raða sér ofarlega á listann fyrir árið 2022 en þar má einnig finna Ragnhildi Hjaltadóttur, ráðuneytisstjóra innviðaráðuneytisins með 3,8 milljónir króna og Harald Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóra með 3,4 milljónir. Öll voru þau með hærri tekjur en Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands á síðasta ári miðað við útsvarsgreiðslur en Guðni var tekjuhæsti stjórnmálamaður landsins með 3,2 milljónir á mánuði að jafnaði. Einungis tvær konur birtast í efstu tíu sætum á lista Tekjublaðs Frjálsrar verslunar yfir starfsmenn hins opinbera en ásamt Ragnhildi má þar sjá Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta lýðveldisins í tíunda sæti með 2,8 milljónir króna á mánuði að jafnaði. Tekjuhæstu embættismenn, forstjórar og starfsmenn hins opinbera Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala – 4,5 milljónir króna Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar – 4,1 milljónir króna Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó – 4,0 milljónir króna Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innviðaráðuneytis – 3,8 milljónir króna Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri – 3,4 milljónir króna Gestur Pétursson, fv. Framkvæmdastjóri Veitna – 3,2 milljónir króna Steinn Leó Sveinsson, sviðsstjóri Skagafjarðarveitna – 3,1 milljón króna Sigurður Guðjónsson, fv. Forstjóri Hafrannsóknarstofu – 3,0 milljónir króna Ingvar Stefánsson, fv. Frkstj. Fjármála Orkuveitu Rvk. – 3,0 milljónir króna Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti – 2,8 milljónir króna Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í gær en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2022 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2021 sem var greiddur árið 2022. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við. Tekjur Rekstur hins opinbera Strætó Landsvirkjun Landspítalinn Tengdar fréttir Guðni Th. og Jón Gunnarsson tekjuhæstu stjórnmálamennirnir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands var tekjuhæsti stjórnmálamaður landsins árið 2022. Næst á eftir koma Jón Gunnarsson, alþingismaður og þáverandi dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 18. ágúst 2023 15:45 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Greint er frá þessu í nýju Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í gær og má nálgast hér. Um er að ræða útsvarsskyldar tekjur árið 2022. Hafa ber í huga að þær tekjur endurspegla þó ekki endilega öll laun viðkomandi. Forstjórar og framkvæmdastjórar innan hins opinbera raða sér ofarlega á listann fyrir árið 2022 en þar má einnig finna Ragnhildi Hjaltadóttur, ráðuneytisstjóra innviðaráðuneytisins með 3,8 milljónir króna og Harald Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóra með 3,4 milljónir. Öll voru þau með hærri tekjur en Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands á síðasta ári miðað við útsvarsgreiðslur en Guðni var tekjuhæsti stjórnmálamaður landsins með 3,2 milljónir á mánuði að jafnaði. Einungis tvær konur birtast í efstu tíu sætum á lista Tekjublaðs Frjálsrar verslunar yfir starfsmenn hins opinbera en ásamt Ragnhildi má þar sjá Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta lýðveldisins í tíunda sæti með 2,8 milljónir króna á mánuði að jafnaði. Tekjuhæstu embættismenn, forstjórar og starfsmenn hins opinbera Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala – 4,5 milljónir króna Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar – 4,1 milljónir króna Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó – 4,0 milljónir króna Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innviðaráðuneytis – 3,8 milljónir króna Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri – 3,4 milljónir króna Gestur Pétursson, fv. Framkvæmdastjóri Veitna – 3,2 milljónir króna Steinn Leó Sveinsson, sviðsstjóri Skagafjarðarveitna – 3,1 milljón króna Sigurður Guðjónsson, fv. Forstjóri Hafrannsóknarstofu – 3,0 milljónir króna Ingvar Stefánsson, fv. Frkstj. Fjármála Orkuveitu Rvk. – 3,0 milljónir króna Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti – 2,8 milljónir króna Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í gær en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2022 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2021 sem var greiddur árið 2022. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í gær en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2022 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2021 sem var greiddur árið 2022. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjur Rekstur hins opinbera Strætó Landsvirkjun Landspítalinn Tengdar fréttir Guðni Th. og Jón Gunnarsson tekjuhæstu stjórnmálamennirnir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands var tekjuhæsti stjórnmálamaður landsins árið 2022. Næst á eftir koma Jón Gunnarsson, alþingismaður og þáverandi dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 18. ágúst 2023 15:45 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Guðni Th. og Jón Gunnarsson tekjuhæstu stjórnmálamennirnir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands var tekjuhæsti stjórnmálamaður landsins árið 2022. Næst á eftir koma Jón Gunnarsson, alþingismaður og þáverandi dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 18. ágúst 2023 15:45