Skreið nakinn um garðinn og tíndi gras Eiður Þór Árnason skrifar 17. ágúst 2023 12:16 Úrskurðurinn var kveðinn upp í Landsrétti á þriðjudag. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir einstaklingi sem er meðal annars sakaður um að hafa brotist tvisvar inn á heimili á höfuðborgarsvæðinu og beitt fólk þar ofbeldi. Sá er einnig grunaður um ítrekaðan þjófnað og að hafa valdið hneykslan á almannafæri þegar hann skreið allsnakinn um garð í Reykjavík og tíndi gras. Ákærði var handtekinn 12. ágúst vegna gruns um húsbrot og líkamsárás í Reykjavík og hefur ítrekað komið við sögu lögreglu frá 16. mars. Þá er hann grunaður um að hafa brotist inn í kjallara í Reykjavík með öðrum og stolið þaðan bakpoka, kassa af bjór, vínflöskum, útilegutösku, ljósi og verkfærum. Í ákæru er hann jafnframt sakaður um þjófnað og gripdeildir í og við verslanir í Reykjavík þar sem honum er gert að hafa stolið rafmagnshlaupahjóli, húfu, tvennum buxum, belti og derhúfu. Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á gæsluvarðhald í tengslum við sjö mál sem embættið er með til meðferðar. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður úrskurðað einstaklinginn í gæsluvarðhald til 8. september næstkomandi. Var þeirri niðurstöðu áfrýjað til Landsréttar sem staðfesti úrskurðinn 14. ágúst. Mögulega sektaður fyrir grastínsluna Þann 10. júlí er ákærði sagður hafa brotið gegn lögreglusamþykkt í Reykjavík með því að hafa „valdið hneykslan á almannafæri er hann skreið allsnakinn um garðinn við húsið og var að tína gras,“ eins og það er orðað í greinagerð saksóknara. Vísað er til ákvæðis lögreglusamþykktarinnar þar sem kveðið er á um að lögreglan geti vísað mönnum í burtu af almannafæri sem með háttsemi sinni valdi vegfarendum eða íbúum í nágrenninu ónæði. Sama eigi við um þá sem valdi óspektum, hættu eða hneykslan á almannafæri sökum ölvunar eða af öðrum ástæðum. Brot gegn lögreglusamþykkt geta varðað sektum. Kærði er undir rökstuddum grun um húsbrot og líkamsárás með því að hafa ruðst heimildarlaust inn í íbúð í Hafnarfirði þann 29. júlí og veist þar með ofbeldi að tveimur íbúum. Hann er einnig sagður hafa ruðst heimildarlaust inn í aðra íbúð í Reykjavík 12. ágúst og beitt einstakling þar ofbeldi. Í úrskurði Landsréttar er fallist á að hinn ákærði sé undir rökstuddum grun um að hafa gerst sekur um háttsemi sem varði fangelsisrefsingu. Var talið af tíðni ætlaðra brota að hann væri líklegur til að halda afbrotum áfram ef hann væri frjáls ferða sinna á meðan lögregla kláraði rannsókn á umræddum málum. Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Ákærði var handtekinn 12. ágúst vegna gruns um húsbrot og líkamsárás í Reykjavík og hefur ítrekað komið við sögu lögreglu frá 16. mars. Þá er hann grunaður um að hafa brotist inn í kjallara í Reykjavík með öðrum og stolið þaðan bakpoka, kassa af bjór, vínflöskum, útilegutösku, ljósi og verkfærum. Í ákæru er hann jafnframt sakaður um þjófnað og gripdeildir í og við verslanir í Reykjavík þar sem honum er gert að hafa stolið rafmagnshlaupahjóli, húfu, tvennum buxum, belti og derhúfu. Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á gæsluvarðhald í tengslum við sjö mál sem embættið er með til meðferðar. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður úrskurðað einstaklinginn í gæsluvarðhald til 8. september næstkomandi. Var þeirri niðurstöðu áfrýjað til Landsréttar sem staðfesti úrskurðinn 14. ágúst. Mögulega sektaður fyrir grastínsluna Þann 10. júlí er ákærði sagður hafa brotið gegn lögreglusamþykkt í Reykjavík með því að hafa „valdið hneykslan á almannafæri er hann skreið allsnakinn um garðinn við húsið og var að tína gras,“ eins og það er orðað í greinagerð saksóknara. Vísað er til ákvæðis lögreglusamþykktarinnar þar sem kveðið er á um að lögreglan geti vísað mönnum í burtu af almannafæri sem með háttsemi sinni valdi vegfarendum eða íbúum í nágrenninu ónæði. Sama eigi við um þá sem valdi óspektum, hættu eða hneykslan á almannafæri sökum ölvunar eða af öðrum ástæðum. Brot gegn lögreglusamþykkt geta varðað sektum. Kærði er undir rökstuddum grun um húsbrot og líkamsárás með því að hafa ruðst heimildarlaust inn í íbúð í Hafnarfirði þann 29. júlí og veist þar með ofbeldi að tveimur íbúum. Hann er einnig sagður hafa ruðst heimildarlaust inn í aðra íbúð í Reykjavík 12. ágúst og beitt einstakling þar ofbeldi. Í úrskurði Landsréttar er fallist á að hinn ákærði sé undir rökstuddum grun um að hafa gerst sekur um háttsemi sem varði fangelsisrefsingu. Var talið af tíðni ætlaðra brota að hann væri líklegur til að halda afbrotum áfram ef hann væri frjáls ferða sinna á meðan lögregla kláraði rannsókn á umræddum málum.
Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira